Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Það voru okkur sjálfboðaliðum Mæðrastyrksnefnd- ar sorgarfréttir að heyra að Sigurbjörg Kristinsdótt- ir væri látin. Sigurbjörg starfaði sem sjálfboðaliði hjá Mæðra- styrksnefnd til margra ára og var að mati okkar hinna sjálfboðalið- anna hvergi nærri hætt. Hún var gjöful á tíma sinn, sem er mikils virði fyrir góðgerðarfélag. Hún var ávallt glöð og kát og sá björtu hliðarnar á tilverunni og gat feng- ið fólkið í kringum sig til að hlæja, en sjálf hafði hún mjög smitandi hlátur. Sigurbjörg var glæsileg í framkomu og klæðaburði. Ætíð hafði hún skoðun á hlutunum og stóð á sinni meiningu. Við hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur vottum eiginmanni Sigurbjargar, Frantz Péturssyni, börnum þeirra og öllum aðstand- endum innilega samúð í sorg sinni. Blessuð sé minning hennar. F.h. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Anna H. Pétursdóttir formaður. Látin er elskuleg kona sem gott er að minnast. Mig langar til þess að hverfa fjóra til fimm áratugi aftur í tímann og rifja upp kærar minningar sem geymast í hug- Sigurbjörg Skag- fold Kristinsdóttir ✝ SigurbjörgSkagfold Kristinsdóttir fæddist 26. október 1929. Hún lést 11. nóvember 2016. Út- för hennar fór fram 17. nóvember 2016. skotinu. Ég man vel eftir því er þau Siddý og Frantz bjuggu á Grensás- veginum. Þangað kom ég oft með for- eldrum mínum við ýmis tækifæri. Upp í hugann kemur minning um sólríkan sumardag. Móðir mín hafði keypt snúða og vínarbrauð í bakaríinu sem var í næsta húsi á Grensásveginum. Siddý tók vel á móti okkur eins og ævinlega með bros á vör. Og við nutum samvist- anna. Jón Þórir var heima og við fórum að leika okkur úti við. Ég man hvað mér þótti stiginn alltaf langur upp í íbúðina og einnig minnist ég tannlæknalyktarinnar sem barst frá tannlæknastofunni á neðri hæðinni. Laugateigurinn er mér í fersku minni og öll afmælin hans Jóns Þóris. Veitingarnar voru alltaf frá- bærar. Í minningunni var stofu- borðið ávallt hlaðið kræsingum og vegleg pylsuveisla í lokin. Við máttum alltaf borða eins margar pylsur og við gátum í okkur látið. Mamma hennar Siddýjar var þá á heimilinu, alltaf svo hlýleg og elskuleg. Ég minnist ferðalaga á sumrin, norður í land, upp á hálendið, austur að Lómagnúpi áður en vötnin voru brúuð. Ferð þjóðhá- tíðarárið þegar hringvegurinn var opnaður. Þá áttu þau Siddý og Frantz Cortínu sem gat ofhitnað í brekkunum svo að það bullsauð á henni. Gamli blái Willys-jeppinn er eftirminnilegur með hvíta toppnum. Og ekki má gleyma tjaldvagninum sem Frantz smíð- aði sjálfur. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar gaf Siddý mér hálfa appelsínu á ferðalögunum með tveimur sykurmolum inni í miðju. Það kunni ég vel að meta sem barn. Ég þakka Siddý fyrir öll elsku- legheitin á bernsku- og æskuárum mínum. Mér leið alltaf vel í návist hennar og ég á því góðar minn- ingar um hana. Ég veit, að hún var yndisleg eiginkona, móðir, amma og langamma. Sorg ykkar er mik- il. Ég votta ykkur öllum mína inni- legustu samúð, sér í lagi þér, Frantz, sem hefur misst yndisleg- an lífsförunaut. Guð blessi minn- ingu Siddýjar. Bjarni Þór Bjarnason. Það er kyrrlátt kvöld þegar áð er í efstu hlíðum Skálafells og staðan tekin á himintunglum og rætt um hverfulleika lífsins, jafn- vel hvort líf sé í öðrum sólkerfum. Á meðan dansa norðurljósin tindr- andi töfradans, svo vart orð fá lýst. Það er septemberkvöld, við erum fjögur á ferð og þar á meðal okkar Sigurbjörg, eða Siddý eins og hún var ávallt kölluð. Fljótt skipast veður í lofti, laufblaði hennar af hinu eilífa lífstré er feykt á brott og það svo brátt, að maður stendur agndofa yfir þeim sannleik að nú er hún horfin úr vorri vist. Siddý okkar var ekki einhöm í fasi né gjörðum heldur eins og ferskur stormsveipur af glaðværð, orku, hnyttni og færði okkur heim sannindi um það að sælla er að gefa en þiggja. Það verður á annarra færi að tíunda lífshlaup hennar og net örsmárra atvika frá Ólafsfirði en þaðan lágu rætur hennar. Við erum ekki frá því að ferskur blær þeirra góðu stunda sem henni varð oft svo tíðrætt um það- an hafi átt sinn þátt í hennar glöðu lund sem einkenndi hana frá fyrstu tíð. Hún var frjáls í fasi, hafði fastmótaðar, ákveðnar skoð- anir og færði okkur heim sanninn um það á langri vegferð, að hún hafði gengið götuna til góðs fram eftir veg. Þegar komið var í hús hjá þeim hjónum var andblærinn á jákvæðum nótum og fyrr en varði var búið að bera fram hnallþórur og annað góðgæti, það vantaði ekki gestrisnina á þeim bæ. Það er hægt að segja svo ótal margt um þessa fallegu, bros- mildu og kjörkuðu konu sem ekk- ert aumt mátti sjá og í annríki sínu öllu heima fyrir starfaði hún af fullum krafti um áratuga skeið fyrir mæðrastyrksnefnd þar sem hún færði af mildi þeim sem þurfa þótti. Þeim hjónum hafa fæðst mannvænleg börn og barnabörn sem þeim var sérlega annt um og eru afkomendur þeirra orðnir fjöl- margir og góðir einstaklingar. Heidý og Magga Dís vilja koma sérstökum þökkum á framfæri fyrir það hversu umhugað þeim Siddý og Frantz var alla tíð um líf þeirra og störf, það var eins og að koma til sinnar eigin fjölskyldu þegar þær bar að garði, héðan að heiman eða frá Svíþjóð. Ekki síst þegar bernskunnar spor voru stigin reyndust þau hjón þeim alltaf sem góðir foreldrar. Hlíf Magnússon, sem komin er frá Svíþjóð, má nú sjá á eftir elsku- legri systur en þær áttu alla tíð í miklum samskiptum frá degi til dags og það með miklum kærleik- um. Þær systur ferðuðust vítt og breitt um veröld hér á árum áður og mikið var hlegið og grátið yfir ærslum öllum á góðra vina fund- um. Við hér undirrituð færum fjöl- skyldunni allri og ekki síst honum góða Frantz, sem staðið hefur sem hornsteinn í löngum samskiptum við fjölskyldu okkar og ævitryggð við hana yndislegu Siddý sína, okkar innilega hluttekningu. Hlíf, Aðalheiður, Hafdís, Viktor og Hilmar. ✝ Margrét Sig-tryggsdóttir fæddist á Hrapps- stöðum í Laxárdal í Dalasýslu 10. sept- ember 1925. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skóg- arbæ 15. nóvember 2016. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Sigurbjörnsdóttur ljósmóður og Sigtryggs Jóns- sonar, bónda og hreppstjóra. Bræður hennar voru Jón Sig- tryggsson aðalbókari, f. 2. sept- ember 1917, d. 21. mars 2005, og Sigurbjörn Sigtryggsson að- stoðarbankastjóri, f. 17. nóv- ember 1918, d. 30. ágúst 2003. Hún stundaði nám við húsmæðraskólann að Staðarfelli og útskrifaðist þaðan árið 1944. Margrét hélt heimili með for- eldrum sínum á Hrappsstöðum fram til ársins 1958 þegar hún fluttist til Reykjavíkur. Eftir það vann hún um tíma í Vinnu- fatagerð Íslands en síðan í nokkur ár í drengjafataversl- uninni Nonna. Árið 1965 giftist hún Eggert Emil Hjartarsyni, f. 4. apríl 1912, d. 15. nóvember 1988. Hún fluttist þá í Kópavog, bjó þar síðan og starfaði við safnaðarheimili Kópavogskirkju og víðar. Mar- grét var félagslynd, starfaði lengi með Kvenfélagi Kópavogs og var m.a. um árabil formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 22. nóv- ember 2016, klukkan 13. Nú þegar komið er að kveðju- stund er mér efst í huga þakklæti til forsjónarinnar fyrir að hafa leyft mér að eiga samleið með Margréti í lífinu um þónokkurn tíma. Það var í gegnum starf í Mæðrastyrksnefnd Kópavogs sem ég kynntist Margréti, en þar var hún formaður um árabil, ásamt mörgum öðrum ötulum konum. Þær unnu sitt starf af hugsjón, hlýju og virðingu við þá sem þær liðsinntu hverju sinni. Var það mikið og óeigingjarnt starf sem þar var unnið við mis- jafnar aðstæður. Starf þessarar nefndar hefur ekki farið fram með hávaða eða fyrirgangi, hvorki þá eða nú, en mörgum hefur nefndin létt erfiða lífsgönguna. Þegar ég kynntist Margréti bjó hún í Holtagerðinu ásamt Daníel Einarssyni, en þau fluttu síðar á Borgarholtsbraut- ina. Þar sem Kópavogsnesið er gott til gönguferða þá lá leið mín oft út í vesturbæinn, þá var freistandi að líta af og til við hjá þeim í stutt kaffispjall. Sú heim- ilishlýja sem þar mætti manni var einstök og minnist ég þeirra stunda með virðingu og þökk. Voru þá heimsmálin rædd og einnig fortíðin rifjuð upp og það samfélag sem við ólumst upp í og er nú óskiljanlegt öðrum en þeim, sem fæddir eru á fyrri hluta síð- ustu aldar. Segja má að það sé veröld sem var. Margrét var fal- leg kona með sérlega fallega augnumgjörð og fannst mér hún alltaf vera eins og spænsk senjo- ríta og sú góðmennska sem fylgdi henni var einstök. Ég kveð Mar- gréti, mína kæru vinkonu, og bið henni blessunar Guðs. Ástvinum hennar flyt ég samúðarkveðjur frá Mæðrastyrksnefnd Kópa- vogs. Guðlaug Erla Jónsdóttir. Margrét Sigtryggsdóttir Það er skammt stórra högga á milli. Rétt eftir að ég heyrði að frændi minn, Stefán Stef- ánsson, væri látinn bárust tíðind- in um andlát annars frænda míns, Hrafns Pálssonar. Báðir höfðu þeir átt við erfið veikindi að stríða og því ljóst hvert stefndi. Þessar fréttir fengu engu að síð- ur mjög á mig, en vöktu margar góðar minningar um samveru- stundir á árum áður. Ég ólst upp á Akureyri, en nær öll systkini móður minnar voru búsett í Reykjavík. Það var því ekki fyrr en ég kom fyrst til Reykjavíkur sem ungur drengur á árunum eft- ir stríð, að ég hitti frændsystkini mín. Við vorum þrír systrasynir á svipuðu reki, Stefán og Páll, inn- anhússarkitekt, sem lézt fyrir all- mörgum árum, og svo ég, og síð- an einn bróðursonur, hann Krummi frændi, eins og hann var ávallt kallaður. Við hittumst oft á heimili ömmu okkar, Kristínar, á Skólavörðustíg 8, en þar var sam- komustaður stórfjölskyldunnar. Með okkur tókust strax hin beztu kynni, enda fjórir hressir strák- ar. Á heimili ömmu okkar var pí- anó, sem ekki var algengt á þeim árum, og var hún mikill tónlistar- unnandi. Hún hafði séð til þess að öll börn hennar lærðu á hljóðfærið en eitt þeirra, Páll Kr. Pálsson organisti, gerði tónlistina að ævi- starfi sínu. Það varð hins vegar fljótlega ljóst að allir tónlistarhæfileikar þriðju kynslóðarinnar höfðu safn- azt saman hjá einu frændsystk- inanna, honum Krumma frænda, Hrafn Pálsson ✝ Hrafn Pálssonfæddist í Reykjavík 17. maí 1936. Hann lést 2. nóvember 2016. Úför hans var gerð 15. nóvember 2016. syni Páls. Strax barn að aldri var hann sestur við pí- anóið og við hin hlustuðum andakt- ug á. Á efri ung- lingsárum sínum fór Krummi norður til Akureyrar og sett- ist á skólabekk í Menntaskólanum, þar sem ég var um það bil að ljúka námi. Þar urðu fagnaðarfundir okkar frænda. Músíkin hélt þó áfram að tefja fyrir námsfram- vindu Krumma frænda, en hún átti hug hans allan. Hann frestaði því frekara námi um sinn, en tók svo þráðinn upp aftur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð um 1974. Að því loknu hélt hann til Bandaríkj- anna, þar sem hann lauk meist- araprófi í félagsvísindum frá góð- um háskóla. Var sérsvið hans aðstoð og hjálp til handa þeim sem eiga við fíkni- og vímuefna- vandmál að stríða. Þetta varð að- alstarfsvettvangur hans næstu árin, en hann starfaði sem skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu yfir slíkum málum. Síðar sinnti hann einnig málefnum aldraðra hjá ráðuneytinu um langt skeið. Þrátt fyrir mikil og annasöm störf hélt Krummi frændi tryggð við tónlistina og sinnti henni í hjáverkum, eins og honum var framast unnt. Hann var nú farinn að semja tónverk og skilur eftir sig mikla arfleifð þar. Við hittum hann og konu hans, Vilborgu, af og til og var alltaf jafn gaman vera í návist þessa frænda míns, sem var með afbrigðum hlýr og skemmtilegur maður og drengur góður. Hann sagði oft góðar sög- ur og lyfti ávallt stemningunni á hærra plan. Ég sendi henni Vil- borgu samúðarkveðjur okkar Sigríðar Maríu. Júlíus Sólnes. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÚN RÓSA STEINSDÓTTIR (Bíbí), Hrafnistu í Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 16. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 28. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Hrafnistu. . Ólafur Einarsson, Drífa Kristjánsdóttir, Gunnar Einarsson, Sigríður D. Gunnarsdóttir, Páll Einarsson, ömmubörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur. Móðir okkar, KRISTÍN JÓNASDÓTTIR, lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 18. nóvember. . Erla Snorradóttir, Sigmundur Snorrason, Hrafnhildur Snorradóttir, Bára Snorradóttir, Bryndís Snorradóttir, Ásdís Snorradóttir, Birna Snorradótir, Snorri Birgir Snorrason. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN RÖGNVALDSSON frá Ólafsdal, fæddur 3. júní 1929, lést 8. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Guðný N. Guðjónsdóttir, Jan H. Eilertsen, Sigvaldi Guðjónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Bryndís B. Guðjónsdóttir, Gyða Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, GUÐSTEINN INGIMARSSON, lést á heimili sínu 15. nóvember. Útförin fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 1. desember klukkan 15. . Björg Halldórsdóttir, Esther Eva Guðsteinsdóttir, Saron Rut Guðsteinsdóttir, Elísa Mjöll Guðsteinsdóttir, Halldór Guðsteinn Guðsteinsson, Joshua D. Gústav Guðsteinsson, Ingimar Vigfússon, Sigríður Hendriksdóttir, systkini, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐFINNUR SIGURVINSSON, fyrrverandi bæjarstjóri í Keflavík, til heimilis að Miðholti 5, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut umvafinn ást og hlýju sinna nánustu 16. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 13. . Gíslína Jóhannesdóttir, Sigurvin Br. Guðfinnsson, Dagfríður Arnardóttir, Gísli Rafn Guðfinnsson, Edda Guðrún Guðfinnsdóttir, Magnús Ívar Guðfinnsson, Guðrún S. Björnsdóttir, Birgir Guðfinnsson, Guðlaug Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.