Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 29. maí 1986 VÍKUR-fréttir r Ung skíðadrottning úr Keflavík Thelma Jónsdóttir Reykjavíkur- og Suðurnesja- meistari í viðtali Það hefur löngum veríð sagt um Suðumesjamenn að þeir eigi hæfíleikafólk á öllum svið- um. Iþróttir hafa verið þar ofarlega á blaði en þó höfum við sjaldan eða aldrei átt skíðafólk í fremstu röð. A þessu hefur nú veríð unnin bragarbót því nú höfum við eignast hvorki meira né minna en sjálfan Reykjavíkurmeistarann í íþróttinni. Það er Thelma Jónsdóttir, 12 ára Keflavíkurmær. Af þessu tilefni tókum við hana tali. Thelma í garðinum heima hjá sér með svig- og stórsvigsskíðin. Hvernig fórst þú að því að verða Reykjavíkurmeistari? „Fyrirkomulagið á keppn- inni er þannig að það eru haldin 4 mót og árangurinn úr þremur bestu mótunum gildir. Ég tók þátt í 3 mótum, vann tvö og varð önnur í því þriðja. Fyrir það fékk ég samtals 83 stig og það nægði mér til að sigra í keppninni.“ En þú ert úr Keflavík en ekki Reykjavík. „Já, ég æfi með ÍR og þess vegna get ég keppt í Reykja- víkurmóti.“ Er ekki erfitt fyrir Keflvík- ing að stunda œftngar? „Jú, það er það nú eigin- lega. Við byrjuðum á þessu fyrir þremur árum, ég og Rakel vinkona mín. Við för- um yfirleitt tvo virka daga í viku og svo um helgar.“ Hvernig farið þið? „A virku dögunum förum við með hálf-íjögur rútunni í „bæinn", þar tökum við svo aðra rútu kl. 17.15 uppí Hamragil. Þar skíðum við í l‘/2-2 klukkutíma, förum svo aftur með rútu í bæinn og tökum rútuna heim. Um helgar förum við svo yfirleitt með mömmu og pabba upp eftir en gistum svo hjá frænku minni í Reykjavík til að það sé styttra að fara aft- ur.“ Hvað finnst Reykvíkingum um að stelpa úr Kefavík sé að sigra þá? „Þeir eru svolítið hissa á þessu og líka því hvemig ég nenni að fara alla þessa leið með rútunni." Hefurður unnið einhverja fleiri titla? „Já, ég varð Suðurnesja- meistari um daginn, en það er nú ekki svo merkilegt því það var lítil samkeppni.“ Ætlarðu að halda áfram á nœsta ári? „Jahá, þetta er svo meiri- háttar gaman. Samt verður þetta erfiðara næsta ár því þá flyst ég upp um flokk og þá verða fleiri mót úti á landi.“ Stefnirðu langt? „Ja, ég veit það ekki, ætli ég reyni ekki bara að komast í landsliðið." Með þessum orðum Ijúkum við samtali okkar og vonandi er þama á ferðinni framtíðar landsliðskona í skíðaíþrótt- inni. -gæi. Fyrsti heimaleikurinn martröð 4:0 tap gegn Val Það var fremur fátt um fina drætti í leik Keflavíkur og Vals í síðustu viku. Jafn- ræði var með liðunum í byrj- un en eftir u.þ.b. 15 mín. leik höfðu Valsmenn náð foryst- unni. Keflvíkingar náðu að svara fyrir sig, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. í síðari hálfleik skoruðu Valsmenn svo þrjú mörk án þess að ÍBK næði að svara fyrir sig. Urslit leiksins því 4:0. I liði Vals munaði mikið um Sigurjón Kristjánsson sem lék í fyrra með Keflavík. Lið heimamanna var afar slakt eins og tölurnar sýna og aðeins tveir menn sem sýndu sitt rétta andlit, þeir Sigurð- ur Björgvins og Óli Þór Bjargað á síðustu stundu. Magnússon. Keflvíkingar sitja nú ásamt Eyjamönnum á botni deildarinnar. -gæi. Ljósm.: mad. Njarðvíkingar náðu jafntefli 1:1 gegn Selfossi Njarðvíkingar ætla greinilega ekki að gefa sitt eftir í baráttunni í 2. deild. Á laugardaginn komu Selfyssingar í heimsókn og hugðu margir þeim auðveldan sigur. Hófu þeir leikinn með miklum látum og náðu að skora mark þegar í upphafi. Njarð- víkingar náðu að jafna leikinn og var það Haukur Jóhannesson sem var þar að verki. Þrátt fyrir að í Selfoss- liðinu séu stór nöfn eins og Sigurður Halldórs- son og Jón G. Bergs, þá tókst þeim ekki að knýja fram sigur gegn baráttu- glöðum Njarðvíkingum. gæi. Víðismenn sóttu þrjú stig á Skagann Sigruðu ÍA 1:0 Víðismenn stóðu sig öllu betur en Keflvíkingar í þriðja leik sínum í 1. deildinni. Þeir léku gegn Skagamönnum á Akranesi og náðu að knýja fram sigur, þrátt fyrir stífa pressu heimamanna í síðari hálfleik. Grétar Einarsson skoraði eina mark leiksins. Víðis- menn hafa nú hlotið 4 stig í fyrstu deildinni. -gæi. Magnús sigraði - á opnu unglingamóti Fyrsta opna unglingamót- ið í sumar rór fram á Hólms- velli í Leiru sl. sunnudag. Suðumesjamenn stóðu sig nokkuð misjafnlega á heima- vellinum, en áttu þó sigur- vegarann m/forgjöh Það var Magnús Eyjólfsson, lék á 60 höggum nettó sem er mjög gott. Leiðréttingar vegna íþróttasíðu Ungur piltur vildi koma á framfæri eftirfarandi leiðrétt- ingu vegna þess að hann var nefndur röngu nafni í síðasta blaði. í grein um Reykjanes- mót, sem reyndar heitir Faxaflóamót, var sagt að Ell- ert H. hafi skorað eitt marka 2. flokks. Hið rétta er að hann heitir Eðvald Heimis- son og þetta var annað markið sem hann skorar á knattspymuferlinum. í frásögn um leik Víðis og FH slæddist orðið „ekki“ óvart inn á milli. Þar var sagt að leikurinn hefði „ekki“ far- ið fram við góðar aðstæður. Hið rétta er að auðvitað fór leikurinn fram við góðar að- stæður, gott veður og frábær völlur. Auglýsið í Víkur-fréttum Bjöm Knútsson GK sigr- aði án forgjafar, lék á 76 höggum en 65 nettó. Þátt- takendur í mótinu voru alls 47. -gæi. Púttmót Fyrsta púttmót sumarsins verður haldið laugardaginn 7. júní í Grindavík og hefst kl. 14.00. Keppt verður í tveim- ur flokkum karla og einum kvennaflokki. Skorað er á alla eldri borg- ara, sem hafa áhuga, að ger- ast félagar. Upplýsingar um klúbbinn veita Vilhjálmur Halldórsson, Garði, S. 7011, Jón Kristinsson, Keflavík, S. 1958 og Ragnar Magnússon, Grindavík, S. 8116. gæi. Golf- kennsla I dag og næstu fimmtu- daga verður nýr golfkennari starfandi í Leirunni. Hann er Englendingur og heitir Mart- yn Knipe. Skorað er á með- limi GS að nýta sér þjónustu hans, sem og Þorvaidar Ás- geirssonar, sem er á hverjum miðvikudegi í Lefrunni. gæi ■ Kjósum Víkur-fréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.