Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 42
Náttúrufræðingurinn 42 og þess vegna var ólíklegt að menn smituðust af henni. Frumuræktir úr svínum, köttum, hundum og naggrísum voru einnig ónæmar, en veiran fjölgaði sér og olli út- breiddum skemmdum í frumurækt úr kálfum.26 Það kom á óvart vegna þess að ekki var vitað til að naut- gripir sýktust af mæði eða visnu. Rannsóknir á visnu- veiru í rafeindasmásjá Í árslok 1957 festi Tilraunastöðin á Keldum kaup á Siemens-rafeinda- smásjá af nýjustu gerð og var hún tekin í notkun í ársbyrjun 1958. Fyrstu rafeindasmásjárrannsóknir á visnuveiru voru gerðar haustið 1958. Örþunnar sneiðar af sýktri frumurækt með útbreiddum frumu- skemmdum (7. mynd b) voru skoð- aðar í smásjánni og ósýkt frumu- rækt skoðuð til samanburðar. Á yfir- borði frumna í sýktu frumuræktinni sáust hrúgur af kúlulaga ögnum, 70 til 100 nm í þvermál, með dökkum kjarna (8. mynd a og b). Í sumum sneiðum sáust belgir með tvöfaldri himnu sem höfðu myndast við knappskot út frá frumuhimnunni og virtust þeir vera forverar agn- anna á frumuyfirborði (9. mynd). Þetta líktist mjög rafeindasmásjár- myndum af RNA-æxlisveirum, sem voru vel þekktar á þessum árum, og benti til að hér væru á ferðinni visnuveiruagnir. Visnuveira var við- kvæm fyrir fituleysum24 og þess vegna var líklegt að hún væri með fituhjúp, sem er einkenni þeirra veira sem verða til við knappskot frá frumuhimnu. Athuganir sýndu að það var fylgni milli fjölda sýkj- andi visnuveira í frumurækt og fjölda agna, og studdi þetta þá ályktun að agnirnar sem sáust í raf- eindasmásjánni væru visnuveiran.27 Ennfremur var frumuræktarvökvi með miklu magni af visnuveiru hreinsaður og veirurnar felldar til botns með skilju. Þegar örþunnar sneiðar af botnfallinu voru skoð- aðar í rafeindasmásjá sást að þar var mikill fjöldi visnuagna.28 Allar síð- ari rannsóknir hafa staðfest þessar niðurstöður. Ræktun mæðiveiru í frumurækt Árið 1958 ræktaði Björn Sigurðs- son veiru í frumurækt úr lungum mæðiveikrar kindar, en frumurækt frá æðaflækju úr heilahólfi visnu- kinda hafði áður reynst vel til að rækta veiruna beint frá sjúkum kindum. Síðar var veiran ræktuð úr fleiri mæðilungum.29 Hún olli mæði í kindum sem voru sýktar beint í lungun með síuðum frumurækt- arvökva.30 Samanburður á veirustofnum sem ræktaðir voru úr mæðilungum og visnuheilum sýndi að þeir voru nauðalíkir en þó ekki að öllu leyti eins. Breytingar í sýktri frumurækt voru eins hjá mæði- og visnuveirum og sams konar agnir og knappskot frá frumuhimnu sáust í rafeindasmá- sjá.31 Hins vegar fjölgaði mæðiveirum heldur hægar í frumurækt. Fjölg- unartími beggja veira var þó langur miðað við flestar þekktar dýraveirur en svipaður og hjá æxlisveirum sem höfðu verið rannsakaðar í frumu- rækt. Mótefnamælingar á sermi úr mæðikindum annars vegar og visnu- kindum hins vegar gegn 15 stofnum af visnuveiru og 115 stofnum af mæðiveiru sýndu minni svörun í visnusermi gegn mæðiveirustofn- unum en gegn visnuveirustofnum. Það var því munur á mótefnavökum mæði- og visnuveirustofna.32 Niður- staða þessara rannsókna var þó sú að munurinn á mæði- og visnu- veirum væri ekki meiri en svo að þær gætu talist mismunandi stofnar af sömu veirunni,33 sem oftast er nefnd mæði-visnuveira. Hin nánu tengsl milli mæði- og visnuveira voru staðfest með dýratilraunum. Kindur sem voru sýktar beint í lungu með mæðiveiru fengu einkenni mæði en einnig skemmdir í heila sem voru einkennandi fyrir visnu.30 Kindur sem voru sýktar með visnuveiru beint í heila fengu á sama hátt ekki aðeins visnu heldur einnig lungna- skemmdir einkennandi fyrir mæði.34 8. mynd a. Kúlulaga visnuagnir á yfirborði frumu. b. Stækkuð mynd af visnuögnum, 70–100 nm í þvermál. Endurprentað með leyfi Elsevier.27 – a. Spherical visna particles on a cell surface. b. Visna particles, 70–100 nm in diameter, at a higher magnification. Reprinted with kind permis- sion from Elsevier.27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.