Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 91

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 91
91 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags mTOR próteinið, sem er hindri á sjálfsát, rapamycin eykur því sjálfsát. Rapamycin er notað sem krabba- meinslyf og hefur víðtæka verkan, eins og reyndar mTOR sjálft. Annað lyf sem eykur sjálfsát er Lithium. Lithium hægir á ALS (hrörnunar- sjúkdómi hreyfitaugunga) í tilrauna- dýrum, sennilega vegna áhrifa á sjálfsát.40–42 Komið hefur í ljós að þeir sem hafa notast lengi við Lith- ium sem geðlyf, virðast síður fá Alzheimer sjúkdóm.43 Þetta mætti mögulega útskýra með jákvæðum áhrifum á sjálfsát og eru sterk rök fyrir auknu sjálfsáti sem fyrirbyggj- andi aðgerð gegn þeim sjúkdómi. Ótti margra um að of mikil virkjun sjálfsáts geti leitt frumur til dauða virðist vera ástæðulaus. Rannsóknir á náttúruefnum úr íslenskum fléttum hafa leitt í ljós áhrif á sjálfsát (3. mynd). Unnið er að rannsóknum á einu þessara efna, usnic sýru, sem hindra á vöxt krabbameins- frumna.44 Rannsóknir á efnasam- böndum er finnast í íslenskri nátt- úru eru því gagnlegar til að skilja og hafa áhrif á sjúkdóma. Spyrja má einnig hvort breytilegt magn sjálfsáts valdi mismunandi líkum á taugahrörnunarsjúk- dómum? Það verður að teljast mjög líklegt, bæði vegna erfða og umhverfis. Tilraunir hafa sýnt að svo kölluð hitaeiningaþurrð (e. caloric restriction) – hálfgert svelti í lengri tíma, jafnvel öll fullorðinsár, lengir ævi dýra. Hitaeiningaþurrð virðist vera almennt hindrandi fyrir taugahrörnun45, tíminn hefur ekki enn leitt í ljós hvort þetta sé árangursrík leið fyrir fólk. Fyrri rannsóknir á öpum bentu til mikilla jákvæðra áhrifa, en nýlegar rann- sóknir hafa ekki stutt þær niður- stöður.46 Sem lífstíll er hitaeininga- þurrð ekki auðveld og hætta er á næringarskorti. Því er mikill áhugi á því að finna leiðir til að virkja jákvæðar afleiðingar hitaeininga- þurrðar beint. Það er þó óvíst hvort það sé hægt. Því er mikilvægt að skoða hvort tímabundin endur- tekin hitaeiningaþurrð geti gert sambærilegt gagn. Í ljósi þess að sveltar frumur auka sjálfsát, mætti spyrja hvort hitaeiningaþurrð auki sjálfsát? Svo er í tilraunalífverum. Gæti því tímabundið svelti minnkað líkurnar á mýlildissjúkdómum? Ýmislegt bendir til að svo sé.45,47,48 Margt er enn á huldu er tengir hita- einingaþurrð og sjálfsát, t.d. hefur verið talið að svelti valdi ekki auknu sjálfsáti í taugafrumum miðtauga- kerfisins, væntanlega vegna þess að heilanum er séð fyrir nægri orku meðan hægt er. Nýlegar rannsóknir benda þó til þess að sú sé raunin í músum.49 Svelti hefur áhrif á sjálfsát í úttaugakerfinu, sjálfsát jókst með svelti og minni taugahrörnun átti sér stað í músalíkani fyrir Charcot- Marie-Tooth heilkenni.50 Enda þótt svelti hefði minni eða lítil áhrif á sjálfsát í miðtaugakerfinu ætti svelti þó að hafa áhrif á sjálfsát í æðaþelsfrumum heilans, mikil- vægri frumugerð þegar kemur að taugahrörnunarsjúkdómum og æðasjúkdómum heila. Er hér mögulega komin ástæða fyrir því að ævi sjúklinga með arfgenga heilablæðingu hefur styst síðan um 1850, þ.e. var aukið sjálfsát frumna vegna árstíðabundinnar og endurteknar hitaeiningaþurrðar fyrr á tímum? Svo gæti verið, þótt erfitt sé að útiloka breytingar á tjáningarmunstri erfðamengisins vegna meingensins eða aðra umhverfisþætti. Rannsókn Ástríðar Pálsdóttur og félaga, sýnir að nei- kvæðra áhrifa gætir fyrst í blóm- legri sveitum og nær þéttbýli.13,16 Er ástæðan árstíðabundið matarleysi afskekktari eða fátækari sveita á vorin? Aðrir möguleikar koma til greina svo sem áhrif mikilla harðinda (hitaeiningaþurrð oft nánast að dauða) á kynslóðirnar á undan, þ.e. slæm lífsskilyrði á 18. öld t.d. Móðuharðindi 1783, en umhverfi einstaklings getur haft áhrif á afkomendur hans, jafnvel barnabörn.51 Þetta telst kannski langsótt skýring en áhugaverð. Það þarf því ekki endilega að vera einungis eitthvað í umhverfinu nú sem ýtir undir meinafræði arfgengrar heilablæðingar heldur einnig að umhverfi fyrri alda hafi virkað hindrandi á sjúkdóminn. Breytingar í fæðu t.d. minnkun á neyslu súrmatar, aukning á neyslu kolvetna og salts gætu verið mikilvægir þættir, svo og breytingar í lífríki meltingarvegs (Ástríður Pálsdóttir, munnleg heimild). Mikið er í húfi að skilja þessa þætti, sérstaklega ef þessir þættir hafa áhrif á almennar 3. mynd. Sjálfsát frumna. A) Rafeindasmásjármynd. B) Smásjármynd. Aukið sjálfsát hefur verið kallað fram með usnic sýru, náttúruefni sem unnið var úr fléttunni hreindýrakrók (Cladonia arbuscula). Á mynd A má sjá dökkar sjálfsátsblöðrur og á mynd B hefur verið litað fyrir LC3, próteini mikilvægu fyrir upphaf sjálfsáts og sést það í grænu. Myndirnar voru teknar sem hluti af doktorsverkefni Margrétar Bessadóttur við HÍ. – Autophagy. A) Electron microscopy. B) Microscopy. Inreased autophagy has been induced by Usnic acid, a natural compound isolated from the lichen Cladonia arbuscula. Dark autophagosomes can been see in figure A. In figure B the cell has been immunostained for the LC3 protein in green, an important component of initial autophagy. From the PhD project of Margret Bessadottir at the University of Iceland. A B
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.