Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 37
Lífsstíll 21Vikublað 24.–26. mars 2015 Heill heimur af pylsum! Hrísateig 47 Pylsur á pönnuna en einnig úrvals skinkur og álegg á veisluborðið að ógleymdri svínasultunni, beikoninu og ýmsu öðru góðgæti. Gæðapylsur og skinkur án allra auka- og fylliefna og án MSG. Framleiddar eftir uppskriftum frá öllum heimshornum. Íslenskt kjöt – íslensk framleiðsla! PIPA R\TBW A • SÍA UPPFYLLIR SKILYRÐI NÁLARAUGANS Paleo GABS SCD Þ essi kaka er uppáhalds- útgáfan mín af sænsku klessukökunni (s. kladd- kaka) sem er eins konar norræn gerð af franskri súkkulaðiköku. Í hvorugri er lyfti- duft sem gerir að verkum að þær verða þéttari í sér og klessulegar eða blautar án þess þó að vera hráar. Smekkstriði eru rökrædd Svíar geta rökrætt endalaust um hvernig besta kladdkökuuppskriftin sé. Hvort í henni eigi að vera súkkulaði eða kakó – smjör eða olía að hluta til og ýmislegt fleira. Þessi atriði fara eftir smekk en eru engu að síður mikið þrætuefni. Svo eru aðferðir við baksturinn enda- laust fjölbreyttar. Allt er gert til að ná rétta súkkulaðikeimnum og réttu áferðinni, sem skal vera blaut, en ekki hrá. Undanfarið hefur orðið mjög vin- sælt að gera ýmiss konar útgáfur af þessari köku svo hún bragðist öðru- vísi en hafi sömu áferð. Að sjálfsögðu hefur bragðið þá verið árstíðarbund- ið; saffran á jólunum, marsípan á vorin, kanill þegar dagur kanilsnúð- anna nálgast, og svo framvegis. Grunnuppskrift að sænskri klessuköku Grunnuppskriftin er óhemjugóð bæði með kaffinu eða í eftirrétt með rjómaslettu eða ískúlu. Svo er hægt að breyta henni með alls kyns ábreiðum sem henta við mismun- andi tækifæri. n 3,75 dl sykur n 4 egg n 2 dl kakó n 2 tsk. vanillusykur n ½ tsk. flögusalt n 2,5 dl hveiti n 200 g smjör Aðferð: Hitið ofninn í 175 gráður. Bræðið smjör og kælið. Blandið rösklega saman við kælda smjörið kakói, vanillusykri, flögusalti og sykri. Eggin eru hrærð saman, eitt í einu og síðast er hveitinu bætt út í. Ekki hræra of mikið eða harkalega þegar þarna er komið sögu. Smyrjið hringlaga bökunar- form með smjöri og stráið hveiti yfir. Hristið vandlega svo að hveitið dreifist vel í formið. Hellið deiginu í. Bakið í um það bil 30 mínútur. Kak- an má vera dálítið laus í sér þegar hún er tekin út. Látið kólna alveg áður en ábreiðan er sett á. n Ofurútgáfan! Hér kemur ofur-kladdköku-sprengjan. Hrískúlum er bætt í deigið og ábreiðan er úr poppi og karamellu. Sætt, salt og syndsamlegt! Súkkulaðikaka með poppi og karamellu Viðbót í kökudeigið: n 100 g hrís (Freyju) Þegar deigið er komið í formið er hrísinu hellt yfir. Ýtið hrískúl- unum vandlega niður í deigið með fingrunum. Ábreiðan: n 10 fudge-bitar (fást á nammibarnum) n 1 tsk. smjör n 2 msk. rjómi n 2–3 dl popp Bræðið fudge-bitana í litlum potti ásamt teskeið af smjöri. Blandið rjómanum saman við þegar bitanir eru byrjaðir að bráðna. Látið allt bráðna saman svo úr verði fljótandi karamellusósa. Ef sósan er of þykk má bæta við rjóma. Dreifið poppinu yfir kökuna og hellið kara- mellusósunni í mjórri bunu yfir poppið. Það er alls ekki verra að bera kökuna fram með ís eða þeyttum rjóma. Sænsk klessukaka með poppi og karamellu n Kaka með óteljandi möguleika n Einn grunnur og margar ábreiður Límónuábreiða n 100 g rjómaostur n 1,5 dl flórsykur n 1 dl kókos n 1 límóna (fínt rifinn börkurinn utan af ásamt safanum) n 50 g smátt saxað hvítt súkkulaði. Öllu blandað vandlega saman og smurt yfir kælda kökuna. Fallegt er að geyma smávegis af rifna límónuberkinum og dreifa yfir hvítt kremið. Kaffiábreiða n 50 g brætt smjör n 1 msk. kakó n 2 msk. vanillusykur n 3 dl flórsykur n 3 msk. sterkt kaffi Öllu blandað vel saman og kælt. Smurt yfir kökuna. Hnetuábreiða n 100 g núggat n 50 g hnetur að eigin vali. Gott að hafa t.d. saltaðar pistasíuhnetur. Núggati brætt og smurt yfir kælda kökuna. Hneturnar saxaðar og dreift yfir. Berjaábreiða Fersk ber að eigin vali! Hér er tilvalið að skera niður jarðarber og hrúga ofan á – eða nota bláber eða hindber. Endalaust er hægt að prófa sig áfram. Flest ber fara vel með súkkulaðikökunni. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Uppáhaldsútgáfan Öðruvísi útgáfa af sænskri klessuköku. Mynd SiGtRyGGUR ARi Kakan tilbúin Þær gerast varla girnilegri kökurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.