Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 4
4 Víkurfréttir 30. apríl 1992 Helgarmatséðill Forréttur Ferskur, mareneraöur gjölnir í sítrónusafa, hvítlauk og rósapipar 890,- Aðalréttir Ristaður gjölnir og heill humar í „villi- svepparagout" 1.525,- Djúpsteiktur, beikonvafinn gjölnir meö graslaukssósu 1.425,- • Húsið er illa farið og því ekki að furða að krafist sé niðurrifs á því. Ljósm.: epj. Aðgerðir Heilbrigðiseftirlits: Fiskvinnsluhús rifið Súpa og kaffi fylgir þessum aðalréttum. Einnig fjölbreyttir réttir á matseöli hússins. NÝTT Á SUÐURNESJUM Grillaöur kanadískur risahumar á salatbeði, borinn fram með hvítlauksbrauði Sími 15222 á kostnað eiganda í gærmorgun hófust að kröfu Heilbrigðiseftirlits Suðumesja, framkvæmdir við að rífa niður fiskvinnsluhús í eigu Guð- mundar Ingvarssonar við Kot- húsveg í Garði. Um er að ræða hús sem var á sínum tíma í notkun hjá Garðskaga hf. og nú síðast fyrirtækinu X-port. Að sögn Magnúsar Guð- jónssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins, hefur eigandi ekki sinnt óskum um að hreinsa til eða fjarlægja húsið og því lét eftirlitið nú fram- kvæma hreinsunina á kostnað eiganda. TIL SÖLU Grófin 18 c Keflavík, iönaðarhúsnæöi á tveimur hæöum, samtals 510 ferm. aö gólffleti (Grunn- flötur húss 255 ferm). Góöir greiðsluskilmálar. Upplýsingar um verö og skilmála fást hjá: Daða Þ. Þorgrímssyni, Sparisjóðnum í Kefiavík, sími 16600 Fasteignasölunni, Hafnargötu 27, Keflavík, sími 11420 $$ SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK Ljósm.: epj. • Slökkviliðið komið í námuna á mánudag. Brunavarnir Suöurnesja: Fjögur útköll í húsabrennulager Slökkvilið Brunavama Suð- umesja var kallað út fjórum sinnum um síðustu helgi vegna þess að krakkar höfðu kveikt húsarústum í grjótnámunni norðan við Heiðarbyggð í Keflavík. Erfjórða útkallið kom að morgni mánudags, voru starfsmenn Keflavíkurbæjar fengnir á staðinn með gröfu og flutningabíl og að loknu slökkvistarfi voru rústirnar fluttar upp í Sorpeyðingarstöð. I námunni voru rústir sumra þeirra liúsa sem bærinn hefur látið fjarlægja að undanfömu og stóð til að brenna þær, annað -hvort í hagstæðri vindátt, eða geyma þær til áramóta sem efnivið í áramótabrennu. A- stæðan er sú að þegar kemur að áramótum er erfitt að fá efnivið í brennur og í fyrra áttu þeir slíkan efnivið í námunni frá húsunt sem bærinn hafði áður fjarlægt og því hugðust þeir endurtaka leikinn nú. Hrifning með gjölnirinn Mjög góð aðsókn var í veitingamar sem unnar voru úr gjölni á Flug hóteli um síðustu helgi. Að sögn Þorsteins Jónssonar var fólkið mjög hrifið með þessa nýju fisktegund sem var á boðstólum. Þeir hjá Flug hóteli bæta nú enn um betur og bjóða um helgina risa Kanadískan humar. Nánar um það í auglýsingu annars staðar í blaðinu í dag. Reiknistofa fiskmarkaða stofnsett Fiskmarkaður Suð- umesja ásamt Fiskmarkaði Snæfellsnes og þeim á Isa- firði hafa stofnað með sér fyrirtæki er nefndist Reiknistofa fiskmarkaða hf. Er fyrirtækið til húsa hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Njarðvík. Að sögn Ólafs Þ. Jó- hannssonar, fram- kvæmdastjóra FMS, mun hið nýja fyrirtæki annast rekstur tölvubankans sem þeir hafa verið að þróa að undanfömu varðandi sam- tengingu markaðanna. Þá mun það sjá um þátt á- byrgðar gagnvart kaup- endum og sjá um innheimtu milli markaðanna. Nægir fiskkaupendum því að hafa fullgilda ábyrgð á einum markaðanna til að mega kaupa fisk á þeim öllum. Sagði Ólafur þetta auð- veldaði mjög samstarfið milli markaðanna. Handar- brotnaðií úrekstri Ökumaður létts bifhjóls handarbrotnaði fyrir ofan úlnlið við árekstur framan við Aðalstöðina á Hafn- argötu aðfaranótt sunnu- dags. Bifreið var ekið út af plani stöðvarinnar og fyrir bifhjólið með fyrrgreindu Nýgræðingur velti Ungur ökumaður velti bifreið sinni í Kúagerði snemma sl. sunnudags- morgun. Ökumaðurinn er 17 ára gamall og hafði að- eins haft ökuréttindi í einn dag þegar óhappið varð. Engan sakaði og aðeins hlutust minniháttar skrám- ur. Útgefandi: Víkurfréttir hf. ^ Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717, 15717. Box 125, 230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. - Ritstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25917. Páll Ketilsson, heimas. 13707, hílas. 985- 33717. - Frétta- deild: Emil Páll Jónsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Iþróttir: Margeir Vilhjálmsson. - Auglýsingadeild: Páll Ketilsson. -Prófarkarlestur: Garðar Vilhjálmsson - IJpplag: 6100 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suöurnes. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóðritun. notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Umbrot, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS hf. Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.