Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.03.1985, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 28.03.1985, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 28. mars 1985 11 helst að vera viðstadda þennan merka viðburð. Mæðraverndin hefur verið endurskipulögð til þess að hægt sé að ná sem best settu marki. Hafa ljósmæður mæðraverndarinnar unnið mjög markvisst að þessari uppbyggingu. Við leggjum ríka áherslu á gildi brjósta- gjafarinnar sem sýnt hefur verið fram á að veitir ný- buranum bæði líkamlega og andlega hollustu. Of- næmissjúkdómar eru fátíð- ari hjá börnum sem nærst hafa á móðurmjólkinni, auk þess sem mótefni flytj- ast frá móður til barns og veita þannig vörn gegn ýmsum sjúkdómum fyrstu mánuðina. Það er vissu- lega rétt að brjóstagjöfin er bindandi fyrir móðurina, en takist hún vel er upp- skera erfiðisins ríkuleg. Að- stæður geta vissulega verið slíkar, að ekki sé möguleiki að hafa barnið á brjósti. Þá er heldur engin ástæða til að fyllast sektarkennd, það er ekki tilgangurinn með okk- ar áróðri. Við viljum að- eins leggja áherslu á það sem vitað er um gildi brjóstagjafarinnar í dag“. Nýlega var stofnað áhugamannafélag um brjóstagjöf á Suðurnesjum. Hver er tilgangur þess fé- lags? „Fyrst og fremst að veita konum með börn á brjósti stuðning og auka áhuga fyrir brjóstagjöf með skipu- lagðri upplýsingastarfsemi. Hér staifa konur sem sjálf- ar hafa reynslu af brjósta- gjöf og geta miðlað öðrum þar af. Nú eru haldnir fundir reglulega fyrsta mánudag hvers mánaðar í anddyri Heilsugæslunnar. Þessi hópur stendur einnig fyrir fjölskylduleikfimi einu sinni í viku þar sem öll fjölskyldan getur komið saman, leikið sér og stupdað líkamsrækt. Ég trúi því að sú starfsemi eigi eftir að ná vinsældum“. Er úr sögunni að mæður á Suðurnesjum fari til Reykja- víkur til að fæða böm sín? „Nei, engan veginn. Konur eiga sjálfar að ráða hvar þær vilja fæða. Þær fé- lagslegu aðstæður geta jú verið til staðar að það henti betur að fæða annars staðar. Auk þess geta alltaf komið upp tilfelli sem send eru til Reykjavíkur, eins og yflrvofandi fyrirburðarfæð- ing, slæmar fóstureitranir, eða þær aðstæður séu hjá okkur að slíkt sé talið rétt- ara. í heildina held ég að all fleirri kjósi að fæða hér í Keflavík, enda væri annað óeðlilegt. Návist við ætt- ingja og heimilið hlýtur fyrst og fremst að ráða val- inu, ef hægt er að veita kon- unum nægjanlegt öryggi“. En má bæta starfið enn meir? Hvað er efst á óska- listanum? „Það má stöðugt bæta. Efst í huga mér er að hing- að fáist svæfingalæknir í fast starf, en leyfi fyrir þeirri stöðu hefur enn ekki fengist. Við höfum hingað til þurft að leita á náðir svæfingarlækna úr Reykja- vík, sem vissulega hafa reynst okkur vel, en slík starfsemi er óneitanlega ófullnægjandi. Ef hér væri svæfingalæknir í föstu starfi myndi það ekki aðeins auka öryggið, held- ur einnig gera okkur kleift að bæta þjónustu við fæð- andi konur. All flestum fæðandi konum er gefinn kostur á svokallaðri mænu- deyfingu, sem fyrir margar konur í erfiðri fæðingu get- ur verið náðarlausn. Slík þjónusta krefst nærveru sérmenntaðs svæfinga- læknis. Vonandi rætist úr þessari ósk okkar í náinni framtíð". Er einhver sérstakur þátt- ur í starfi þínu sem kven- sjúkdómalæknir, sem þú hef- ur lagt sérstaka áherslu á? „Já, síðustu tvö árin sem ég dvaldi í Svíþjóð kynnti ég mér sérstaklega rann- sóknir og meðferð á ósjálf- ráðum þvagleka hjá kon- um. Þetta vandamál er býsna algengt. Það er talið að milli 5 og 10% kvenna á öllum aldri hafi meiri og minni óþægindi vegna þessa. Margar konur þjást mikið og geta orðið þjóðfé- lagslega einangraðar vegna þess að þær þora ekki að dvelja manna á meðal af hræðslu við að „leka“. í Framh. á 22. síðu Konráð Lúðvíksson, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, við Sjúkrahúsið og Heilsugæsluna. FERMINGARSMELLIRNIR frá SJÓNVARPSBÚÐINNI Pessi fuilkomna tölva fæst nú á sérstöku páskatilboðs- verði. Innifalið í tilboðinu: Bit-90 tölvan, minnisstækkun, segulbandstæki, stýripinni, 10 leikir að eigin vali og allar tengisnúrur. PÁSKATILBOÐ HUGGULEGT FERÐATÆKI á vægu verði. Headphone fylgir. - Verð: 6.950, stgr. Vorum að fá fullt af nýjum leikjum. Kr. 11.770 stgr. Útb. 4000. - Est. 2-3 mán. ÚTVARPSVEKJARI - án efa sá ódýrasti á mark- aðnum. Rás II og rafhlaða. 3 gerðir. Verð frá kr. 1.650. KLASSATÆKI á góðu verði. Útvarp, segulband. Head- phone fylgir. Verð kr. 9.990, eða 3.000 út og eftirstöðvar á 3 mán. STÓR SMELLUR! Ferðatæki með útvarpi og segulbandi. - LM-MW-AM-FM stereo og mono. - Normal - crO - Metal. 15w hátalarar. Headphone fylgir. MEIRI HÁTTAR SÁND! - Verð kr. 11.700, eða kr. 4.000 út og eftirstöðvar á 3 mánuðum. FERMINGARBÖRN Til hamingju með daginn. SJÖftVARPSBÚDIN KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 54 - SlMI 3634

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.