Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 95

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 95
95 og e.t.v. fleiri leiðtogum, sem stæðu fyrir mismunandi þáttum safnaðarstarfsins, s.s. barnastarfi, unglingastarfi, samverum eldri borgara svo nokkuð sé nefnt. Þannig ættu fleiri sóknarbörn sama prestakalls greiðari aðgang að bæði sérhæfðari og breiðari þjónustu. Í prestaköllum með fleiri en einni misfjölmennri sókn má vænta þess að samstarf fámennari sókna við hinar fjölmennari skili sér í fjölbreyttari og markvissari þjónustu, bæði í helgihaldi og öðru safnaðarstarfi. Minni sóknin nýtur styrks hinnar stærri í starfi sem ekki er á hennar færi að halda uppi, og söfnuður fjölmennu sóknarinnar nýtur góðs af greiðum aðgangi að litlum guðshúsum til margvíslegra kirkjuathafna. Hreyfanleiki starfsfólks á milli kirkna/sókna í sama prestakalli mun þegar fram í sækir auka fjölbreytni og fagmennsku og, ef vel tekst til, stuðla að aukinni samkennd meðal starfsfólks og sóknarbarna, milli sókna og kirkna, og glæða starfsánægju þeirra sem að verki koma. 4. Aukin starfsánægja Nefndin telur að með tillögum sínum um sameiningu prestakalla skapist aðstæður sem líklegar séu til að auka starfsánægju þeirra sem að safnaðarstarfinu koma. Samstarf sókna í prestaköllunum sem um ræðir veitir tækifæri til margvíslegrar hagræðingar og styrkingar kirkjulegs starfs. Við þessar aðstæður þarf margt að skoða. Glæða þarf starfsánægju þeirra er vinna innan kirkjunnar. Sameining og aukið samstarf stofnana og fyrirtækja er þekkt ferli og má því styðjast við reynslu annarra í þessu efni, jafnframt því að tekið er tillit til sérstakra aðstæðna kirkjunnar. Ánægja í starfi byggist m.a. á eftirtöldum þáttum (sjá Guðbjörg Sigurðardóttir, Ánægja í starfi 2008): Starfsmaður þarf að: a. vita til hvers er ætlast af honum b. geta náð tökum á verkefnum sínum c. hafa ábyrgð og vera treyst d. geta haft áhrif á stefnu og ákvarðanir e. sjá tilgang með starfinu f. fá eðlilega umbun, t.d. hrós Með þeirri góðu skipulagningu, samvinnu og verkstjórn sem tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir er ástæða til að ætla að allra þessara þátta verði gætt. Hvað varðar prestsþjónustuna varðar mestu að einyrkjastörfin verði aflögð, svo íþyngjandi sem þau eru að flestra dómi. Teymisvinnan gefur kost á því að hæfileikar hvers og eins fái að njóta sín og meira svigrúm verður til afleysinga, sveigjanleika og rýmri frítíma. c. Prófastsdæmi Skiptar skoðanir eru í nefndinni um skipan prófastsdæma á svæðinu. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar og falla þær í eftirfarandi þrjá meginflokka:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.