Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 103

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 103
103 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags október 1949 og helgaður var 60 ára afmæli félagsins. Brottför var með rútum frá skrifstofu Ferðafélags Íslands Mörk- inni 6 kl. 14 en einnig fóru margir á einkabílum sínum. Veðurútlit var ekki gott að morgni, grenjandi rign- ing og hvasst, svellbunkar á götum og víða snjóþungt á vegum í grennd höfuðborgarinnar. Veður batnaði þó með deginum þótt vind lægði lítt. Fjöldi manns kom í gönguna. Í rút un um flutti Sigrún Helgadóttir ávarp og Halldór Ólafsson og Magnús Hallgrímsson sögðu sögur og stýrðu söng, við Grænavatn flutti undirritaður tölu um jarðfræði svæðisins. Gengið var með logandi blys kring um vatnið og síðan hald ið til baka á ný og hlýtt á fleiri sögur og gamanmál þeirra Halldórs og Magnúsar. Mál manna var að þessi aðgerð hefði tekist mæta vel en Reynir Ingibjartsson átti frum- kvæði að henni. Um málefni Náttúru- minjasafns Barátta HÍN fyrir hagsmunum Náttúru minjasafns Íslands var nokk uð fyrirferðarmikil í starfsemi félagsins. Eins og greint var frá í ársskýrslu síðasta árs heimsóttu stjórnarmenn HÍN Katrínu Jakobs- dóttur menntamálaráðherra 25. október 2010. Í framhaldi af því var Álfheiður Ingadóttir alþingismaður, og fyrrum ritstjóri Náttúrufræð- ings ins, sótt heim til skrafs og ráða- gerða. Í ár var þessum heimsóknum haldið áfram. Þann 2. mars var fundur með Svandísi Svavarsdóttur í Umhverfisráðuneytinu. Fulltrúar HÍN voru Árni Hjartarson, Hilmar J. Malmquist og Esther Ruth en frá ráðuneytinu sat Sigurður Þráinsson fundinn auk ráðherrans. Staða máls ins var rædd og þótt Náttúru minjasafn heyri ekki undir umhverfis ráðuneytið kemur það að málefnum þess í gegn um Náttúru- fræðistofnun. Sama afstaða kom fram hjá umhverfisráðherra og menntamálaráðherra, báðir eru ráð- herrarnir áhugasamir um að leysa vanda safnsins og um að það rísi á sinni afmörkuðu lóð í Vatns mýri. Niðurstaðan var sú að umhverfis- ráðherra myndi taka upp málið við menntamálaráðherra og að þær myndu samræma aðgerðir sínar í því. Nokkru síðar gengu HÍN-menn á fund Jóns Gnarr borgarstjóra sömu erinda og þótt borgin hafi ekki beint með Náttúruminjasafn að gera þá er því ætlað að rísa á miðlægum stað innan borgarmarkanna og gagn- kvæmir hagsmunir safns og borgar eru augljósir. Borgarstjóri var ekki kunnugur þessu málefni en var fljótur að átta sig á því og skynja mikilvægi þess. Hét hann því að taka þetta mál upp við Svandísi Svavarsdóttur sem um þetta leyti gegndi bæði embætti umhverfis- og menntamála í barneignarleyfi Katrín ar Jakobsdóttur. Síðsumars birtist grein í Morgun- blaðinu eftir Ágúst H. Bjarnason frv. formann HÍN. Greinin var áskorun á núver andi stjórn félagsins um að rifta vegna vanefnda hinum gamla samning HÍN og ríkisins frá 1947 þegar ríkið fékk allan safnkost Náttúrugripasafnsins að gjöf ásamt byggingarsjóði gegn því að það byggði hús yfir safnið og sæi um rekstur þess. Ríkisendurskoðun sendi frá sér skýrslu um Náttúruminjasafnið í janúar 2012 og fjallar þar um stöðu þess og framtíðarhorfur. Skemmst er frá því að segja að í skýrslunni er mikill áfellisdómur um framkvæmd laganna um Náttúruminjasafnið og allar aðstæður þess. Skýrslan setti málefni safnsins í brennidepil og hratt af stað töluverðri umræðu m.a. á Alþingi. Nokkru eftir útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar birtist í Frétta- blaðinu grein eftir Hjörleif Stefáns- son og Þórunni Sigríði Þorgríms- dóttur þar sem varpað var fram þeirri hugmynd að ríkið kaupi Perl- una á Öskjuhlíð og ráðstafi henni undir Náttúruminjasafn. Fyrir þessu færðu þau gild rök og það sem gerir málið sérlega nærtækt er að Orkuveitan hyggst losa sig við bygginguna og söluferli er í gangi. Hugmyndin hlaut afar jákvæðar undir tektir og var sem þverpólitísk samstaða gæti myndast um hana. Hjörleifur Guttormsson mælti með henni í grein í Morgunblaðið og skömmu síðar tók leiðarahöfundur blaðsins, líklega sjálfur Davíð Oddsson, undir hana í forystugrein. Stjórn HÍN sendi um sama leyti frá sér grein um málið til Frétta- blaðs ins sem svo birtist 21. febrúar. Þar var farið yfir sögu málsins, nauðsyn safnsins og tekið vel í Perluhugmynd ina þótt nýtt hús á lóðinni í Vatns mýri sé enn sterklega inni í mynd inni. 3. mynd. Stjórnarmenn í HÍN í heimsókn hjá umhverfisráðherra 2. mars 2011.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.