Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 26
SG /t Grátar Þorsteinn í f Sími: Gbóni. 892 9700 Miðstöð símenntunar Á SUÐURNESJUM Námskeið á næstunni íslenskar eldstöðvar. Ari Trausti Guðmundsson í kvöld kl. 20 í Kirkjulundi Allir velkomnir. Vínsmökkun. Hefst mánudagl8. mars kl. 20. Tvö góð kvöld með Einari Thoroddsen. Starfsánægja og starfshvatning. II. apríl. Skráning og nánari upplýsingar í síma 421 7500 og á netinu www.mss.is Nýir „bónfélagar“ opna í Keflavík Föstudaginn 8. mars opnaði ný 300 fm. bónstöð á básvegi 8 í Keflavík sem ber nafnið SG bón. Það eru félagamir og sendibílastjóramir Grétar Óla- son og Þorsteinn Magnússon sem em eigendur stöðvarinnar og em þeir rnjög bartsýnir á gang mála eftir frábærar viðtökur. „Við erum að bjóða uppá alþrif á bílum og umhirðu þeirra. Við bjóðum upp á djúphreinsun, mössun og allt niður í einfald- an þvott eða skol. Við komum til með að vera með ný efni á bíla en þau em þó ekki enn komin til landsins. Við rnunurn því auglýsa það þegar að því kemur". En eru þið með einhverja nýung? „Já við emm með skemmtilega nýjung fýrir bæði einstaklinga og fýrirtæki en það er svo köll- uð áskrift. Áskriftin virkar þannig að fólk kemur í áskrift til okkar og velur hvað það vill t.d. alþrif eða allsheijar umhirðu á bílnum. Fólk ræður í raun alveg hvað það vill í áskriftina. Við komum svo til með að hringja í fólk þegar að þrifimum kemur og síðan sækjurn við bílinn þar sem hann er. SG bón er „alltaf ‘ opið eins og þeir félagar orðuðu það en þeir sem vilja fá frekari upplýsingar geta hringt í síma: 892-9700. STUTTAR FRETTIR Skoðað að taka lokaatriði Bond-myndar í Bláa lóninu Fulltmar hins konunglega breska njósnara, James Bond, skoðuðu aðstæður í Bláa lóninu á dögunum með það fýrir augum að taka upp rómantískt lokaatriði nýjustu James Bond-myndarinnar, sem er sú 20. í röð myndanna urn njósnarann. Magnea Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Bláa lónsins, staðfesti þetta við Víkurfi'éttir. Fulltrúar Bond hafa hins vegar ekki boðað komu tökuliðs á staðinn þannig að James Bond kemur til með að láta vel að Bond-stúlkunni á einhverjum öðmm stað en í Bláa lón- inu. Nú standa yfir tökur á atriðum í myndinni austur á Jökulsárlóni. Kannabisplönturgerðar upptækar Lögreglan í Keflavík og Keflavíkurflugvelli lögðu í gær, hald á 106 kannabisplöntur í íbúðarhúsi á Suðumesjum. Upplýsingar höfðu borist um ræktun hjá manninum og þegar lögregaln hafði afskipti af honum viðurkenndi hann ræktunina og framvísaði plöntunum. Málið er talið upplýst.. Samþykkja stiga á Túngötu 1 tii 5 ára Sverrir Sverrisson hefur aftur sótt um leyfi til að byggja utanáligg- jandi stiga á suðurhlið hússins að Túngötu I, skvæmt uppdráttum frá Verkffæðistofu Suðumesja. Sótt er um leyfi til 5 ára. Skipulags- og byggingamefhd Reykjanesbæjar hefur samþykkt að veita leyfi til 5 ára. Skilyrt að fýrir i .janúar 2007 skal vera búið að leggja fiam teikningar að varanlegri lausn. íslenskar eldstöðvar í Kirkjulundi í kvöld Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Keflavíkurkirkja standa fýrir bókmenntakvöldi í Krikjulundi í kvöld, 14. rnars. Ári Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, kynnir verk sitt „íslenskar eldstöð- var“ í máli og myndum. Verk Ara var tilnefnt til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita árið 2001. Að loknu erindi Ara gefst þátttakendum tæki- færi til fýrirspurna og umræðna um íslenskar eldstöðvar og/eða eldgosavá á Reykjanesi. Dagskráin hefst kl. 20:00 og er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Risastórar loðnutorfur undan Sandgerði Risastórar loðnutorfur vom skammt undan landi í Sandgerði í síðustu viku. Flotinn var í einum hnapp og kastaði á torfumar. Oftar en ekki var svo mikil loðna að nætumar sprungu hvað eftir annað. Ríkissjónvarpið sýndi á laugardagskvöld magnaðar loftmyndir af veiðunum og rnátti sjá nætumar steinsökkva undan þunganunr og einnig þar sem loðnu var dælt á milli skipa þegar skipið með nót- ina hafði fýllt allar lestar. Allt þróarrými á suð-vesturhominu er nú fullt og þurfa skipin að sigla um langan veg með aflann til lönd- unar. Sálarrannsóknarfélagið Frí heilun verður laugardaginn 16. mars í húsi félagsins að Víkurbraut 13 frá klukkan 13.00 til 16.00. Verslunareigendur athugið! Brúðkaup 2002 á Suðurnesjum Vinsamlegast hafið samband við Ómar í síma 421-8800 eða Fjólu í síma 421-1011 fýrir 10. mars vegna þátttöku í brúðarsýningu á Suðumesjum.Fundur á Flughótel mánudaginn 11. mars kl. 20.30. Eigendur sýnunr samstöðu og tökum þátt í okkar fýrstu sýningu á Suðumesjum.Verslunareigendur athugið! Brúðkaup 2002 á Suðumesjunr Vinsamlegast hafið sanrband við Ómar í sínra 421-8800 eða Fjólu i síma 421-1011 fýrir 10. mars vegira þátttöku í brúðarsýningu á Suðumesjum. Fundur á Flughótel mánudaginn 11. mars kl. 20.30. Eigendur sýnum samstöðu og tökum þátt í okkar fýrstu sýningu á Suðumesjum. 26

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.