Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 50

Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 50
Um höfundana: Murat Alpar er tyrkneskur aö uppruna en búsettur i Danmörku og yrkir á dönsku. Hefur vakiö athygli þar fyrir Ijóð sín. Ásgeir Lárusson, f. 1958. Ljóðabók: Blátt áfram rautt (1981). Berglind Gunnarsdóttir, f. 1953. Ljóöabók: Ljóö fyrir lífi (1983). Bergþóra Ingólfsdóttir, f. 1962. Ljóöabók Hrifsur (1980). e.e. cummings (1894—1962). Bandariskt Ijóðskáld. Sat i fanga- búöum i Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni og er hún tilefni kvæðisins sem hér birtist. Egill Helgason, f. 1959. Hefur birt frumort Ijóð og þýöingar i Les- bók Morgunblaðsins. Elisabet Þorgeirsdóttir, f. 1955. Ljóöabækur: Augaö í fjallinu (1977) og Salt og rjómi (1983). Gyrðir Elíasson, f. 1961. Ljóðabækur: Svarthvít axlabönd (1983), Tvíbreitt (svig)rúm (1984), Einkonar höfuðlausn (1985) og Bakviö maríuglerið (1985). Heimir Pálsson, f. 1944. Þýðingar af ýmsu tagi. Mest i lausu máli. Hrólfur Brynjar Ágústsson, f. 1955. Hefur birt Ijóð í safnritum. Ljóðabók: Byltingin er bingó (1981). Ingibjörg Haraldsdóttir, f. 1942. Ljóðabækur: Þangað vil ég fljúga (1974) ogOrðspor daganna (1983). Jón úr Vör, f. 1917. Hefur gefið út margar Ijóðabækur. Síðast Gott er að lifa (1984). Kjartan Pierre Emilsson, f. 1964. Ljóð i skólablöðum og söfnum. Ólafur Haraldsson, f. 1965. Ljóðabók: Vindurinn gengur til suöurs (1983). Óskar Árni Óskarsson, f. 1950. Ljóð í timaritum. Pjetur Hafstein Lárusson, f. 1952. Ljóðabækur hans eru niu að tölu. Siðasta bók: í djúpi daganna (1983) með myndskreyt- ingum Ingibergs Magnússonar. Jacques Prévert (1900—1977). Þekkt Ijóðskáld franskt og höfundur kvikmyndahandrita. Starfaði með súrrealistum á þriðja áratug aldarinnar og hefur verið eitt vinsælasta skáld Frakka á öldinni. Sonja B. Jónsdóttir, f. 1952. Ljóð í safnritum og blöðum. Sveinbjörn Þorkelsson, f. 1952. Ljóðabækur: Ljóö innan glers (1978) og Hvítt á forarpolla (1979). Þorsteinn frá Hamri, f. 1938. Hefur gefið út margar Ijóðabækur auk tveggja skáldsagna og annars efnis. Siðasta Ijóðabók: Ný Ijóö (1985). 48

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.