Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 29
29 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags í tæplega 14 km fjarlægð frá skriðunni á Virkis jökli. Vegna eðlis berghlaupsins við Morsárjökul og aðstæðna þar sem hlaupið fellur á jökulinn er ólíklegt að ótvíræð hreyfing hafi komið fram á mælum þannig að tímasetja megi atburðinn með óyggjandi hætti. Líklega hefur orðið hreyfing á mælum þegar berghlaupið féll en tímafrekt gæti reynst að einangra atburðinn þar sem tímabilið sem kemur til greina er langt. Einungis er því hægt að tímasetja berghlaupið gróflega með óbeinum hætti. Aðeins er vitað um eitt berglaup sem féll á jökul á Íslandi sem með vissu kom fram á jarðskjálftamæli. Það var hlaup ið sem féll á Steinsholtsjökul árið 1967. Það berghlaup er gjörólíkt því sem féll á Morsárjökul að því leyti að það hreinlega splundraði skriðjöklinum við fallið. Við Morsár jökul fellur berghlaupið út á jökulinn líkt og vökvi í formi bergflóðs sem veldur ekki minnsta rofi á ísnum. Fjöldi gervitunglamynda hefur verið skoðaður til að kanna hvort hægt sé að nota þær til að sjá á hvaða tímabili berghlaupið varð. Þær hafa ekki gagnast til þess. Þann 9. apríl 2007 átti lítill hópur manna leið að Morsárjökli og voru nokkrar ljósmyndir teknar af berg- hlaups urðinni í þeirri ferð. Mynd- irnar sýna glögglega hvernig efsti hluti urðarinnar er kominn á kaf undir íshrun. Þá eru lægðir í urðinni fullar af vetrarsnjó. Ekki minna en 900 þús. m3 af ís hafa fallið niður ísbrekk una eftir að berghlaupið varð þar til að myndirnar eru teknar. Þetta er það rúmmál íss sem hefur fallið niður jökulstálið og þakið urð- ina að hluta. Út frá þessu má gera ráð fyrir að a.m.k. 5–6 vikur hafi verið liðnar frá berghlaupinu miðað við skriðhraða jökulsins á veturna. Hlaupið hefur því væntan lega orðið í byrjun mars 2007 eða fyrr. Ólíklegt er að berghlaupið hafi orðið í október 2006 eða fyrr þar sem veg- far endur um Skeiðarársand hefðu líklega orðið varir við urðina. Berg- hlaup ið hefur því að öllum líkindum fallið á tímabilinu nóvember 2006 til byrjunar mars 2007. Í fyrrnefndri grein um berg- hlaup ið sem nýlega birtist í Náttúru fræðingnum er fullyrt að hlaupið hafi fallið þann 20. mars árið 2007. Því til stuðnings er bent á að umrædd an dag hafi komið fram mælan leg hreyfing við jökulinn. Eins og bent er á að framan er vara- samt að tengja saman skriðuhlaup við jökla og atburði sem koma fram á jarðskjálftamælum. Fleira þarf að koma til. Ljósmyndir sem teknar voru á vettvangi þann 9. apríl eru vitnisburður sem sýna að svo til óhugsandi er að berghlaupið hafi orðið jafn seint og 20. mars. Um það er a.m.k. ekki hægt að fullyrða. Þá er í greininni talið líklegt að hlaupið hafi fallið í tveimur hlutum og fullyrt að viðbótarhrun hafi orðið 17. apríl 2007. Ljósmyndir frá 9. apríl 2007 og rannsókn á vettvangi í lok maí 2007 staðfestir að ekkert hrun varð á því tímabili. Við kortlagningu 9. mynd. Brotsár berghlaupsins er merkt með gulri línu. Efst er brotsárið í 1.010 m hæð yfir sjó og neðst í um 660 m hæð. Brotsárið er því um 350 m hátt og breiddin er 200–300 m. Sjá má efri enda skriðunnar lengst til hægri. Bláa línan sýnir hvar efri endi hennar var staðsettur í maí 2007. Appelsínugula línan afmarkar brotsár þegar berghrun varð árið 2009 eða 2010. Fjær má sjá Skarðatind, Hrútsfjallstinda og Hvannadalshnúk. – The origin of the rock avalanche is marked with a yellow line. It is highest at 1,010 m a.s.l. and lowest at 660 m a.s.l. or about 350 m high. It is 200–300 m wide. The upper margin of the debris is on the right. The blue line marks the location of the debris margin in May 2007. The orange line marks the origin of a rockslide in 2009 or 2010. Skarðatindur, Hrútsfjallstindar and Hvannadalshnúkur in the background. Ljósm./Photo: Jón Viðar Sigurðsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.