Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 13
Hugleiðing um líf okkar allra Innlegg í átak gegn sjálfsvígum Atvinna Starfsmaður í eldhús. Laus er nú þegar tdl umsóknar 80% staða við eldhús Heilbrigðisstoíhunar Suðumesja. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur ífá 23. maí 1997. Upplýsingar um starfið veitir matreiðslumaður í síma 422 0500. Heilbrigðisstofimn Suðumesja er reyklaus vinnustaður. I'ram kvæmdastj óri. Margir óskoðaðir í umferð Er lífið er þess virði að lifa því? Hver er ég? Til hvers lifi ég? Þess- ar spurningar vakna í huga þeirra sem lenda í erfiðri lífs- reynslu en það er hlutskipti flestra einhvern tíma á lífs- leiðinni. Erfiðleikar geta þvingað okkur til að leita svara við erfiðustu spurning- um lífsins einmitt á þeim tímapunkti sem við erum ófær um að finna skynsam- legt svar - buguð af „óleysan- Iegum“ vandamálum eða sorg. Við erfiðar kringumstæður á þinginu í Worms 1521 sagði Marteinn Lúther „Hér stend ég og get ekki annað. Guð hjálpi mér.“ Við verðum að sætta okkur við hvar við erum stödd hverju sinni. Við þurfum að átta okkur á hverju við viljum breyta, hverju við getum breytt og hverju verður ekki breytt. En mikilvægast af öllu er að sjá ljósið og gera sér grein fyrir að það er alltaf til leið út úr myrkr- inu. Hlutskipti okkar í lífinu er afar mismunandi og vandamálin margbreytileg. Sum okkar búa við stöðugt áreiti eða óbærilega streitu meðan aðrir þrá fleiri verkefni eða aukin samskipti við samferðafólkið. Eldri kyn- slóðin keppist við að finna leið- ir til að drepa tímann. Vinnandi fólk er hins vegar svo djúpt sokkið í verkefni daglegs lífs að 24 klst. sólarhringsins virð- ast oft ekki nægja. Yngsta kyn- slóðin, sem er okkar fjöregg, svarar í farsímann, „skorar í tölvunni", horfir á sjónvarpið, hlustar á tónlistastöðina sína og vinnur heimaverkefnin sín - og það allt samtímis. Hvernig stendur á því að lífi nútíma- mannsins er þannig háttað? Þessu er erfitt að svara. Hvert sem hlutskipti okkar er getum við einhvem tímann á lífsleiðinni mætt slíkum erfið- leikum að við ráðum ekki út úr þeim ein og óstudd. Öll getum við þurft á sátrænum stuðningi eða geðrænni aðstoð að halda. Aður fyrr virðist það hafa verið feimnismál að leita sér sál- rænnar aðstoðar en nú á tímum vitum við betur. Spyrja má af hverju það hefur verið sumum svo erfitt að viðurkenna að þeir þurfi hjálp. Er það virkilega svo að við skömmumst okkar fyrir það? Álítum við ef til vill að okkar vandamál sé svo slæmt að ekki sé hægt að við- urkenna það eða ræða „slíka skömm“? Slík hugsun leiðir ekki til lausnar. Það er tími til kominn að við lítum á slíka hjálp sem sjálfsagðan hlut. Spumingin er því hvert getum við snúið okkur eða hvert vilj- um við að leita. Sumir eiga góða vini, foreldra eða uppalendur, aðrir eiga góðann maka, böm eða nána ættingja sem geta stutt eða hjálpað. Aðr- ir telja sig ekki eiga neinn að sem hægt er að leita til og stan- da þar af leiðandi einir og úr- ræðalausir. Þeim og öðmm vil ég benda á að til em fjölbreytt úrræði. Hægt er að leita til heimilslæknis, geðlæknis, Geð- hjálpar, presta, sálfræðinga eða Vinalínunnar svo eitthvað sé nefnt. Allir þessir aðilar hjálpa fólki í vanda. I starfi mínu sem hjúkrunar- fræðingur hef ég reynt að miðla þekkingu og reynslu til fólks í vanda. Reynsla mín byggir meðal annars á því að sjálf hef ég þurft á hjálp að halda. Ég hef oft burðast með svo „þungan poka á öxlunum“ að ég hef verið verið að sligast og átt erfitt með að rétta úr mér. Sem betur fer hef ég fengið hjálp þegar þörf var á, getað sleppt pokanum og byrjað uppá nýtt. Ég hef sagt við sjálfa mig: „Það sem orðið er má tilheyra fortíðinni. Kominn er nýr dag- ur, þar er ég stödd og ætla að byrja uppá nýtt.“ Reykjanesjabær, 24. október, 2000, Hulda Guðlaug Sigurðar- dóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Slökkvi- liðið boðað með SMS Breytingar verða á boð- kerfi slökkviliðs Brunavarna Suður- nesja um áramót þegar Landssíminn hættir rekstri boðkerfis. Þess í stað verða öll útköll send um SMS kerfi Landssímans. Allar björgunarveitir á Suður- nesjum hafa einnig treyst á boðkerfið og þurfa því að skipta yfir í SMS þjónustuna sem er fyrir GSM síma. Þessi breyting felur í sér ein- hvem kostnað fyrir björgunar- sveitirnar en þó ber þess að geta að GSM eign er orðin mjög almenn. Sigmundur Eyþórsson slökkvi- liðsstjóri BS sagði í samtali við VF að nú þegar væri slökkvi- liðið með 20 GSM síma en þyrfti að bæta við 13 símum á útkallshópinn. Þá eru Brunavamir Suðumesja einnig að skoða fjarskiptakerf- ið TETRA í samvinnu við Neyðarlínuna. Fjölmargir eru á óskoð- uðum bfium í umferð- inni á Suðurnesjum. Lögreglan hefur haft nóg að gera að undanfórnu að boða óskoðaða bfla til skoðunar. Ef menn sinna ekki boðun lög- reglu er það önnur heimsókn laganna varða og þá með klippumar góðu. Beinafundun við Innrl Niarðvíh Bein fundust í fjöru við Innri Njarðvík fyrir helgi. Þau eru talin vera úr mjaðmar- grind. Beinafundurinn fékkst stað- festur hjá lögreglunni í Kefla- vík og hefur hún beinin í sinni vörslu. Þar á bæ gátu menn ekki staðfest að um mannabein væri að ræða. Þau færu til rannsóknar þar sem skorið væri úr um tegund þeirra. Aðspurður um hvort þarna væru mannabein, svaraði varðstjóri hjá lögreglunni því til að þá hafi verið um smáan einstakling að ræða. Mynd mánaðarins Mynd mánaðarins verður ufhjúpuð í Kjarna, Hafnar- giitu 57 í Rellavík, nk. mið- vikudag, 1. nóvember. Hér er um að ræða kymiingar- átak sem er samstarl'sverk- cfni Félags myndlistar- manna og menningarfull- trúa þar seni áherslan er lögð á að kynna myndlist- arnienn hæjarins. Þann fyrsta hvers mánaðar verður liengd upp ný mynd el'lir nýjan listaniann og upp- lýsingar um viðkomandi liggjti frammi. Öllu áhugafólki um niyndlist er boðið að verað við opnun- ina og sérstaklega em niynd- listarnienn hvatlir til að niæta. Myndlistarfólk gelur skráð sig til þálltöku hjá nienningarfulltrúa sem stað- seltur er á bæjarskril'stofun- um í Kjarna. Skrifstofustarf Bókhaldsþjónustan óskar eftir starfsmanni til bókaldsstarfa í fullt starf. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka reynslu af að starfa sjálfstætt við tölvuvinnslu bókhalds og launavinnslur. Þekking á algengasta viðskiptahugbúnaði s.s. Word og Exel er áskilin. I boði er fjölbreytt starf á lifandi vinnustað. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hjá Bókhaldsþjónustunni starfa 5 manns og hefur fyrirtækið þjónað Suðurnesjamönnum í tæp 20 ár. Skriflegar umsóknir berist fyrir 8. nóvember nk. til Bókhaldsþjónustunar, Hafnargötu 15, 230 Keflavík. Nánari upplýsingar veitir Sævar Reynisson á skrifstofutíma, ekki í síma. Bókhaldsþjónustan ■S/FVAR REYNISSON i VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR 1VF Gleymdirþú nokkuð að láta TVF vita af skemmtilegri uppákomu? Síminn hjá okkur er 898 2222 og er opinn allan sólarhringinn. Daglega á Netinu • www.vf.is 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.