Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 19
\)iKun jUttit Sandgerði: Góð veiði hjá smærri línubátum Þokkaleg veiði var hjá Sandgerðisbátum í síðustu viku. Smærri línubátar fengu margir góðan afla og hand- færasjómenn léku einnig sama leik. Bliki var efstur dragnótabáta með 36,3 tonn eftir sjö róðra, Sæljómi var með 30,7 í sex og Reykjaborg 29.2 í sex róðrum. Jón Gunnlaugs var 35,9 tonn á línu í þremur róðrum, Freyja 31.3 tonn og Una í Garði 28,8 tonn, allir í þremur. Af smærri línubátum var Sóley með 27,5 eftir fimm róðra, Kristín 24,4 tonn og Bjarni 21,2 tonn, allir eftir fimm róðra. Arney var langhæst neta- báta með 95,6 tonn eftir sex róðra en næstur kom Barð- inn með 69 tonn í fimm róðr- um. Handfærasjómenn gerðu það gott í síðustu viku. Efst- ur var Kópur með 8,1 tonn, Gaui Gísla með 6, 2 tonn, Skúmur6,l tonn ogGlampi 5,7 tonn eftir vikuna. Sam- tals lönduðu handfærasjó- menn 86 tonnum eftir 100 róðra. Að lokum landaði togar- inn Haukur um 80 tonnum af karfa og Dagfari landaði tvisvar sinnum, samtals 866 tonnum af loðnu. Vitinn Sandgerði: Bauð fermingarbörnunum og foreldrum til veislu í mörgum sveitarfélögum á Suðurnesjum er það orðin árviss regla að fermingar- börn komi saman að loknum fermingardeginum til að ræða málin. Fermingarbörn í Sandgerði fengu rausnar- MESSUR Keflavíkurkirkja Sunnudagur 16. apríl: Guðsþjónusta kl. 11. Athugið breyttan messutíma. Kór Kefla- víkurkirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Mánudagur 17. apríl: Aðalfundur Systra- og bræðrafél- agsins verður í Kirkjulundi kl. 20:30. Fimmtudagur 20. apríl, Sumardagurinn fyrsti: Skátaguðsþjónusta kl. 11. Skátar aðstoða. Sóknarprestur Kálfatjarnarkirkja Fermingarmessa sunnudaginn 16. april kl. 13:00. Sóknarprestur Útfararþjónusta Lionsklúbbsins Garði. SÍMSVARl 27960. legt boð að loknum ferming- ardeginum um þarsíðustu helgi. Stefán Sigurðsson, veitingamaður í Vitanum, bauð öllum börnunum ásamt foreldrum til veislu. Voru bornir fram gos- drykkir, snakk, ídýfur og kaffiveitingar. Eftir að góð- gætisins hafði verið neytt og foreldrarnir farnir heirn var slegið upp diskóteki, þar sem allir skemmtu sér konung- lega fram eftir kvöldi. Fermingarbörnin i góðu yfirlæti á Vitanum, Aðalbókari Aðalstöðin h.f. auglýsir stöðu aðalbókara lausa til umsóknar. Leita er eftir einhverj- um með mjög góða bókhaldskunnáttu. Skilyrði er að umsækjandi hafi góða reynslu af tölvuvinnslu og geti hafið störf sem fyrst. Bókhald fyrirtækisins er fært á IBM System 36. Umsóknir skulu vera skriflegar með upplýsingum um viðkomandi og fyrri störf. Umsóknir sendist Aðalstöðinni h.f., Hafn- argötu 86, Pósthólf 74, Keflavík, fyrir 18. apríl ’89. Upplýsingar ekki veittar í síma. Fimmtudagur 13. apríl 1989 19 Til sölu byggingaréttur að 289 m2 iðnaðarhúsnæði í Grófinni, Keflavík. Búið er að fylla undir sökk- ul. Einnig byggingaréttur að Iðavöll- um, Keflavík, að 750 m2 húsnæði, meðallofthæð verður 6,6 m. Bygging- in hentar vel fyrir veggjatennis. Má greiðast með skuldabréfi. Upplýsing- ar í síma 12500 og 11753. Útivistartími barna Samkvæmt lögum um útivistartíma barna á tímabilinu 1. maítil 1. september, er börn- um 12 ára og yngri ekki leyfilegt að vera á almannafæri eftir kl. 22 nema í fylgd með fullorðnum. Sömuleiðis er börnum yngri en 15 ára óheimil útivist eftir kl. 23, nema í fylgd með fullorðnum eða á heimleiðfrá viðurkenndri æskulýðsstarfsemi. Barnaverndarnefnd Keflavíkur Bifreiðaeigendur ATHUGIÐ! Allar almennar bílaviðgerðir Annast þjónustu fyrirSubaru, Nissan, Daihatsu, Volvo, Mazda og Honda. Einnig smurþjónusta, Ijósastillingar, perusala og Ijósaviðgerðir. Bifreiðaverkstæði • Grófin 8 • Sími 11266 INGÓLFS ÞORSTEINSSONAR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.