Fréttablaðið - 14.12.2016, Page 6

Fréttablaðið - 14.12.2016, Page 6
Eftir storminn DANMÖRK Anita Bang Degn frá Ála- borg er í veikindaleyfi vegna bak- vandamála. Hún starfar nú í 12 klukkustundir á viku við eldhús- störf og er starfið liður í endurhæf- ingu. Félagsráðgjafi sem sá myndir á Facebook af smákökum sem Anita hafði bakað hringdi í hana og til- kynnti henni að þar sem hún gæti bakað smákökur ætti hún að geta unnið fjórar stundir til viðbótar á viku. Anita Bang Degn kveðst hafa keypt tilbúið deig og bakað úr því í frítíma sínum um helgi. Smákökubaksturinn er kominn á borð bæði vinnumálastjóra sveitar- félagsins og atvinnumálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen. Þingmaður Einingarlistans, Finn Sørensen, hefur spurt ráðherrann um málið. Af svörunum mun koma í ljós hvort sveitarfélagið hafi rétt til að skipta sér af því hvað borgararnir gera í frítíma sínum, að því er danska ríkisútvarpið bendir á. – ibs Smákökurnar á borð ráðherra Bakveikri konu var sagt að hún ætti að geta unnið meira þar sem hún gæti bakað smákökur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „... sagan situr í les- andanum og nagar hann inn að beini.“ S TEINÞÓR GUÐBJARTSSON / MORGUNBL AÐIÐ „… tvímælalaust með því besta úr heimi krimmanna … eftir einn besta og frumlegasta spennusagnahöfund landsins.“ BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON / PRESSAN „… trúverðugasti krimmahöfundur landsins … eiturbeitt.“ SIGMUNDUR ERNIR RÚNAR SSON MORGUNBL AÐIÐ „Spennandi og mjög svo óvæntur krimmi.“ GUÐRÍÐUR HAR ALDSDÓT TIR VIK AN www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk islóð 39 KJARAMÁL Þrátt fyrir að hafa samþykkt nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu í fyrradag eru kennarar ekki sáttir. Samkomulag- inu hefur verið líkt við vopnahlé. Skrifað var undir samning 29.  nóvember síðastliðinn og hann samþykktur með 55 pró- sentum greiddra atkvæða í fyrra- dag. 43 prósent sögðu nei en tæp- lega 91 prósent kennara tók þátt í atkvæðagreiðslunni. Áður höfðu kennarar fellt kjarasamninga tví- vegis. Hinn nýi samningur er til nóv- ember á næsta ári og felur í sér tæplega ellefu prósenta flata launa- hækkun auk 200 þúsund króna ein- greiðslu við undirritun. Fréttablaðið heyrði í gær í kenn- urum víða um land til að kanna afstöðu þeirra til úrslita kosning- anna. Nær allir eru sammála um að í niðurstöðunni felist ekki sigur, ekki einu sinni áfangasigur. Í raun sé um vopnahlé að ræða á meðan kanónurnar séu hlaðnar að nýju fyrir þau átök sem vænta má eftir lok samningstímans á næsta ári. Á umræðuvettvangi kennara hefur talsvert verið rætt og ritað um niðurstöðuna. Þeir sem höfn- uðu samningnum eru sárir út í já-hópinn. Þeir vildu frekar fella samninginn og kjósa nýtt fólk til að fara fyrir samninganefnd kenn- ara. Allir virðast hins vegar vera sammála um að halda baráttunni áfram. Tugir kennara sögðu starfi sínu lausu í síðasta mánuði. Meira virðist vera um það að kennarar á höfuðborgarsvæðinu og Reykja- nesi segi upp heldur en á lands- byggðinni. Hluti þeirra sem sagði upp hefur dregið uppsagnir sínar til baka. Aðrir liggja enn undir feldi og velta því fyrir sér hvað skuli gera. Í hópi þeirra sem Fréttablaðið heyrði í voru kennarar sem ákveða sig á næstu dögum. Þeir segja ljóst að samningurinn verði ekki til þess að halda í þá. Hins vegar komi til greina að draga uppsögnina til baka til þess að halda baráttunni áfram á næsta ári. Sveitarfélögin og samninganefnd þeirra séu á skil- orði. Haldi hún áfram á sömu braut megi búast við því að kennarar fái endanlega nóg. johannoli@frettabladid.is Álíta samninginn vopnahlé til eins árs Þrátt fyrir að hafa samþykkt kjarasamning eru kennarar enn ósáttir. Þeir skiptast í tvær fylkingar sem eru sammála um markmið en ósammála um aðferð. Sveitarfélögin eru á skilorði hjá mörgum kennurum sem segjast munu gefa þeim ár til að koma skikki á málin. Kennarar skiptust í tvær fylkingar í atkvæðagreiðslunni. Minnihlutinn vildi að nú- verandi samninganefnd viki og halda baráttunni áfram. Hann laut í gras fyrir sjónar- miðum um að halda áfram að ári og þá á hærra kaupi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Indverskir menn standa í röð og bíða eftir afgreiðslu á bensístöð í Chennai eftir að fellbylurinn Vardah gekk inn yfir strönd Indlands í gær. Að minnsta kosti tíu manns féllu fyrir Vardah sem braut bæði niður hús og rafmagnslínur að sögn yfirvalda. NORDICPHOTOS/AFP 100 Tæplega hundrað kennarar sögðu starfi sínu lausu. Hluti dró uppsögnina til baka en aðrir liggja undir feldi. 1 4 . D e s e M b e R 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A G U R6 f R é t t I R ∙ f R é t t A b L A Ð I Ð 1 4 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 9 -2 E 2 4 1 B A 9 -2 C E 8 1 B A 9 -2 B A C 1 B A 9 -2 A 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.