Þjóðmál - 01.12.2011, Side 39

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 39
38 Þjóðmál VETUR 2011 Geoffrey Wood, prófessor við Cass-við-skipta háskólann í London, skrifaði mjög athyglisverða grein, um nýjan gjald- miðil fyrir Ísland, í Þjóðmál árið 2007 . Þar minntist hann sérstaklega á það að evran ætti eftir að fara í gegnum eldskírn sína og vitnaði í rannsóknir hagfræðinga sem höfðu efasemdir um að myntin myndi hafa það af, enda hefði hún ekki sama bakhjarl og t .d . dollar Bandaríkjanna, sem væri með eitt fjármálaráðuneyti að baki sér en ekki 17 . Það voru ekki margir sem vöruðu við þessari þróun fyrir rúmum fjórum árum síðan . Umræðan um þessi mál hefur hins vegar ekki verið mjög málefnaleg upp á síðkastið og þar hafa pólitískir þættir vegið þyngra en efnahagslegur raunveruleiki . Einhver besta samantekt, sem sést hefur á vandanum, er nýlegur leiðari Wall Street Journal, sem hér er birtur á eftir í þýðingu undirritaðs . Skuldavandi heimsins breiðist hratt út og það er athyglisvert að sjá samanburð stærstu iðnríkja heims þegar kemur að vaxta- kostnaði . Þar skiptast ríkin í tvo flokka: Ríki sem hafa prentað peninga til að borga af skuldum sínum og kaupa útistandandi skuldir til baka — og ríki sem ekki hafa pen ingaprentunarvald . Það er sérstakt að sjá hvor flokkurinn hefur séð vaxtakjör sín versna, það eru nefnilega þau sem ekki hafa bætt við sig skuldum með peningaprentun! Það vekur jafnan furðu mína að margir hagfræðingar skuli haldi að hægt sé að lækna skuldakreppu með útgáfu frekari skulda . Peningaprentun er ekkert annað en útgáfa skuldaviðurkenninga ríkja . Með pen ingaprentun er verið að auka á vandann en um leið fresta honum um örfá misseri . Á sama hátt er furðulegt að sjá fjármála- mark aði hampa frekari peningaprentun . Hlýst það af því að með miklum inngrip um seðlabanka er verið að þjóðnýta hugsan legt tap að hluta og minnka þar með lík urnar á að fjármálafyrirtæki fari á hausinn . Eins leiða inngripin til falls á gengi peninga í sam an burði við aðrar eignir . Allt eru þetta ríkis aðgerðir á kostnað sparifjáreigenda . Frægustu skuldakreppur sögunnar, svo sem í Þýskalandi á fyrri hluta 20 . aldar og í Zimbabwe 60 árum síðar, byrjuðu með svipuðum hætti . Þar stóð til að örva vöxt hagkerfanna og létta undir fjárlögum með peningaprentun . En vandinn við slíkt er að nær engin leið er að hætta prentun þegar hún er hafin . Seðlabankamenn í dag halda að þeir standi þessum fyrrum kollegum sínum mun framar og muni ekki gera sömu vitleysur og þeir . Heiðar Guðjónsson Að rífa sig upp á hárinu

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.