Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 15
Vetnishagkerfi á íslandi: Hugmyndin er nálæg framtíðinni Breska tímaritið The Economist fjallaði nýverið um hugmyndir á Islandi um að nota vetni unnið úr jarðhita sem eldsneyti og vísaði þar m.a. til framtaks þingmanns Suðurnesjamanna Hjálmars Árnasonar sem á sér þann draum að Island verði fyrsta „vetnishagkerfið“ þar sem vetni kæmi í stað kolefn- iseldsneytis eins og díselolíu og bensín. í greininni er vilji Islendinga til þess að nýta vetni m.a. rak- in til þess að ástæða sé til að auka fjölbreytni i hagkerfi sem byggir að mestu leyti á ftski auk þess sem mikill vilji sé hér á landi fyrir því að upp- fylla skilmála Río-sáttmálans um að draga úr útgufun koltvíildis. Að sögn Hjálmars hefur greinin vakið mikla athygli og áhuga og þegar hefur verið haft samband við hann frá Bandaríkjunum og Bretlandi auk þess sem að japönsk sjón- varpstöð er á leiðinni til lands- ins til þess að fjalla um málið. Boltinn fór að rúlla eftir þingsálvktunartillögu „Það er ekki oft sem að Is- lands er getið í einu virtasta tímariti heims og hefur það greinilega vakið mikinn áhuga. Ástæða þess að ég er bendlaður við þetta er sú að ég flutti þingsályktunartillögu Ný herrafataverslun opnar á morun við Hafnargötu 25 í Keflavík og ber nafnið TÖFE Það er ungur Keflvíkingur, Jakob Hermannsson sem er eigandi hennar. Jakob er sonur Hermanns Guðjónssonar annars eiganda verslunarinnar Miðbæjar í Keflavík. Tveir Keflvíkingar em í bankaráði Landsbankans hf. en honum var breytt í hlutafélag í bær. Þetta em kratadrottningin Anna Margrét Guðmundsdóttir og Itirgir Runólfson. hagfræðingur og gjaldkeri Knattspymuráðs Kefla- víkur. Formaður ráðsins Helgi Guðmundsson mun einnig vera ættaður af Suðumesjum. Harpa Lind Harðardóttir. feg- urðardrottning sagði í léttum dúr þegar hún kom heim úr Ungfrú Evrópu að stúlkurnar sem hættu við þátttöku hefðu verið í keppn- inni um „Ungfrú heim!!“. um þetta mál í vetur og í kjöl- farið hefur boltinn farið að rúlla. Upphaftð má rekja til þess er ég stýrði nefnd á veg- um iðnaðarráðherra til þess að skoða möguleika á að vinna úr magnúsíumáli. Ekki aðeins flytja það út sem hráefni held- ur vinna úr því hér. Við feng- um til þeirrar nefndar inn- kaupastjóra Wolkswagen verksmiðjanna í Þýskalandi sem jafnframt ræddi við Hita- veitu Suðurnesja í tengslum við magnúsíumverksmiðju. „Ég hef verið í sambandi við framkvæmdastjóra leiðandi fyrirtækis í Evrópu á þessu sviði og hefur hann og fulltrú- ar íyrirtækisins komið hingað til lands. í haust kemur sendi- nefnd frá Þýskalandi til þess að skoða þetta og eru helstu ástæður fyrir þessum áhuga tvær. Annars vegar mengun sem þjóðþing allra landa eru að glíma við núna eins og minnkun á kotvíoxíðmengun en vetni er algjörlega vist- vænn orkugjafi. Hins vegar sú Formaður Benz verksmiðjanna hefur lýst því yfir að vetni verði orkugjafi 21. aldarinnar og flest önnur bílafyrirtæki eru að þróa þessa hugmynd... Með honum í var lögfræðing- ur fyrir þýska bílaframleið- endur og það er hann sem fer að nefna áhuga á framleiðslu á vetni. I kjölfarið fór ég síðan að grugga í þessu og hef núna verið skipaður formaður nefndar sem að á að gera til- lögur varðandi nýtingu inn- lendra orkugjafa". Vemi er unnið úr vami og raf- magni sem er eitthvað sem Is- lendingar eiga nóg af og að sögn Hjálmars vekur sú stað- reynd rnikinn áhuga útlend- inga. Olíulindir jarðar fara að minnka staðreynd að því hefur verið spáð að upp úr 2015 farið ol- íulindir jarðar að minnka sem þýðir að verðið rýkur upp úr öllu. Þetta gerir það að verk- um að tækniþróunin á þessu sviði er svo hröð að menn hafa varla undan að fylgjast með. En menn einblína á ís- land vegna vatnsins og raf- magnsins auk þess sem að spennandi er að gera tilraunir hér. Einnig er landið svo lítið að auðvelt er að halda utan um slíkar tilraunir og þá er hægt að yftrfæra reynsluna til annarra þjóða“. Þekkist slík nýting á vetni er- lendis? Bíll knúinn vetni. „Menn eru að gera tilraunir og hefur BMW t.d. nýlokið smíðum á bíl sem knúinn er vetni. Hann kemst upp f 170 km. hraða og fer 400 km. á fyllingunni. Formaður Benz verksmiðjanna hefur lýst því yftr að vetni verði orkugjaft 21. aldarinnar og flest önnur bílafyrirtæki eins og Benz og Chrysler eru að þróa þessa hugmynd. Þessi hugmynd er ekki íjarlæg framtíð heldur er hún mjög nálægt okkur og því er lag að byrja slíkar tilraunir. Nefndin sem Hjálmar veitir forstöðu ntun skila áfanga- skýrslu í september en stefnt -segir Hjálmar Árnason alþing- ismaðuren vitnað er í hann í síðasta tölu- blaði The Economist er að því að hún ljúki endan- lega störfum í febrúar. „Með áfangaskýrslunni von- umst við til þess að fyrstu skrefm verði stigin enda vinn- an þegar hafin. Vtð flytjum 10 milljarða út á ári út úr efna- hagskefi okkar við það að kaupa olíu og bensín. Með því að halda þessu hér erum við að spara gjaldeyri, skapa störf og getum jafnvel farið að flytja út“. Telur þú þetta raunhæfan möguleika? ,Já, og þeim mun meira sem ég kynni mér málið því raun- hæfara er þetta“, sagði Hjálmar Ámason, þingmaður að lokum. Viðskip ta vinir athugið! Höfum bætt við okkur þjónustuna. Nú bjóðum við upp á pústviðgerðir og ísetningar í allar gerðir bila. 10% afsláttur af pústviðgerðum út september '97. Sjáumst! Hjólbarðaþjónusta Guðmundar Hafnargötu 86 - Aðalstöðin • Keflavík - Sími 421-1516 * T* T ^ ...viltu dansa? $ Ð • Samkvæmisdansar • Gömlu dansarnir • Tjútt og Rock 'n Roll • Kántrý (Línudans) • Barnadansar, yngst 4 ára. Upplýsingar og innritun ísíma 421 4082, kl. 17-20 Fjölskyldn- og systkinaafsláttur. 10 tíma dansnámskeið hefst 16. september Innritun hefst í dag og stendur til 14. sept. na yiidií Víknrfráttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.