Félagsbréf - 01.07.1962, Page 10

Félagsbréf - 01.07.1962, Page 10
RITSTJÓRNARGREINAR Varla leikur það á tveim tungum, að stórum betur horfi nú um efnalega afkomu þjóðarinnar, en átt hefur sér stað um langt undan- farið skeið. Framleiðslugeta þjóðarinnar færist í aukana, atvinnu- leysi heyrist naumast nefnt og með tilkomu sérmenntaðra manna á æ fleiri tæknilegum sviðurn ryður iðnaður sér til rúms og lætur stöðugt meira að sér kveða á erlendum markaði. Jafnvel íslenzk flugfélög, sem þó hafa verið stofnuð af litlum efnum og jafnan mátt berjast af eigin ramleik í samkeppni við rótgróin auðfélög, afla ekki aðeins þjóðinni gjaldeyris í vaxandi mæli, lieldur eru henni einnig mikilsverð landkynning. Þá er það ekki minnst um vert, að horfið hefur verið frá miðaldalegum viðskiptahömlum, og samtímis því er íslenzkur gjaldmiðill á góðri leið með að vinna sér fulla tiltrú á alþjóðlegum peningamarkaði. Allt þetta hlýtur að auka þjóðinni ásmegin og bjartsýni og efla trúnað hennar við land og samfélag. * * * En maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Þann forna sann- leik skilja íslendingar flestum betur eins og þeir hafa þráfaldlega sýnt. Hvorki örbirgð né velmegun hefur nokkru sinni komizt til lengdar upp á milli þjóðarinnar og þeirra andlegu verðmæta, sem hafa verið henni athvarf og aflgjafi, og má urn það vitna til Sig- urðar Nordals, sem kemst m.a. þannig að orði í ritgerð sinni um samhengið í íslenzkum bókmenntum: „Það væri engin fjarstæða að kalla fslendinga mestu bókmenntaþjóð heimsins, — ekki í þeim skilningi, að þeir hafi skapað mest af fullkomnum verkum, þótt þeir hafi komizt furðu langt í því efni, — heldur af því, að engin þjóð önnur hefur að tiltölu gefið bókmenntum svo mikið af kröft- um sínum, svo mikið af ást sinni og alúð, engin þjóð leitað þar svo almennt fróunar og sótt þangað þrek.“ * * * Þessi vitnisburður Sigurðar Nordals, þess manns, sem ótvírætt verður að teljast dómbærastur núlifandi manna á umrastt efni,

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.