Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.03.1987, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 17.03.1987, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 17. mars 1987 ~í ^t\ w l.[ &*** * * Stúlkurnar níu í baðfötum, giæsilegur hópur. Berta Gerður Guðmundsdóttir, Ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja 1987. Dómnefndin hafði erfiðu hlutverki að gegna. Hér er hún saman komin. F.v. Þorbjörg, Gígja, Helga, Kristjana og Guðni. Hér er Kristín Jóna ásamt foreldrum sínum, Björgu B. Jónsdóttur og Hilmari K. Sölvasyni. Óskar Arsælsson, veitingastjóri, skenkir kampavíni í glös fyrir stúlkurnar eftir keppnina. VÍKUK mun juiUi Kolbrún Gunnarsdóttir krýnir hér Kristínu Jónu Hilmarsdóttur og setur á hana kórónuna sem hún hefur borið í eitt ár. KRISTÍN JÚNA HILMARSDÚTTIR . Ungfrú Suðurnes 1987“ Berta Gerður Guðmundsdóttir „Ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja“ Kristín Gerður Skjaldardóttir kosin „Vinsælasta stúlkan“ Kristín Jóna Hilmarsdóttir, 23 ára Keflvíkingur, var kjörin „Ungfrú Suðurnes 1987“ í Stapa á laugardagskvöld. Kolbrún Gunnarsdóttir, Ungrú Suðurnes 1986, krýndi hina nýju fegurðardrottningu sem dómnefnd valdi úr hópi 9 stúlkna. Ljósmyndafyrirsæta var kjörin Berta Gerður Guðmundsdóttir, tvítug Njarðvíkur- mær. Lokst völdu stúlkurnar úr sínum hópi vinsælustu stúlkuna og þann titil hreppti Kristín Gerður Skjaldardóttir úr Vogum. Frábær stemning var í Stapanum og var stúlkunum óspart fagnað af fullu húsi gesta. Höfðu menn á orði að langt væri síðan önnur eins skemmtun hefði verið í Stapanum. Kristín Jóna hlaut margar glæsilegar gjafir. Hún fékk 40 þús. kr. frá Sparisjóðnum í Keflavík, sólarlandaferð frá Ferðaskrifstofunni Terru, gullhring frá Georg V. Hannah, snyrtivörur frá Apoteki Keflavíkur og David Pitt og Co. og myndavél frá Litt'inn hjá Óla. Stúlkurnar voru allar leystar út með gjöfum frá Snyrtivöruversluninni Gloriu og Apoteki Keflavíkur. Dómnefnd var skipuð fimm fulltrúum, þremur frá framkvæmdaaðilum Fegurðarsamkeppni Islands, sem voru Kristjana Geirsdóttir, en hún var formaður nefndarinnar, Guðrún Möller, Ungfrú Island 1983 og Gígja Birgisdóttir, Ungfrú Island 1986. Fulltrúar Suðurnesjamanna voru þau Þorbjörg Garðarsdóttir og Guðni Kjartansson. Páll Ketilsson, sem Ijósmyndaði stúlkurnar fyrir keppnina, valdi „Ljósmyndafyrirsætu Suðurnesja 1987“ í samráði við dómnefndina. Keppnin, sem nú var haldin í Stapa, tókst i alla staði mjög vel. Krýningarkvöldið hófst með fordrykk og borðhaldi kl. 19 og síðan rak hver dagskrárliðurinn annan. Aður en kynningin á stúlkunum hófst söng Einar Júlíusson, hinn eini og sanni, nokkur lög með hljómsveit kvöldsins, Klassík, við mikla hrifningu. Undir borðhaldi lék Steinar Guðmundsson. Félagi hans og kynnir kvöldsins, Kjartan Már Kjartansson, stóðst ekki mátið og lék á fiðluna í nokkrum lögum. Ingimar Eydal, sem átti að sjá um „dinner-tónlistina", veiktist rétt fyrir keppnina og sá sér þvi ekki fært að mæta. Að lokinni krýningu lék hljómsveitin Klassík fyrir dansi, sem dunaði í glæsilega skreyttum Stapa til kl. 3 um nóttina. Undrunarsvipur færist yfir andlit Kristínar Jónu er kynnirinn tilkynnir úrslitin. Stúlkurnar fagna henni. Ljósmyndir: Oddgeir Karlsson, Margeir Vilhjálmsson og Páll Ketilsson. Þriðiudagur 17. mars 1987 7 Ungfrú Suðurnes 1987 með risaávísun frá Sparisjóðnum. Mikil stemning var áður og eftir að úrslitin voru kunngerð. Fólk stóð úr sætum sínum og klappaði stúlkunum lof í lófa. Mikill undirbúningur liggur að baki fcgurðarsamkeppni sem þessari. Nokkur fyrirtæki og einstaklingar lögðu ómælda vinnu af mörkum og voru fulltrúar þeirra kallaðir upp og afhcnt blóm. Þetta voru Víkurfréttir, Snyrtistofan Dana, Hársnyrtistofan Edilon, Sólbaðsstofan Perlan og íris Þrastardóttir skreytingameistari krýningarkvöldsins. Þær Ágústa Jónsdóttir og Birna Magnúsdóttir höfðu þó mestan hita og þunga af undirbúningi keppninnar og þjálfun stúlknanna. Þeim var klappað lof í lófa og afhent blóm fyrir frábæra frammistöðu. Kristín Gerður Skjaldardóttir var kosin vinsælasta stúlkan úr hópi keppenda.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.