Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.1994, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 03.11.1994, Blaðsíða 12
12 3. NÓVEMBER 1994 WlfURPRÉTTIR VIOSKIPTHVINIR RTHUGID! Jóhanna Óladóttir hefur hafið störf að nýju. Tímapantanir í síma 14848 HARGREIÐSLUSTOFAN £Laúan5 Vatnsnestorgi-Sími 14848 TQNLEIKAR Karlakór Keflavíkur heldur söngtónleika í Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20:30, í Víðistaðakirkju laugardaginn 5. nóv- ember kl. 17:00 og Selfosskirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 17:00. Söngstjóri er Vilberg Viggósson. Undirleikari er Peter Máté og mun hann einnig leika einleik á tónleikunum. Miðasala við innganginn. Stjórnin. ♦ Gísli Guðfinsson með stærsta laxinn t Stóm Laxá í Hrepmim í sumar. Gísli veiddi einn stærsta Jax sumarsins ísli Guðfinnsson, útgerðarmaður í Keflavík veiddi einn stœrsta lax á nýliðnu sumri. Tuttugu og sex punda hœngur beit á Devon-inn hjá Gísla í Stóru Laxá í Hreppum 10. sept. sl. Askrifendur Stöðvar 2 á Suðurnesjum fá nú enn betri þjónustu Stöð 2 hefur gengið til samstarfs við 2 þjónustufulltrúa á Suðurnesjum. Þeir veita áskrifendum alla almenna þjónustu auk þess sem þeir taka við nýjum áskrifendum. Þjónustufulltrúarnir hafa yfirumsjón með afhendingu nýrra myndlykla á sínu þjónustusvaeði og að sjálfsögðu geta nýir og núverandi áskrifendur sótt nýjan myndlykil til þeirra. Þjónustufulltrúar Stöðvar 2 á Suðurnesjum eru: Staður Þjónustufulltrúi Heimilisfang Grindavík Rafborg hf. Víkurbraut 1 Keflavík Stapafell hf. Hafnargötu 29 QsiÍB-2 „Maður kiknaði í hnjánum. Þetta var tveggja og hálfs tíma barátta við kvikindið. Hann lagðist í þrjú korter", sagði Gísli sem sagðist hafa séð fiskinn taka um þrjá metra frá klettinum í Myrkhyl. „Mér dauðbrá en þetta var skemmtileg barátta". Lætin í hængnum voru mikil þó hann hafi lagst svona lengi. Hinn tímann djöflaðist hann í ánni og Gfsli sagði að 40 punda línan á stönginni hefði verið ónýt eftir „slaginn". Gísli setti í'ann kl. 12:15 og landaði honum kl. 14:40 fyrri dag hollsins í ánni. Gísli er í góðum hópi manna sem hefur farið nokkur undanfarin ár í Stóru Laxá og þeir félagar hafa gert góðar ferðir í ánna. f fyrra veiddi einn þeirra, Stefán Einarsson þrjá væna fiska þannig að hollið er ekki óvant vænum fiskum. „Við fengum átta af 52 fiskum sem veiddust í ánni í sumar. Það er kannski einhver lukka yfir hollinu", sagði Gísli. Siggi fékk 17 punda... Eins og fyrr segir var fiskurinn sá stærsti í ánni í sumar og einn sá stærsti sem veiddist á öllu landinu í sumar. I þessum sama túr fékk Sigurður Jónasson 17 punda lax. En það voru fleiri Suðurnesjamenn sem veiddu stórlaxa í Laxánni í sumar. Ragnar Halldórsson, bæjarfulltrúi og verktaki fékk 20 punda lax, einnig í Myrkhyl. Þá fékk Birgir Ingi- bergsson 23 punda maríulax á hinn vinsæla devon á neðra svæði Laxárinnar í sumar. Berrassaðir / bláa lóninu Það er stranglega bannað að vera berrassaður í Bláa lóninu og það sérstaklega að næturlagi. Lög- reglan í Grindavík gómaði sjö næturgesti sem höfðu slegið upp partýi í Bláa lóninu að næsturlagi um síðustu helgi. Nokkrir aðrir úr „partýinu" komust undan á hlaupum og hurfu út í hraunið. Að sögn lögreglunnar í Grindavík var þetta ungt fólk af báð- um kynjum sem gerði sér glaðan „dag“ í lóninu. Bláa Íónið er vel vaktað þannig að óboðnir nætur- gestir geta alltaf átt von á að vera „nappaðir" af löggunni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.