Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.03.1985, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 28.03.1985, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 28. mars 1985 VÍKUR-fréttir Innnömmun SuDunnesjn Vatnsnesvegi 12 - Keflavik Simi 3598 Frá Blómastofu Guðrúnar Hafnargötu 36a - Keflavík - Sími 1350 FYRIR PÁSKA: Páskaskraut - Páskakerti Opið skírdag frá kl. 12-16. GLEÐILEGA HÁTÍÐ! GUÐRÚN 0 Tjarnargötu 3, Keflavik, sími 3308 Fyrir hádegi á miðvikudaginn í síðustu viku kom m.s. Skúmur GK 22 með m.s. Skarf GK 666 í drætti til Njarðvíkur. Hafði stýri þess síðarnefnda bilað er báturinn var á veiðum á Seívogsbanka, og þurfti því að taka bátinn upg til viðgerðar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. A meðfylgjandi mynd sjást bátarnir koma til hafnar í Njarðvík í umrætt skipti, en þeir eru báðir í eigu Fiskaness hf. í Grindavík. - epj. „Takmarkið var að komast í úrslit“ - segir Bryndís Einarsdóttir, nýbakaður íslandsmeistari í „free-style“ dansi ✓ I herbergjum unga fólksins er GRAFIK mynd tilprýði. Þærfást í miklu úrvali hjá „Þetta var æðislega gaman og ég átti alls ekki von á því að sigra í keppninni“, sagði Bryndís Einarsdóttir úr Ytri- Njarðvík, en hún sigraði í keppni um Islandsmeistaratit- ilinn í „frjálsri aðferð“ í dans- keppni sem haldin var í Tónabæ fyrir u.þ.b. 2 vikum“. Hefur þú lært að dansa? „Já, ég er búin að vera í dansskóla í 10 ár, eða frá því að ég var 5 ára. Maður lærir nú kannski ekki svona ,free-style‘ dansa þar, en það hjálpar að vera í dansskóla. Ég æfði mig vel fyrir keppnina og fékk að- stöðu í Fjörheimum í Njarð- vík. Vinkona mín hjálpaði mér á æfingum, þegar ég var að semja dansinn, og sagði mér hvað henni fannst flott og hvað ljótt. Annars æfði ég mig bara sjálf. Sumir keppenda voru búnir að æfa undir leið- sögn leiðbeinanda og voru mjög góðir“. Hefur þetta breytt einhverju fyrir þig að vinna keppnina? „Nei, ekki get ég sagt það, en þetta er æðislega gaman. Það fylgir þessu ýmislegt, eins og t.d. viðtöl við blöð og út- varp (rás 2 sl. þriðjudag) og svo fékk ég utanlandsferð í verðlaun. Það er 3ja vikna ferð til Rhodos. Svo hef ég verið beðin um að sýna dans á skemmtistöðum í Reykjavík". Áttirðu von á því að sigra í keppninni? Til fermingargjafa og annarra tœkifœrisgjafa. Einnig mikið úrval afannarri hvítri gjafavöru. Bryndís Einarsdóttir, íslandsmeistari í Free-style dansi. Skúmur kom með Skarf „Nei, alls ekki. Takmarkið var að komast í úrslit. Þegar ég var búin að dansa í úrslitunum fór ég og klæddi mig og var komin í utanyfirföt þegar úr- slitin voru kynnt. Þá þurfti ég að skipta aftur um föt í snatri og drífa mig fram og dansa aftur. Það hjálpaði mér mikið að hópur af krökkum úr Njarðvíkunum kom til að fylgjast með úrslitunum og þau hvöttu mig vel og dyggi- lega, það munaði sko um það“. Hvað xtlarðu að gera í fram- tíðinni? „Ég ætla í Fjölbrautaskóla Suðurnesja næsta vetur, en framtíðardraumurinn er sá að læra að dansa og þá jafnvel er- lendis“, sagði Islandsmeistar- inn Bryndís Einarsdóttir að lokum. - kmár.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.