Kvennalistinn - 01.01.1987, Blaðsíða 7

Kvennalistinn - 01.01.1987, Blaðsíða 7
Þegar skyldunámi lýkur, hvað þá? Þegar aö því kemur, að krakkar af landsbyggðinni fara í framhaldsskóla, er þeim oft ærinn vandi á höndum. Krakk- arnir vita mörg hver ekkert hvert halda skal í skóla, þegar skyldunámi lýkur. Skólakynn- ing og starfsfræðsla mætti gjarnan vera meiri í 8. og 9. bekk grunnskóla. Nú á tímum þrenginga og kvótaskerðinga er eins gott að gera sér grein fyrir hvað það kostar að fara í skóla og það borgar sig örugglega að nota tímann vel til náms. hvert svo sem farið er. Við fórum á stúfana og könnuðum mánaðakostnað hjá fjórum nemendum í jafnmörgum skólum. Við spurðum bara um fæðis- og húsnæðiskostnað. Öll voru þau í heimavist, utan Reykja- víkurneminn. sem leigði her- bergi og sá um sig sjálfur. En þar er fátt um heimavistir og dýrt að leigja á almennum markaði. En í Reykjavík eru mun fleiri námsmöguleikar og hátt á 2. þús. nemendur utan af landi munu sækja þar framhaldsskóla í vetur. Nem- endur á Laugavatni hjálpa eitthvað til við uppvask til að minnka kostnað. Neminn í Fjölbrautaskóla Vesturlands fékk eina máltíð á dag í skólanum. en sá um sig sjálfur í mat að öðru leyti. enda mjög góð aðstaða til þess. Mikil aðsókn er að heimavistinni og Hvítárskálinn við Hvítárbrú. Sími 93-70050 Bensín og olíuvörur Nýlenduvörur og sælgæti Opið mánud. - föstud. kl. 11.30-21.00 og laugard. - sunnud. kl. 11.30-18.00 munu krakkar af Vesturlandi ganga fyrir með pláss þar. Þessar kostnaðartölur eru síðan í haust og nú hefur allt hækkað. Samt vona ég að þið. sem eruð að hugsa ykkur um fyrir næsta vetur. getið haft gagn af þessu. Menntaskólinn á Akureyri: fullt fæði ........ 15.000 kr. heimavist .......... 4.000 " alls 19.000 kr Menntaskólinn við Hamrahlíð: herb á leigu ..... 13 000 kr fæði (sjálf) ..... 12.000 ” alls 25.000 kr. Menntaskólinn á Laugarvatni fullt fæði og húsnæði ........ 13.500 kr. Fjölbrautaskólinn á Akranesi: a) heimavist ........... 1.500 kr 1 máltíð á dag ..... 4.000 " fæði (sjálfur) ..... 4.700 ” alls 10.200 kr. b) heimavist ........... 1.500 kr. fullt fæði ......... 11.200 ” alls 12.700 kr. SSG FERÐAMENN Vorum að breyta og bæta. Lítið inn og látið fara vel um ykkur á þægilegu hótelher- bergi og yfir indælum málsverði. Leggjum áherslu á hlýlegt og gott viðmót. Hótel Nes Ólafsvík Sími 93-61300 7

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.