Kvennalistinn - 01.01.1987, Blaðsíða 3

Kvennalistinn - 01.01.1987, Blaðsíða 3
„Lífsgleðin hún leysir vanda” áf1 Margrét Guðmundsdóttir er húsmóðir í Dalsmynni í Eyja- hreppi. Hún er ein þessara hugmyndaríku kvenna, sem kemur hugmyndum sínum í framkvæmd. Margrét erágæt- ur hagyrðingur og margir þekkja vísur hennar um hin margvislegustu efni, bæði þjóðmálin og atburði í heima- byggðinni. Að þessu sinni ætlum við þó ekki aö gera kveðskapinn að aðal umræðu- efni, heldur forvitnast um ýmistegt annað sem Margrét hefur fyrir stafni. Hún er búin að koma upp 11 börnum og hefur nú meiri tíma en áður til að sinna áhugamálum sín- um. Mig langar til að spyrja þig fyrst um handavinnu þína, Margrét. Mér þykir gaman að handa- vinnu. og saumaði og prjónaði allt fyrir fjölskylduna. Nú geri ég eingöngu það, sem mér finnst skemmtilegt. Ég sauma sauðskinnsskó, bæði stóra og litla. Ég hef ekki undan með skóna, það er alltaf markaður fyrir þá. Ég sel í verslanir í Reykjavík og framleiði líka fyrir vini og kunningja. Ég hef saumað seli og kanínur úr klipptri gæru og plussefni. Litlir selir úr selsskinni seldust mjög vel, sérstaklega keyptu útlendingar mikið af þeim. Litlir hlutir virðast seljast betur en stórir. Ég er i sambandi við sérstaklega listfengar þrjóna- konur, sem prjóna rósaleppa í skóna fyrir mig. Listiðnaður er ekki í miklum metum. Það sést best á því, að verslanirnar greiða jafn mikið fyrir skóna hvort sem þeir eru með handprjónuðum rósa- leppum, eða leppum úr niður- klipptum peysum. Þeir geta auðvitað verið fallegir líka, en annað er listiðnaður, hitt ekki. Verslunarfólkið gefur þá skýr- ingu að kauþendurathugi ekki muninn, og verslunin geti ekki tekið þá áhættu að borga meira fyrir betur unna vöru. Nú gerir þú fleira en að sauma. Ég hef séð eftir þig skreytingar á ýmsum samkomum, t.d. fallegar borðskreytingar á boðsskemmtun á Breiðabliki á dögunum. Já, þetta byrjaði með því, að mig vantaði tækifærisgjafir handa kunningjum, sem áttu allt. Þá fór ég að búa til skreytingar til að gefa þeim. Mérfinnst aðgjafireigiaðvera þannig að maður gefi eitthvað af sjálfum sér, ekki endilega dýrar. Til að byrja með skreytti ég alls kyns krukkur, stórar og litlar, allt upþ í gólfvasa handa börnunum mínum. Ég hef líka búið til skeljavasa og skreytt. Hef selt og gefið mikið af þeim. Hvað notarðu í skreyting- arnar? ,,Á sumrin safna ég fallegum stráum og blómum. bæði villtum og þeim, sem ég rækta sjálf, t.d. eilífðarblóm. Þetta er sumarauki á veturna. Ég þurrka blóm og lita mosa, þetta erallt saman heimilisiðn- aður hjá mér. Stráin okkar og blómin eru mjög falleg og óþarfi að flytja þetta inn frá útlöndum í svona miklu magni eins og gert er. Svo hef ég verið með skógrækt sem tómstunda- gaman, en það er erfitt að rækta hér á Snæfellsnesi. Hér er svo harðbýlt að það er aðeins fyrir hörðustu áhuga- menn að ná góðum árangri. Margrét segir hlæjandi að Óli Valur Hansson, garðyrkju- ráðunautur, hafi hvergi komið þar sem búið var að hafa jafn mikið fyrir ræktuninni með eins litlum árangri. Hún segir að mikið brotni undan snjó. Margrét gerir grín að sjálfri sér og segist vera ,,handahófs- húsmóðir úti og inni”, að hún hafi ekki skipulagt fyrirfram hvar plönturnar ættu að vera og verið heilmikil fyrirhöfn að flytja plönturnar milli staða. Bak við íbúðarhúsið er gríðarstórt gróðurhús, sem Margrét fékk í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum þegar hún varð sextug, og ekki má gleyma garðinum stóra þar sem hún ræktar tré, blóm og grænmeti. Ég bið hana að segja frá ræktuninni. ,,Ég hef alla tíð haft gaman af garðyrkju og ræktaði fyrir heimilið. Það munaði heilmik- ið um það hér áður fyrr, þegar börnin voru heima. Ég hef ræktað flest algengt græn- meti og nú í seinni tið finnst mér gaman að þrófa nýjar teg- undir. Það er mikill munur að geta alið þlónturnar upþ í gróðurhúsinu. Annars er það ekki mikið sem ég rækta af grænmeti, aðallega handa vinum og vandamönnum”. „Undanfarin 3 ár hef ég svo verið með meiri blómarækt. Þá hef ég sent blóm á 25 borð á Hótel Búðum í hverri viku. Ég hef líka selt plöntur. bæði blóm og grænmeti eftir að ég fékk gróðurhúsið. Mér leið voðalega i!la þegar ég fór að selja plönturnar, það var eins og að selja sálu sína, ég gaf þær alltaf hér áður fyrr. En fólk kemur frekar að fá þlöntur hjá mér ef ég tek fyrir þær”. Talið berst nú að fleiri möguleikum í heimilisiðnaði. ,,Það þarf að nýta betur möguleikana, sem ferðaþjón- ustan gefur. Ég hef farið til Noregs, en þar kom maður hvergi á svo lítilfjörlega bensínstöð að ekki væru minjagripir til sölu. Hér er víða ekki einu sinni hægt að fá póstkort! Það þarf að þróa heimilis- iðnað, sem hægt væri að nýta sem söluvarning fyrir ferða- menn. Hlutirnir þurfa að líta vel út og vera fyrirferðarlitlir. Umbúðirnar eru líka mikilvæg- ar. Fólk þarf að hugsa fyrir snotrum umbúðum ef það er með hluti í stórum stíl”. í lokin barst talið að jafnrétti kynjanna og þarhefurMargrét ákveðnar skoðanir eins og á öðru. ,,Mér finnst hræðilegt að vera fædd til stéttar. Það er ekki þar með sagt að maður vilji elda matogskeinaskítalla ævi þó maður verði ástfangin 17 ára. Ég er fædd rauðsokka. en samt líkaði mér ekki hvernig þær rökkuðu niður húsmóðurstarfið. Það er ó- þarfi að rakka niður það sem vel er gert. Mæður og hús- mæður eru hornsteinar þjóð- félagsins og mikil gersemi”. í lokin langar mig til að birta 3 vísur eftir Margréti, sem segja mikið um lífsskoðun hennar og lífsgleði. Gaman er í góðum veislum gleðin blómstrar eins og jurt ef þú safnar sólargeislum sorg og kvíði víkja burt. Hafðu stjórn á hugsun þinni í hjartanu dýpsta gleðfn býr. Ef þú hefur sól í sinni sérhver skuggi burtu flýr. Lífsgleðin hún leysir vanda lyftir öllu á hærra stig. Ef brosirðu til beggja handa breytist allt í kringum þig. Ég þakka Margréti kærlega fyrir spjallið og kveð með fulla vasa af leiðbeiningum um hvernig eigi að sauma sauð- skinnsskó. SP 3

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.