Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 53

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 53
53 skrá, að eyðublöð vegna starfsskýrslna verði endurskoðuð og tekin verði upp miðlæg rafræn skráning helstu prestsverka. 16. mál 2011. Tillaga til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna. Kirkjuráð óskar eftir að kirkjuþing 2012 heimili sölu þeirra fasteigna sem greinir í málinu. Byggt er á fasteignastefnu kirkjuþings sem samþykkt var á kirkjuþingi 2011. Flestar eignir þær sem beðið er um söluheimild á eru þær sömu og heimild var veitt fyrir á kirkjuþingi 2011, en óskað er eftir heimild til að selja sóknarpresti Húsavíkurprestakalls fasteignina Ketilsbraut 20, Húsavík en það er í samræmi við samþykktir kirkjuþins 2011. Fasteignir Um fasteignanefnd Samkvæmt 5. gr. starfsreglna um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr. 950/2009, skipar kirkjuráð þriggja manna fasteignanefnd þjóðkirkjunnar til fjögurra ára og þrjá varamenn til sama tíma. Í nefndinni eru kirkjuþingsfulltrúarnir Bjarni Kr. Grímsson, formaður, Margrét Jónsdóttir og sr. Svavar Stefánsson. Kirkjuráð hefur sett nefndinni erindisbréf en verkefni hennar eru tiltekin nokkuð nákvæmlega í starfsreglum. Nefndin er skipuð til 31. desember 2013. Um störf fasteignasviðs Fasteignasvið Biskupsstofu hefur með höndum umsýslu og rekstur fasteigna kirkjumálasjóðs og fylgir eftir ákvörðunum fasteignanefndar. Fasteignir kirkjumálasjóðs eru um 100 talsins, þar af 69 prestssetur. Nýjar starfsreglur um prestssetur og aðrar fasteignir kirkjunnar tóku gildi í ársbyrjun 2010. Ýmsir verkferlar varðandi fasteignaumsýslu hafa verið endurskoðaðir og leitast hefur verið við að gæta aðhalds í hvívetna við þrengri fjárhagsaðstæður en áður. Skipulag vegna skjala og upplýsinga hefur verið endurbætt. Starf lögfræðings á fasteignasviði losnaði seinni hluta árs 2011 og var nýr lögfræðingur, Kristín Björg Albertsdóttir, ráðinn í starfið frá 1. febrúar 2012. Fasteignasvið sinnir almennum daglegum rekstri og umsýslu fasteigna undir stjórn fasteignanefndar og sviðsstjóra. Hlutverk kirkjuráðs hvað varðar fasteignir er einkum, nýbyggingar fasteigna, kaup og sala fasteigna, staðfesting langtímasamninga o.fl. Helstu verkefni sem kirkjuráð hefur unnið að varðandi fasteignir eru sem hér segir: Stafholt, Vesturlandsprófastsdæmi Lokið hefur verið byggingu nýs prestsbústaðar á prestssetursjörðinni Stafholti, Vesturlands- prófastsdæmi og hefur sóknarprestur þegar tekið við húsinu. Hlíðarbraut 20, Blönduós, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi Seldur var prestsbústaðurinn að Hlíðarbraut 20, Blönduósi til skipaðs sóknarprests. Kirkju þing 2011 heimilaði söluna. Breiðbraut 672 a, b og c Reykjanesbæ (tvær raðhúsaíbúðir) Seldar voru þrjár íbúðir í eigu kirkjumálasjóðs að Breiðbraut 672, Reykjanesbæ. Kirkjuþing 2011 heimilaði söluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.