Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 8
\>ÍKlIR 8 Fimmtudagur 13. apríl 1989 molar Grín - Gagnrýni - Vangaveltur Umsjón: Emil Páll Oddur í öðru veldi Að dómi þeirra sem fylgj- ast með bæjarmálapólitík- inni á Suðurnesjum hefur enginn vafi verið á því að Njarðvíkingar hafa að und- anförnu veri einstaklega óheppnir við kjör fulltrúa meirihluta bæjarstjórnarinn- ar í hinar ýmsu nefndir. Minnisstætt er t.d. klúðrið við kjör fulltrúa í stjórn Vatnsveitu Suðurnesja s.f. Nú hefur komið upp annað klúðursmál. Það snýst um kjör fulltrúa í stjórn og full- trúaráð Gjaldheimtu Suður- nesja, þar sem bæjarstjóri Njarðvíkur, Oddur Einars- son, hefur gegnt stöðu stjórnarformanns. Stjórn SSS tilnefndi hann nú aftur í stjórnina, síðan átti Njarð- víkurbær að tilnefna tvo full- trúa í fulltrúaráðið en ekki tókst þar betur til en svo að þeir tilnefndu aðeins einn og hvern haldið þið? Odd Ein- arsson. Er hann því fyrir klúður bæði tilnefndur sem fulltrúi SSS og Njarðvíkur- bæjar. Verða þeir að fara í ellefu? Eitthvað virðast meiri- hlutarnir í bæjarstjórnum Keflavíkur og Njarðvíkur eiga erfitt með að koma sér saman um endanlega tölu stjórnarmanna í hinni ný- stofnuðu vatnsveitu. Nýlega var þeim fjölgað úr fimm í sjö svo kratarnir gætu þar haft meirihuta, að því er heimildir herma, eftir klúður við fulltrúakjör Njarðvík- inga. Nú er búið að kjósa í þessi sjö sæti en áfram er staðan sú að kratarnir hafa 'ekki meirihluta og fram- sóknarmenn í Njarðvík eiga engan fulltrúa. Þykir því nú allt eins líklegt að endanleg tala stjórnarmanna verði ell- efu. Með því móti yrði sama hlutfal! í gangi og í bæjar- stjórnum þessara tveggja byggðarlaga. Golfspil í Félagsbíói Fyrir þá sem þekkja Ómar Jóhannsson, höfund reví- unnar „Við kynntumst fyrst í Keflavík“, hefur lítið komið I á óvart, þó revían hafi fengið góðar undirtektir. Enda er hér mikill og gamansamur maður á ferð. Sem dæmi um gamansemina þá hefði sjálf- sagt engum nema honum dottið það í hug að mæta sem golfari með kylfu og kúlu og slá út í sal. Vakti þetta uppá- tæki hans mikla kátínu sem og verk hans allt saman. Vonandi fáum við fleiri verk innan tíðar á Qalirnar sem hann hefur samið. Lítil trú Þeir sem staddir voru í Grindavík, er björgunarað- gerðir við danska skipið, fóru fram, urðu þess vel áskynja að menn á staðnum höfðu litla trú á að skipinu yrði bjargað. Höfðu menn það jafnve! á orði að trú björgunaraðila á að björgun tækist væri hin mesta firra. Eftir að björgun tókst stóð ekki á kuningjum og vinum björgunarmannanna að koma til Njarðvíkur og fagna þessum stóra happ- drættisvinningi, sem trúlega hefur fallið í skaut Lyng- holtsmanna og manna Finn- boga Kjeld. Kátt í höllinni Fram að þessu hefur af- mælisdagskrá Keflavíkur tekist mjög vel og þar brást tónlistarhátíðin ekki vonum manna. Helst var það fólkið í salnum, sem virtist eiga erf- itt með að skapa nægjanlega stemningu. Þeir sem komu fram rifjuðu upp að Keflavík var sannarlega bítlabær hér í eina tíð. Annars var það at- hyglisvert hvað margir íbúar nágrannabyggðarlaganna lögðu leið sína í íþróttahúsið til að hlýða á tónlistarmenn- ina okkar. Sannar þetta enn einu sinni að í huga flestra Suðurnesjamanna, nema helst pólitíkusanna, eru Suð- urnes eitt byggðarlag. Fram úr björtustu vonum Þátttaka almennings í há- tíðarhöldunum er tengjast 40 ára afmæli Keflavíkurbæjar hefur farið langt fram út björtustu vonum forráða- manna hátíðarhaldanna. Mega þeir því vel við una. Ólafur Ragnar með frekju? Frá því að Suðurnesja- menn, fyrstir utan Reykja- víkur, settu á stofn gjald- heimtu hefurgjaldheimtuféð verið vistað í Sparisjóðnum, þar til skipting fer fram milli sveitarfélaganna og ríkisins. Enda ekkert eðlilegra en að útsvar Suðurnesjamanna sé vistað á svæðinu. Nú hefur Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, krafist þess að þetta fé verði geymt fram að skiptingu í Seðla- bankanum í Reykjavík. Segja menn að ástæðan sé sú að þar með takist honum að laga yfirdrátt ríkissjóðs. Gildir krafa þessi um allar gjaldheimtur landsins og hefur Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkt það. Sambandið hafði hinsvegar ekki heimild Suðurnesja- manna sem hafa mótmælt því kröftuglega að ríkissjóð- ur flytji með þessum hætti út- svars- og skattafé Suður- nesjamanna til Reykjavíkur. Fram að þessu hefur Ólafur Ragnar þó haldið sinni stefnu í málinu. Mikið „plott“ Fyrir stjórnarfund í Hita- veitu Suðurnesja í síðustu viku var mikill órói í ýmsum ráðamönnum vegna þess að þá var framundan að ákveða embættisskipan stjórnar- manna. Þeir sem vildu breyt- ingar gerðu allt til þess, s.s. að beita pólitík eða krefjast „róteringar" þ.e. að staðan færist samkvæmt áður ákveðinni reglu milli sveitar- félaganna. Voru það einkum kratarnir sem ætluðu sér for- manninn og komu því með Baðinnréttingar - allar stærðir STÍLHREIN Sjáirðu aðra betri þá kaupirðu hana! Mtfl ^iW mi iií íil DUGGUVOGI23 S35G09 þessar hugmyndir. Fyrst ætl- uðu þeir sér að Hannes Ein- arsson yrði næsti formaður en þegar séð var að ekki væri fylgi við það var það Ólafur Thordersen, en allt kom fyrir ekki, Ólafur fékk aðeins þrjú atkvæði en mótframbjóð- andinn, Ómar Jónsson úr Vogum, fékk fimm atkvæði. Einn seðill var auður. Telja menn víst að Ólafur hafi fengið atkvæði sitt, Keflavík- ur og annars ríkisfulltrúans en hinn ríkisfulltrúinn eða jafnvel Keflvíkingurinn hafi skilað auðu. Hin sveitarfél- ögin, fimm að tölu, hafi öll staðið að baki Ómari m.a. til að sýna krötunum í tvo heimana. Hafnamenn á Hafnargötunni Þeir Hafnamenn sækja stíft á Hafnargötuna í Kefla- vík. Dæmi þar um er Hafna- maðurinn Geir Reynisson í Nesbók. Hann hefur nú keypt verslunarhúsnæði það sem Aþena er í og hyggst flytja verslun sína þangað. Nokkrum húsum neðar hef- ur annar Hafnamaður, Ólaf- ur Eggertsson, keypt af kaupfélaginu hús það sem bruni kom upp í sl. haust. Hafa heyrst fréttir af því að í þeim hluta sem áður hýsti fatabúðina verði barnafata- verslunin Aþena til húsa en sögur herma að fyrrum starfsstúlka Geirs í Nesbók hafi keypt þá verslun. Kiddi Pé við skriftir Fréttir berast nú af því að einn umtalaðasti tollvörður- inn á Suðurnesjum, Kristján Pétursson, sé nú með bók í smíðum er greina muni frá ýmsu er á daga hans hefur drifíð í starfi. Verður þar án efa margt forvitnilegt og bókin því kannski metsölu- bók, en höfundurinn er að hætta störfum hjá embætti lögreglustjórans á Keflavík- urflugvelli. Keflavík verður kratatík Það finnst mörgum nóg um uppgang kratanna í póli- Ólafur Eggertsson hefur nú fest kaup á brunarústum kaupfélagsins að Hafnar- götu 30 í Keflavík. Virðist þar með vera útséð með öllu að þarna komi útivistar- svæði. Mun hann vera byrj- tíkinni í Keflavík. Hvað ætli þeim fmnist þá um það að nú um helgina fer fram heilmik- il kratasamkoma á Flug Hóteli, þar sem formenn allra landsfélaga krata koma saman ásamt ráðherr- um og þingmannaliði flokks- ins? Óánægja í hverfínu Þar sem veitingahús eru inni í íbúðahverfum vill oft bera á óánægju þeirra íbúa sem eru næstu nágrannar slíkra staða. Nú eru það ná- grannar við veitingahúsið Brekkuna, sem í dag heitir víst Píanó-barinn, sem kvarta sáran yfir hávaða og ónæði. Virðist því staðsetningin ekki passa alveg nógu vel. Ómar vinnur sig hratt upp stigann Það eru ekki mörg ár síðan Ómar Jónsson var óbreyttur starfsmaður Hitaveitu Suð- urnesja. Síðan skellti hann sér út í bæjarmálapólitík og áður en hann vissi af var hann orðinn oddviti hrepps- félagsins sem hann býr í. Nú er svo komið að hann hefur tekið við formennsku í stjórn Hitaveitunnar. Má því segja að frami hans hafi orðið snöggur innan fyrirtækisins, frá því að vera venjulegur starfsmaður og enda á fáum misserum í toppstöðunni. Eldi h.f. í eigu Keflavíkurbæjar Alþýðublaðið tók viðtal við forseta bæjarstjórnar Keflavíkur á dögunum í til- efni af 40 ára afmæli Kefla- víkurbæjar. Meðal þess sem blaðamenn blaðsins komust að raun um og fluttu lesend- um sínum var að Keflavíkur- bær væri einn stærsti hlut- hafinn í fiskeldisfyrirtækinu Eldi h.f. Ekki er víst að Grindvíkingar séu sáttir við það, en hitt getum við upp- lýst bæði Alþýðublaðið og Önnu Margréti Guðmunds- dóttur um að Keflavíkurbær er stór hluthafi í Útgerðar- félaginu Eldey h.f. Við höf- um ekki fyrr vitað um hlut- deildina í hinu fyrirtækinu eða veit einhvér annar um það? aður á endurbótum í þeim hluta hússins sem áður hýsti fatadeildina, enda skemmd- ir fremur litlar þar. Sam- kvæmt heimildum mola stefnir hann að því að koma þeim hluta í leigu hið fyrsta. Brunarústirnar endurbyggðar?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.