Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 100

Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 100
90 Orð og tunga greinarmunur í letri er gerður á skýringum á uppflettiorðinu sjálfu, skýringum á orða- samböndum og skýringum á dæmum og af samhenginu er ekki alltaf auðráðið hvar skil eru þarna á milli.4 Fyrir utan málfræðiskammstafanir sem eru sýndar með hásteflingum og feitletraðar beygingarmyndir er ekki um aðra sundurgreiningu með letri að ræða. Þessi einfalda notkun mismunandi leturs stuðlar að því að þjappa textanum saman og gerir áferðina látlausa en getur valdið vandræðum þegar að því kemur að greina textann sundureftir efnisatriðum eins og nauðsynlegt er við flutning í gagnasafnskerfi, eins og stuttlega er sagt frá í 3. kafla hér á eftir. 2.1.2 Uppflettimyndir Uppflettimyndir í hefðbundnum orðabókum eru settar fram á staðlaðan hátt, óháð notkun orðanna eða setningarstöðu. Uppflettimyndir nafnorða í íslensku eru nefnifall eintölu án greinis, lýsingarorð eru gefin í frumstigi, nefnifalli eintölu í karlkyni (sterk beyging) og sagnir eru gefnar í nafnhætti, germynd (og nútíð). Undantekningarfrá þessu eru fáar og uppflettimyndir eru nánast alltaf bundnar við eitt orð. Skýringar miðast síðan við uppflettimyndirnar sjálfar, þannig að nafnháttur er skýrður með nafnhætti (eða a.m.k. umritun sem komið getur í stað nafnháttar) o.s.frv. Þetta þjónar tvíþættum tilgangi; í fyrsta lagi getur notandinn treyst því að uppflettimyndir séu settar fram eftir ströngum og tiltölulega einföldum reglum en það ætti að einfalda leit í stafrófsraðaðri bók og í öðru lagi ætti að vera auðveldara að hafa skýringarnar knappar þar sem stök orð án samhengis eru skýrð. Með því móti er reynt að finna grunnmerkingu orða án skírskotunar til setningarstöðu þannig að ein skýring nái yfir sem flest tilfelli. Orðabókarmönnum hættir til að ganga mjög langt í því að þvinga orðmyndir undir staðlaðar uppflettimyndir, t.d. með því að setja miðmyndarsögn eða lýsingarhátt undir nafnhátt í germynd þótt engin dæmi finnist um notkun germyndarinnar í persónuhætti. Þetta er áberandi í íslenskri orðabókarvinnu og nægir þar að nefna Blöndalsorðabók, ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og IO. Hér er dæmi af þessu tagi úr ÍO 1983: [stig]-lækka S lækka smám saman, stig af stigi, einkum LH NT stiglœkkandi. Þrátt fyrir ítrekaða leit hefur mér ekki tekist að finna dæmi um þetta uppflettiorð í germynd og sama máli gegnir um uppflettiorðið stighœkkcv, öll dæmi í söfnum Orða- bókar Háskólans (að textasafni meðtöldu) eru um lýsingarhátt nútíðar, stiglœkkandi og stighœkkandi.5 Orðalagið „einkum LH NT“ og skýringin á nafnhættinum (stiglækka: „lækka smám saman“) gefa því villandi upplýsingar en af þessu tvennu mætti ætla að setning á borð við „vatnið stiglækkar" væri góð og gild. 4Semíkomma á eftir skýringu við orðasamband getur t.d. bæði sýnt að skýringar við orðasambandið séu tvær en síðari skýringin getur einnig átt við uppflettiorðið sjálft. Oftast er ljóst af skýringunum sjálfum hvert samhengið er en svo er þó ekki alltaf. 5Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmin undir tveimur uppflettimyndum, nafnhætti og lýsingar- hætti nútíðar. Undir uppflettiorðinu stighœkka eru t.d. 7 dæmi, öll um stighœkkandi („stighækkandi skattar (2), þróun (2), fáránleiki, vélstjórastig, neitun") en undir uppflettiorðinu stighækkandi eru 9 dæmi, algjörlega sam- bærileg („stighækkandi tekjuskattur (3), skattur, kostnaður, roka, ákvæðislaun, útsvarsstigi, sundurleitni").
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.