Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 21
ur en 1-0.“ Það voru orð að sönnu. Markmað- urinn Andoni Zubizaretta spurði þjálfara sinn hvernig hann vildi að liðið myndi verjast í föstum leikatriðum, eins og hornspyrnum. „Hvernig í ósköpunum á ég að vita það?“ svaraði Cruyff. „Þú ræður. Þú hefur meiri áhuga á hvernig skuli verjast hornspyrnu heldur en ég.“ Þar með var það útrætt. Eftir að hafa farið vel yfir leikkerfið á æf- ingasvæðinu fóru leikmenn liðsins að kunna vel við hugmyndir Cruyff. Hann var þrátt fyr- ir allt einn besti knattspyrnumaður sögunnar og tók þátt í að stofna La Masía, eitthvað hlaut maðurinn að vita! „Við elskuðum að spila 3-4-3,“ sagði Euse- bio, sem lék yfir 250 leiki undir stjórn Cruyff, og hafði á orði að frelsið sem leikmenn höfðu á síðasta þriðjungi vallarins félli vel í kramið hjá þeim. Upphafið að endalokunum Eftir að hafa unnið hvern titilinn á fætur öðr- um fór að halla undir fæti eftir að Draumalið- ið var niðurlægt 4-0 á móti AC Milan í úrslita- leik Evrópukeppninnar árið 1994. Í aðdraganda leiksins sagði Cruyff við fjölmiðla að liðið hans væri mun líklegra til þess að vinna titilinn. „AC Milan eru ekkert stórkost- legir. Þeir byggja leik sinn á varnarleik, en við á sóknarleik.“ Skellurinn gegn Ítölunum breytti öllu. Cru- yff taldi tímabært að hrista upp í leik- mannahópnum, seldi fjölmargar stjörnur og hann fékk inn nýja leikmenn, ýmist úr La Masía eða aðkeypta. Meðal stórstjarna sem Cruyff lét fara var brasilíski framherjinn Romario. „Hann er langt frá því að vera jafn góður og ég var,“ fullyrti Cruyff á sínum tíma. „Ég gerði samherja mína betri en eina sem hann getur gert er að pota boltanum yfir marklínuna.“ Daginn fyrir síðasta heimaleik Barcelona vorið 1996 var Cruyff kallaður á fund með varaforseta félagsins, Joan Gaspart. Knatt- spyrnuþjálfarinn Bobby Robson hafði verið orðaður við starf Hollendingsins í fjölmiðlum og var Cruyff handviss um að Nunez, forseti félagsins, stæði á bakvið þær aðgerðir. Gasp- art var mættur til að tilkynna Cruyff endalok hans hjá félaginu. Hótaði að hringja á lögregluna „Hvernig í ósköpunum má það vera að Nunez geri þetta ekki sjálfur, augliti til auglitis?“ brást Cruyff við. Upphófst mikið rifrildi á milli þeirra sem endaði á því að Gaspart hót- aði að hringja á lögregluna ef Cruyff myndi ekki yfirgefa Nou Camp, heimavöll Börsunga, á stundinni. „Eftir á að hyggja voru það mistök að gefa honum útskýringu á ákvörðuninni,“ sagði Ga- sport síðar. „Það gerði allt saman aðeins verra. Við misstum okkur báðir.“ Glæstur þjálfaraferill Cruyff hjá Barcelona tók snögg- an enda og vandaði hann ekki Nunez kveðj- urnar. „Fólk eins og Nunez verður ekki for- maður vegna þess að því líki knattspyrna, heldur vegna þess að því líkar við sjálft sig,“ útskýrði Cruyff. Vissi ekkert um leikinn fyrir kynnin við Cruyff Pep Guardiola, þjálfari Bayern Munchen og næsti þjálfari Manchester City, komst upp í gegnum La Masía og í aðallið Barcelona fyrir tilstuðlan Johan Cruyff. Pep var lágvaxinn og renglulegur en Cruyff tók eftir hæfileikunum og hversu miklum gáfum hann bjó yfir. „Hann er ungur, hann mun stækka með tímanum,“ sagði Cruyff. Og það gerði hann. Pep, sem lék sem varnartengiliður, var þó engin stórsmíði svosem. Hann stýrði miðjuspili spænska liðs- ins með glæsibrag og vissi ávallt hvert skyldi gefa knöttinn. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk stýrði hann Barcelona um fjögurra ára skeið, frá 2008 til 2012, og þótti mörgum hann hafa fullkomnað leikinn með liði sínu, þróað hugmyndafræði Johan Cruyff. En Guardiola veit hverjum hann má þakka velgengni sína. „Ég vissi ekkert um knattspyrnu fyrr en ég kynntist Cruyff,“ viðurkennir Guardiola auð- mjúkur. „Hann lét okkur skilja leikinn. Ráð- leggingar hans voru mikilvægar. Hann hvatti okkur til að fara eftir eðlishvötinni. Cruyff opnaði augu okkar allra.“ Guardiola minnist hálfleiksræðna hans þeg- ar liðinu gekk illa – í stað þess að ganga ber- serksgang og taka hárblásarann á menn, þá hélt hann ró sinni og „sagði að við værum að spila illa vegna þess að við hlypum of mikið. Hann sagði okkur að spila bara á næsta sam- herja og ekki hlaupa á eftir knettinum. Cruyff sagði nákvæmlega öfugt við það sem ég hafði áður heyrt á öllum mínum knattspyrnuferli.“ Daninn Michael Laudrup tók undir orð Gu- ardiola. Laudrup var einn af máttarstólpunum í Draumaliði Cruyff áður en hann gekk til liðs við erkifjendurna Real Madríd árið 1994. „Hugmyndafræði Cruyff var annars konar, í raun önnur leið til þess að horfa á leikinn. Hann var eini þjálfarinn í heiminum sem sagði einhverja taktíska hluti sem létu þig hugsa: „Ó, auðvitað er þetta svona!“ Það hljómaði svo eðlilega en sannleikurinn er sá að 90 prósent af þjálfurum myndu ekki segja það sem hann sagði.“ Leiðtogi katalónsku þjóðarinnar Þrátt fyrir að Johan Cruyff verði vafalaust fyrst og fremst minnst fyrir hvernig hann breytti og þróaði knattspyrnuna með hug- myndafræði sinni, þá er það einnig órjúfanleg staðreynd að hann er einn af þeim bestu sem hafa spilað leikinn. Hann fæddist í Amst- erdam og hóf að leika með Ajax tíu ára að aldri. Hann var leggjalangur og tággrannur og fimari en flestir og með gott auga fyrir samleik. Sautján ára gamall hlaut hann eldsk- írn með aðalliði félagsins og skoraði mark liðsins í 3-1 tapi gegn GVAV. Ári síðar lét hann enn meira að sér kveða og fór að vekja mikla athygli í hollensku knattspyrnunni í treyju merktri númerinu 14. Í rúm níu ár var hann hetjan í Ajax-liðinu sem var óumdeil- anlega eitt það besta í evrópskri knattspyrnu. Liðið vann fimmtán titla og er Cruyff sér- staklega minnst fyrir frammistöðu sína gegn ítalska liðinu Inter í úrslitaleik Evrópukeppn- innar árið 1972 þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri. „Cruyff tætti ítalska varn- armúrinn í sig,“ var fyrirsögnin í helsta dag- blaði Hollands daginn eftir. Ári síðar var Cruyff seldur til Barcelona og varð um leið dýrasti knattspyrnumaður heims. Fyrsta tímabilið vann Cruyff sig inn í huga og hjörtu stuðningsmanna liðsins þegar hann var hryggjarsúlan í liðinu sem end- urheimti spænska deildartitilinn eftir þrettán ára eyðimerkurgöngu. Katalónska þjóðin elskaði Cruyff, hann færði þeim von, og Hol- lendingurinn sýndi virðingu sína í verki með því að skýra son sinn katalónska nafninu Jordi. Óvænt endalok í Feyenoord Eftir fimm ára veru hjá Barcelona hélt Cruyff vestur um haf og lék í þrjú ár í Bandaríkj- unum. Þaðan fór hann til Levante á Spáni þar sem hann staldraði stutt við áður en hann hélt á heimaslóðir og skrifaði undir samning við Ajax árið 1981. Í tvö ár skemmti hann áhorf- endum með leik sínum en eftir þann tíma ákvað Ajax að framlengja ekki samninginn við Cruyff. Hann varð ævareiður og skrifaði und- ir árssamning við stórliðið Feyenoord sem varð síðasti samningur hans á ferlinum. Cru- yff var besti leikmaður liðsins sem vann tvö- falt, deild og bikar, en þetta var fyrsti deild- artitill Feyenoord í áratug. Cruyff kórónaði síðan stórkostlegt lokaár sitt sem atvinnu- maður með því að vera valinn leikmaður árs- ins. Næstbestir en minnisstæðastir Landsliðsferill Cruyff er minnisstæðastur á knattspyrnuferli hans. Hollendingar léku eftir hugmyndafræðinni totaal voetbal með Cruyff sem leikstjórnanda. Hugmyndafræðin gekk út á að leikmenn gátu skipt um stöður til þess að rugla andstæðinginn í ríminu og þá pressuðu þeir andstæðinginn svo um munar þegar þeir töpuðu knettinum. Spilamennska Hollending- anna stakk í stúf við ríkjandi venjur í knatt- spyrnu og vakti fádæma eftirtekt. Cruyff og félagar afsönnuðu þá kenningu að enginn muni eftir liðinu sem endar í 2. sæti, á Heimsmeistaramótinu árið 1974. Eftir að hafa farið á kostum í riðlakeppninni og út- sláttarkeppninni lék liðið til úrslita við Vest- ur-Þýskaland. Þar komust Hollendingar yfir, 1-0, en þýska liðið var ógnarsterkt, sneri tafl- inu við og sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Cruyff lék 48 landsleiki og skoraði 33 mörk áður en hann lagði landsliðsskóna á hilluna veturinn 1977. Cruyff gat gengið sáttur frá borði, hann hafði komið þeim appelsínugulu á heimskortið með byltingarkenndri spila- mennsku, rétt eins og hann getur gengið sátt- ur á fund æðri máttarvalda sem einn mesti áhrifamaður knattspyrnunnar frá upphafi. Cruyff ásamt Hugo Sotil og Johan Neeskens á Camp Nou 1974. AFP Með Evrópubikarinn árið 1972. AFP Blómsveigur lagður að styttu af Cruyff við Ólympíuleikvanginn í Amsterdam. AFP Cruyff var skipaður heiðursforseti hjá Barcelona 2010. AFP Cruyff í þríriti við opnun sýningar honum til heiðurs í Amsterdam 2012. AFP 3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.