Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.03.1987, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 17.03.1987, Blaðsíða 11
\)ÍKUR juUii Óheppnin elti Ragnar Margeirsson, knatt- spvrnumanninn kunna úr Keflavík, um helgina. Ragnar leikur með Waterschei í 2. deild belg- ísku knattspyrnunnar og í leik liðsins við Harelsbeke á laugardaginn misnotaði hann vítaspyrnu. Rétt áður hafði verið sparkað illi- lega í brjóst hans og af þeim sökum varð hann að fara af leikvelli seinna í leiknum. Honum lauk með sigri Waterschei 1:0. „Eg er að vona að ég sé ekki rifbeinsbrotinn‘% sagði Ragnar í samtali við Víkur-fréttir. Hann sagð- ist vera á leið t'l læknis- rannsóknar og fengi ein- hverja meðferð að henni lokinni. Ragnar hefur leikið sérlega vel í vetur og er hann talinn einn af bestu leikmönnunum sem leika í 2. deild. Á miðvikudaginn var skoraði hann úrslita- mark Waterschei gegn Geringen í belgísku bikar- keppninni. Úrlsitaleikirnir um ís- iandsmcistaratitilinn i körfuknattleik hefjast í Keflavík á fimmtudags- kvöldið. Þá leika Keflvík- ingar scm höfnuðu í öðru sætinu, við Valsmenn, sem urðu þriðju, og á föstu- dagskvöldið leika Njarð- víkingar sem urður efstir, við KR-inga, sem höfnuðu í fjórða sæti. Síðan fá Reykjavíkur- liðin heimaleik og þurfi þriðja leikinn til að fá úr- slit, fá Suðurnesjaliðin heimaleikinn. Reynismenn gerðu sér lítið fyrir og náðu jafntefli 23:23 gegn Aftureldingu úr Mosfellssveit í 2. deild ís- landsmótsins í handknatt- leik á miðvikudagskvöld- ið. Reynismenn björguðu sér úr mestu fallhættunni með því að ná þessu mikil- væga stigi og rýrðu um leið möguleika UMFA á að vinna sér sæti í 2. dcild á næsta ári. Keflvíkingar sigruðu Hauka 70:68 í Hafnarfirði á sunnudagskvöldið og var þetta síðasti leikur liðsins i úrvalsdeildinni. IBK hafði þegar tryggt sér annað sætið i úrvalsdeildinni fyrir þennan leik. Staðan í hálf- leik var 31:28 fyrir Hauka. Stlgin fyrir ÍBK skoruðu: Guð- jón Skúlason 21, Sigurður Ingi- mundarson 14, Gylfi Þorkelsson 12, Jón Kr. Gíslason 11, Hreinn Þorkelsson 6 og lngólfur Har- aldsson 6 stig. Þriðjudagur 17. mars 1987 11 ÍBK sigraði f Bikarkeppninni Þrír leikmenn úr liði ÍBK sem varð Bikarmeistari Suðurnesja í handbolta 1987. F.v.: Sigurður Björgvinsson, Björgvin Björgvinsson með bikarinn, og Jón Kr. Magnússon. Fyrir aftan þá má sjá Gísla H. Jóhannsson, formann handknattleiksdeildar IBK. Ljósm.: mad. Keflvíkingar urður sigur- vegarar í Bikarkeppni Suð- urncsja sem lauk um helg- ina. Þeir sigruðu í öllum sín- um leikjum með glæsibrag. Njarðvíkingar urðu í öðru sæti. Sandgerðingar urðu þriðju og lestina rak 1. flokk- ur ÍBK. Síðustu leikirnir í keppn- inni voru í Sandgerði á föstu- dagskvöldið og þá sigruðu Keflvíkingar Reynismenn með miklum yfirburðum. Síðan léku Njarðvíkingar við 1. flokk ÍBK og urðu Njarðvíkingar að sigra með miklum mun til að tryggja sér fyrsta sætið, en það tókst ekki þótt litlu munaði, og iauk leiknum 51:36 fyrir Njarðvík. Tölur sem minna frekar á leik úr körfubolta en handbolta. ÍBK marði botnlið Keflvíkingar voru með hepnina með sér þegar þeir mættu Frömurum í úrvals- deildinni í körfubolta í Hagaskóla á fimmtudags- kvöldið. Lokatölurnar urðu 83:81 fyrir ÍBK eftir að stað- an í hálfleik hafði verið 47:44 fyrir Fram. Ingólfur Haraldsson endurtók sama leikinn og í síðasta leik með því að skora tvö síðustu stig- in í leiknum. Tvo Ieikmenn vantaði í lið ÍBK, þá Ólaf Gottskálks- son sem er meiddur og Hrein Þorkelsson sem var veikur. Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 16, Sigurður Ingimundarson 14, Matti Ó. Stefánsson 13, Gylfi Þorkelsson 13, Guðjón Skúlason 13, Ingólfur Haraldsson 10 og Falur Harðarson 4 stig. Sigurður Ingimundarson ÍBK hefur verið að sækja í sig veðrið í síðustu leikjum og hefur verið einn af stiga- hæstu leikmönnum liðsins. Ljósm.: mad. (JMFN í úrslit Njarðvíkingar eru komnir í úrslit bikarkeppni KKÍ og mæta annaðhvort Val eða ÍR í úrslitum í Laugardalshöll- inni 10. apríl. Einsogviðvar búist sigruðu Njarðvíkingar Þór frá Akureyri i síðari við- ureign liðanna á föstudags- kvöldið í Njarðvík. Lokatöl- urnar urðu 86:80, í hálfieik var staðan 40:33. Flestir bjuggust við auð- veldum sigri Njarðvíkinga sem höfðu sigrað í fyrri leiknum á Akureyri með 26 stiga mun. En reyndin varð önnur og um tíma í síðari hálfieik náðu norðanmenn yfirhöndinni og sýndu heimamönnum þá góðu reglu að vanmeta ekki and- stæðinginn. Njarðvíkurlið- ið hefur oft leikið betur en í þessum leik og raunar í síð- ustu leikjum. Á næstunni reynir fyrir alvöru á getuna því Njarðvík keppir þá um tvo titla. Stig UMFN: Valur Ingimundar- son 23, ísak Tómasson 16, Helgi Kafnsson 14, Kristinn Finarsson 11, Teitur Örlygsson 10, Hreiðar Hreiðarsson 10 og Árni Lárusson 2 stig. Njarðvík vann Fram Njarðvíkingar sigruðu botnlið Fram 90:75 í úrvals- deildinni í körfubolta í Njarð- vík á sunnudagskvöldið. Staðan í hálfleik hafði verið 45:35. Njarðvíkingar urðu úrvalsdeildarmeistarar og af- henti formaður KKI, Björn M. Björgvinsson, þeim sigurlaun- in í lok leiksins. Framarar voru betri til að byrja með, en góður kafli Njarðvíkinga sneri dæminu við, þeir náðu 19 stiga forystu 41:22 og þennan mun tókst Frömurum aldrei að jafna. Allir fengu að leika í Njarðvíkurliðinu í þessum leik sem bar þess greinileg merki að hann hafði enga þýðingu um lokastöðuna. Árni Lárusson var besti maður Njarðvíkinga í þessum leik og hvað eftir annað náði hann að „stela“ boltanum hjá svifaseinum Frömurum. Teitur Örlygs- son skoraði grimmt í fyrri hálfleik en lék lítið með í þeim síðari. Hreiðar Hreið- arsson var líka ágætur. Stig UMFN: Teitur Ör- lygsson 31 j Hreiðar Hreið- arsson 15, Árni Lárusson 11, Helgi Rafnsson 8, ísakTóm- asson 7, Valur Ingimundar- son 6, Kristinn Einarsson 5, Ellert Magnússon 4 og Haf- steinn Hilmarsson 3 stig. Dómarar voru Sigurður Valgeirsson og Ómar Schev- ing. Jafntefli á Selfossi Njarðvíkingar urðu að sætta sig við jafntefli 23:23 gegn Selfyssingum í 3. deild Islandsmótsins í handknatt- leik á miðvikudaginn. Og misstu þar með af fyrsta sæt- inu til Selfyssinga sem skor- uðu jöfnunarmarkið á síðustu sekúndum leiksins. Leikurinn var æsispenn- andi frá upphafi til enda, jafnt var í hálfleik 11:11 og í síðari hálfleik skiptust liðin á um að halda forystunni. Njarðvík- ingar höfðu eitt mark yfir þegar 7 sekúndur voru til leiksloka en Selfyssingum tókst að nýta þennan stutta tíma til að jafna metin.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.