Fréttablaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 6
Eftir storminn DANMÖRK Anita Bang Degn frá Ála- borg er í veikindaleyfi vegna bak- vandamála. Hún starfar nú í 12 klukkustundir á viku við eldhús- störf og er starfið liður í endurhæf- ingu. Félagsráðgjafi sem sá myndir á Facebook af smákökum sem Anita hafði bakað hringdi í hana og til- kynnti henni að þar sem hún gæti bakað smákökur ætti hún að geta unnið fjórar stundir til viðbótar á viku. Anita Bang Degn kveðst hafa keypt tilbúið deig og bakað úr því í frítíma sínum um helgi. Smákökubaksturinn er kominn á borð bæði vinnumálastjóra sveitar- félagsins og atvinnumálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen. Þingmaður Einingarlistans, Finn Sørensen, hefur spurt ráðherrann um málið. Af svörunum mun koma í ljós hvort sveitarfélagið hafi rétt til að skipta sér af því hvað borgararnir gera í frítíma sínum, að því er danska ríkisútvarpið bendir á. – ibs Smákökurnar á borð ráðherra Bakveikri konu var sagt að hún ætti að geta unnið meira þar sem hún gæti bakað smákökur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „... sagan situr í les- andanum og nagar hann inn að beini.“ S TEINÞÓR GUÐBJARTSSON / MORGUNBL AÐIÐ „… tvímælalaust með því besta úr heimi krimmanna … eftir einn besta og frumlegasta spennusagnahöfund landsins.“ BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON / PRESSAN „… trúverðugasti krimmahöfundur landsins … eiturbeitt.“ SIGMUNDUR ERNIR RÚNAR SSON MORGUNBL AÐIÐ „Spennandi og mjög svo óvæntur krimmi.“ GUÐRÍÐUR HAR ALDSDÓT TIR VIK AN www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk islóð 39 KJARAMÁL Þrátt fyrir að hafa samþykkt nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu í fyrradag eru kennarar ekki sáttir. Samkomulag- inu hefur verið líkt við vopnahlé. Skrifað var undir samning 29.  nóvember síðastliðinn og hann samþykktur með 55 pró- sentum greiddra atkvæða í fyrra- dag. 43 prósent sögðu nei en tæp- lega 91 prósent kennara tók þátt í atkvæðagreiðslunni. Áður höfðu kennarar fellt kjarasamninga tví- vegis. Hinn nýi samningur er til nóv- ember á næsta ári og felur í sér tæplega ellefu prósenta flata launa- hækkun auk 200 þúsund króna ein- greiðslu við undirritun. Fréttablaðið heyrði í gær í kenn- urum víða um land til að kanna afstöðu þeirra til úrslita kosning- anna. Nær allir eru sammála um að í niðurstöðunni felist ekki sigur, ekki einu sinni áfangasigur. Í raun sé um vopnahlé að ræða á meðan kanónurnar séu hlaðnar að nýju fyrir þau átök sem vænta má eftir lok samningstímans á næsta ári. Á umræðuvettvangi kennara hefur talsvert verið rætt og ritað um niðurstöðuna. Þeir sem höfn- uðu samningnum eru sárir út í já-hópinn. Þeir vildu frekar fella samninginn og kjósa nýtt fólk til að fara fyrir samninganefnd kenn- ara. Allir virðast hins vegar vera sammála um að halda baráttunni áfram. Tugir kennara sögðu starfi sínu lausu í síðasta mánuði. Meira virðist vera um það að kennarar á höfuðborgarsvæðinu og Reykja- nesi segi upp heldur en á lands- byggðinni. Hluti þeirra sem sagði upp hefur dregið uppsagnir sínar til baka. Aðrir liggja enn undir feldi og velta því fyrir sér hvað skuli gera. Í hópi þeirra sem Fréttablaðið heyrði í voru kennarar sem ákveða sig á næstu dögum. Þeir segja ljóst að samningurinn verði ekki til þess að halda í þá. Hins vegar komi til greina að draga uppsögnina til baka til þess að halda baráttunni áfram á næsta ári. Sveitarfélögin og samninganefnd þeirra séu á skil- orði. Haldi hún áfram á sömu braut megi búast við því að kennarar fái endanlega nóg. johannoli@frettabladid.is Álíta samninginn vopnahlé til eins árs Þrátt fyrir að hafa samþykkt kjarasamning eru kennarar enn ósáttir. Þeir skiptast í tvær fylkingar sem eru sammála um markmið en ósammála um aðferð. Sveitarfélögin eru á skilorði hjá mörgum kennurum sem segjast munu gefa þeim ár til að koma skikki á málin. Kennarar skiptust í tvær fylkingar í atkvæðagreiðslunni. Minnihlutinn vildi að nú- verandi samninganefnd viki og halda baráttunni áfram. Hann laut í gras fyrir sjónar- miðum um að halda áfram að ári og þá á hærra kaupi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Indverskir menn standa í röð og bíða eftir afgreiðslu á bensístöð í Chennai eftir að fellbylurinn Vardah gekk inn yfir strönd Indlands í gær. Að minnsta kosti tíu manns féllu fyrir Vardah sem braut bæði niður hús og rafmagnslínur að sögn yfirvalda. NORDICPHOTOS/AFP 100 Tæplega hundrað kennarar sögðu starfi sínu lausu. Hluti dró uppsögnina til baka en aðrir liggja undir feldi. 1 4 . D e s e M b e R 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A G U R6 f R é t t I R ∙ f R é t t A b L A Ð I Ð 1 4 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 9 -2 E 2 4 1 B A 9 -2 C E 8 1 B A 9 -2 B A C 1 B A 9 -2 A 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.