Fréttablaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 10
LögregLumáL „Það er með ólík- indum að það teljist í lagi að kon- urnar hafi ekki fengið greidd laun sjálfar nema í formi húsnæðis og frís fæðis,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslukona tveggja kvenna frá Srí Lanka, sem höfðu stöðu þolenda í meintu mansalsmáli í Vík í Mýrdal á árinu. Niðurstaða héraðssaksóknara var að ákæra ekki í málinu. Kristrún segir meginniðurstöð- una í rökstuðningi saksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna man- sals að  þær hafi fengið frítt hús- næði og fæði þar sem þær bjuggu og störfuðu. Þá hafi verið deilt um vinnuframlag þeirra. Saksóknari tekur ekki tillit til þess að greiðslur til annarrar kon- unnar hafi runnið til þriðja aðila erlendis. „Saksóknari virðist telja full- sannað með þessu að þær hafi fengið greitt. Ávörðunin og rök- stuðningurinn lýsir gríðarlegri vanþekkingu saksóknara á man- sali og ég er mjög ósátt við niður- stöðuna,“ segir Kristrún Elsa og segist telja að með ákvörðun sak- sóknara sé hvati lögreglu til að rannsaka mál af þessu tagi orðinn afar lítill. „Það er mjög lítill hvati núna hjá lögreglu að ganga hart fram í þess- um málum. Maður spyr sig hvað þurfi eiginlega til þess að gefa út ákæru. Þarna stökk lögregla til og gerði allt sem hún gat. Næst þegar svipuð mál koma upp, hvað verður þá gert? Er í lagi að greiða laun til þriðja aðila? Veita aðeins frítt hús- næði og fæði? Það er grundvallar- atriði í mínum huga að dómstólar hafi þekkingu á málaflokknum. Það hefur ítrekað verið gagn- rýnt,“ segir Kristrún Elsa og vísar til að mynda í skýrslur banda- ríska utanríkisráðuneytisins um mansal. Í þeim hafa ítrekað komið fram brestir í aðkomu stjórnvalda í málaflokknum og ábendingar um vanþekkingu ákæruvalds. „Það er svo margt annað líka sem kemur fram í rökstuðningi, til dæmis varðandi þolendur,“ segir Kristrún Elsa. „Þar er talað eins og þær hafi verið frjálsar konur og ekkert tillit tekið til þess í hvaða aðstæðum þær voru. Þetta er sérlega alvarlegt í ljósi þess að brotaþolar kæra ekki mansal og vilja oftast forðast lögsókn. Það þekkist varla í heiminum að fólk vilji sækja rétt sinn enda er það í erfiðum aðstæðum.“ Þar á Kristrún Elsa við að þol- endur séu á valdi kúgara síns. Því sé ábyrgð stjórnvalda, löggæslu og ákæruvalds meiri en í öðrum málum. „Héraðssaksóknari þarf að kynna sér mansal og aðstæður þolenda mansals. Það er alveg ljóst, segir hún. Þetta er illa unnið,“ klykkir Kristrún Elsa út með og segir miður að hún geti ekki tekið málið lengra. Hennar vinnu sé lokið því hún geti ekki kært ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara án þess að kon- urnar óski eftir því. Snorri Birgisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði lögregluna á Suðurlandi við rann- sókn málsins. „Það var allt kapp lagt á það að rannsaka grun um mansal í þessu máli og lögreglumenn unnu dag og nótt við þessa rannsókn,“ segir Snorri. Að sögn Snorra óskaði lögreglan á Suðurlandi strax í upphafi eftir aðstoð frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna sér- hæfðrar þekkingar á mansali. Rannsóknin hafi verið faglega unnin. „Það er ekki lögreglu að leggja dóm á ákvarðanir ákæruvaldsins og þær verðum við að virða. Sönn- unarbyrði í mansalsmálum er bæði flókin og erfið og það hefur væntanlega legið til grundvallar við þessa niðurstöðu,“ segir Snorri. Hins vegar má ekki, segir Snorri, líta fram hjá þeirri staðreynd að málið í Vík í Mýrdal hafi komið upp vegna vitundarvakningar í samfélaginu. „Sama má segja um önnur mál þar sem grunur hefur vaknað um mansal. Lögreglan mun áfram rannsaka slík mál þrátt fyrir niður- fellingu á grun um mansal í þessu máli,“ segir Snorri Birgisson. – kbg Greiðslurnar til þriðja aðila en samt ekki ákært í mansalsmáli Tvær konur frá Srí Lanka sem saumuðu fatnað í kjallara í Vík í Mýrdal eru ekki þolendur mansals að mati héraðssaksóknara. Greiðslur til annarrar konunnar runnu til aðila erlendis. Frítt húsnæði og fæði talið til greiðslna segir réttargæslumaður kvennana. Ákvörðunin lýsi gríðarlegri vanþekkingu saksóknara á mansali. Hið fría húsnæði sem konurnar tvær frá Srí Lanka fengu til íbúðar fyrir störf sín í Vík í Mýrdal. FréttabLaðið/ÞórHiLdur sveitarstjórnir „Það gæti munað um 20 milljónum; að fasteigna- gjöldin yrðu níu milljónir króna í staðinn fyrir 28 milljónir,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, um nýjan úrskurð yfirfasteignamatsnefndar vegna Kárahnúkavirkjunar. Landsvirkjun kærði álagningu fasteignagjalda til yfirfasteigna- matsnefndar. Fyrirtækið vildi að hluti vatnsréttinda yrði undanskil- inn fasteignagjaldi en þeim hluta kærunnar var vísað frá. „Þannig að það er alveg ljóst að það eru öll vatnsréttindi sem falla undir þetta og svo er niðurstaðan sú að þetta skuli fara í A-flokk en ekki C-flokk og það munar um 20 milljónum í tekjur,“ útskýrir Björn og vísar í að Fljótsdalshérað vildi vatnréttindin í C-flokk þar sem álagningarprósentan er 1,65 en ekki í A-flokk þar sem álagningin er 0,5 prósent af fasteignamati. „Við álagningu fasteignagjalda 2017 mun Fljótsdalshérað leggja fasteignagjöld á framangreint sam- kvæmt úrskurði nefndarinnar, en áskilur sér rétt til að taka málið til endurskoðunar á síðari stigum,“ segir í samþykkt bæjarstjórnar í gær vegna málsins. Þá á að skoða stöðu og skráningu mannvirkja við Kára- hnjúka, sem tengjast umræddri lóð. „Það gæti alveg komið til greina en það hefur ekki verið tekin ákvörðun um slíkt,“ svarar bæjar- stjórinn aðspurður hvort vænta megi frekari málarekstrar varðandi fasteignagjöldin. – gar Fasteignagjald á Kárahnúkavirkjun lækkar um 20 milljónir króna Vatni er miðlað til Kárahnúkavirkjunar úr Hálslóni. FréttabLaðið/Pjetur björn ingimarsson bæjarstjóri Fljóts- dalshéraðs. DómsmáL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær konu í 90 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Konan var ákærð fyrir að reyna að sparka í tvo lögreglumenn, hóta þeim og fjölskyldum þeirra lífláti og að hafa hrækt á þriðja lögreglumanninn. Konan játaði skýlaust brot sitt. Henni ber að greiða 143 þúsund krónur í málskostnað og refsing hennar fellur niður haldi hún skil- orð í tvö ár. – þh Hótaði og hrækti á lögreglumann svÍÞjóÐ Milljarðamæringar í Sví- þjóð eru 178 og hefur þeim fjölgað um 22 frá því í fyrra, samkvæmt úttekt viðskiptaritsins Veckans Affärer. Samtals nema eignir millj- arðamæringanna rétt rúmum 2.000 milljörðum sænskra króna. Það er rúmlega tvöfalt hærri upphæð en fjárlög sænska ríkisins fyrir næsta ár en þau eru upp á 972 milljarða sænskra króna. Eins og áður er Ingvar Kamp- rad, eigandi IKEA, efstur á lista yfir milljarðamæringana. Í úttekt- inni er miðað við að hann sé eini eigandi húsgagnarisans þrátt fyrir að eignum hafi verið komið fyrir í ýmsum sjóðum. Eignir Kamprads eru metnar á 655 milljarða sænskra króna. Verslunarmenn, fasteignaeig- endur, erfingjar, kaupsýslumenn og eigendur tæknifyrirtækja eru á list- anum yfir allra ríkustu Svíana. – ibs Auðmönnum í Svíþjóð fjölgar Héraðsdómur reykjavíkur. FréttabLaðið/GVa ingvar Kamprad, eigandi iKea, er ríkastur milljarða- mæringanna 178 í Svíþjóð. Þau mistök voru gerð við prófarkalestur dóms um tónleika hinnar portúgölsku Maria João Pires að sagt var að hún hefði flutt fyrstu sónötu Beethovens og þá síðustu eftir Schubert. Hið rétta er eins og kom frá greinarhöfundi að á tónleikunum voru fluttar sú síðasta eftir Beethoven og sú síðasta eftir Schubert. LeiÐrétting Lögreglumenn unnu dag og nótt við þessa rannsókn. Snorri Birgisson Héraðssaksóknari þarf að kynna sér mansal og aðstæður þolenda mansals. Það er alveg ljóst, segir hún. Þetta er illa unnið. Kristrún Elsa Harðardóttir 1 4 . D e s e m b e r 2 0 1 6 m i Ð v i K u D a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a Ð i Ð 1 4 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 9 -3 C F 4 1 B A 9 -3 B B 8 1 B A 9 -3 A 7 C 1 B A 9 -3 9 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.