Pilsaþytur á Suðurlandi - 01.04.1991, Blaðsíða 4

Pilsaþytur á Suðurlandi - 01.04.1991, Blaðsíða 4
KYNNING A FRAMBOÐSLISTA KVENNALISTANS SUÐURLANDI 1. saeti Drífa Krístjánsdóttir Torfastöðum Biskupstungum Fædd í Reykjavík 31.10.50. og ólst þar upp. Maki: Ólaiur Elnarsson. Böm: Fannar 12 ára, Björt 8 ára og Eldur 5 ára. Störf: Ég vann alltaf með skólanum hér á árum áður enda leyfði fjárhagur foreldra minna ekki annað og þá var allt unnlð sem til féll. Eftir nám í Verslunarskóla íslands fór ég að vlnna á skrif- stofu Loftleiða, en fór svo í nám í Kennaraskólanum og varð kennari árið 1973. Síðan hef ég unnið við kennslu, fyrst á Unglingaheimili Riklsins en þar stýrði ég skólanum fyrstu 6 árin sem hann var starf- ræktur. Síðan íluttum við hjónin ásamt öðrum hjónum í Fljótshlíðina og stofnuðum þar Meðferðarheimilið Smára- túni. Þar unnum við í íjögur ár en íluttum okkur svo um set í Biskupstungumar og nú búum við og vinnum á Torfa- stöðum en þar rekum við Meðferðarheimilið Torfastöð- um. Hér em störíln mjög fjöl- breytileg, ég kenni bömunum sem hjá okkur dvelja, við stundum búskap og sinnum þeim verkum sem að honum snúa. Heimilið hér er stórt og þvi þarf að sinna alla daga. Hvers vegna tekurðu þátt .1 framboði Kvennalistans á Suðurlandi? Kvennalistinn höfðar mjög til mín og stefnumál hans em í samræmi við lifsskoðanir min- ar. Mér finnst nauðsynlegt að konur láti meira til sín taka í öllum málefnum þjóðlífsins og á sínum eigin forsendum en ekki forsendum karla. Kvennalistinn hefur alltaf verið mjög heill og heiðarlegur og hagsmunapólitík er nokkuð sem konur innan hans hafna. Þessvegna tel ég það mína skyldu að styðja við framboð Kvennalistans og vona bara að ég nái að standa mig sæmi- lega þrátt fyrir litla reynslu í pólitísku þvargi og þrasi. Hverju vilt þú helst breyta í íslensku samfélagi? Ég er sannfærð um það að ef við leggjum mest uppúr þvi að sinna hvert öðm eins vel og við getum þá verði samfélagið miklu notalegra fyrir alla. í dag er það svo að alltof margir hugsa fyrst og fremst um eigin hag, eigin gróða, að geta snúið vel á skattkerfið o.s.frv. Ég óttast þær alleiðíngar sem svona hugsunarháttur og inn- ræting á eftir að hafa á kom- andi kynslóðir. Fólk vill fá mikið fyrir lítið án tillits til þess að þeir verr settu í okkar samfélagi þurfa að vinna fyrir launum sem em ekki boðleg neinum. Konur á mörgum vinnustöðum hér á Suður- landi hafa í dagvinnulaun frá kr 45.000 krónum uppí kr 54.000. Það er ekki sæmandi nokkmm að ráða fólk í vinnu á svona lágum launum og að þiggja sjálft sem yfirmenn að minnsta kosti 100% hærri tekjur og oftast margfaldar tekjur þeirra lægst launuðu. Það verður að ná meiri jöfnuði og ég held að konur verði að vinna sjálfar að því að ná fram þeim jöfnuði. Við höf- um beðið eftir því að aðrir gerðu þetta fyrir okkur en það hefur aðeins leitt til ástands sem er enn verra en það var fyrir 10 til 15 ámm síðan. Hvað viltu segja að lokum? Ég hef verið að velta þvi fyrir mér undanfarið hve aðstöðu- munurinn er mikill í öllum hlutum hér í okkar samfélagi. Eins og þið vitið þá fá þing- menn sér leyfi frá störfum á fullum launum til að vinna í sinni kosningabaráttu. Þeir sem ekki em þingmenn verða að vinna að kosningabarátt- unni með eigin vinnu og það er ekki svo lítið sem þarf að gera. Er það alveg gefið að það verði að slíta þingi til að þing- menn geti sinnt sinni kosn- ingabaráttu? Vinnutíminn minn er ömgglega ekki styttri en hinna háu ráðherra þótt ég vinni mína hluti í kyrrð og ró án fréttaflutnings um mitt eigið ágæti. 2. sseti Margrét Björgvinsdóttir Hvolsvelli Fædd á Bólstað í Austur- Landeyjum 16. ágúst 1934 og sleit þar bamsskónum. Maki: Bjami Helgason Böm: Einn sonur og tvö bamaböm. Störf: Hefur unnið hjá Kaup- félagi Rangæinga í meira en aldarfjórðung. Hvers vegna tekur þú þátt í framboði Kvennalistans á Suðurlandi? Ég hef fylgst með starfinu hjá Kvennalistanum frá upphafi og lesið Veru þó tiltölulega stutt sé síðan ég fór að starfa af krafti með þeim. Málfiutn- ingur þingkvenna Kvennalist- ans er þannig að ég á auðvelt með skilja hann og þær hafa komið hreint fram. Og fyrst Suðurlandsanginn vildi bjóða mér sæti á listanum þótti mér spennandi að fá tækifæri til að leggja mitt lóð á vogarskálina. Hveiju vilt þú helst breyta í íslensku samfélagi? Ég vil að störf fólks verði met- in sanngjamlega, launamunur minnki verulega og engum verði boðið uppá laun undir framfærslumörkum og að til- hneiging til að líta með að- dáun á þá sem auðgast með óeðlilegum hætti, berast á og bmðla verði svæfð. Ég vll að fjölmiðlar sýni fjölskyldum í landinu miskun og láti af sýningum á ofbeldi og grimmdarverkum og að of- beldi þess sterka gagnvart hinum veikari linni og allir séu vakandi gagnvart þvi að böm séu lögð í einelti. Hvaða spumingu viltu svara að lokum? „Hvemig líst þér á framtíð hér- aðsins“? Mjög vel. Nóg er náttúmfeg- urðin. Ferðaþjónustan ætti að geta blómstrað. Og nú hefur óskadraumurinn ræst og við fáum að fullvinna sláturaf- urðir i heimahéraði. Möguleik- amir em miklir. En hugsum ekki um skjótfenginn gróða. Látum græðgina ekki ná tök- um á okkur. Gætum hófs og jafnaðar, minnug þess að síg- andi lukka er best. 3. sseti Elísabet Valtýsdóttir Selfossi Fædd í Reykjavik 22. ágúst 1952 en ólst upp í Danmörku til 10 ára aldurs. Maki: Gísli Skúlason. Böm: Kári Hrafn 19 ára, Skúli eins árs. Störf: Kennari við Fjölbrauta- skóla Suðurlands síðastliðin 6 ár. Hvers vegna tekur þú þátt í framboði Kvennalistans á Suðurlandi? Staða kvenna virðist að sumu leyti hafa farið versnandi und- anfarin ár þrátt fyrir margt sem áunnnist hefur, t. d. eiga konur erfitt uppdráttar á framboðslistum fiestra hinna flokkanna. Mér fannst þess vegna erfitt að skorast undan að taka þátt í að vinna stefnu- málum Kvennalistans braut- argengi í komandi kosningum. Hveiju vilt þú helst breyta í íslensku samfélagi? Það er íslensku þjóðinni til skammar að fullvinnandi fólki skuli greidd laun undir fram- færslumörkum. Það em sjálf- sögð mannréttindi að sá/sú sem vinnur fulla vinnu geti framfleytt sér á dagvinnulaunum. Hvað viltu segja að lokum? Kaupum íslenskt - ef varan veldur ekki mengun. 4. sæti Sigríður Steinþórsdóttir Skagnesi Mýrdal Fædd á Skagnesi 22. septem- ber 1948 og ólst upp þar. Störf: Bóndi á Skagnesi síð- astliðin 17 ár og hefur auk þess unnið eitt og annað. Hvers vegna tekur þú þátt í framboði Kvennalistans á Suðurlandi? Ég vil gjaman taka þátt í þvi merkilega starfi sem Kvenna- listinn hóf fyrir átta ámm. Ég vil sýna stuðning minn í verki. Ég hef aldrei fellt mig við stefnur né aðferðir gömlu flokkanna. Kvennalistinn rek- ur öðmvisi pólitík. Hveiju vilt þú helst breyta í íslensku samfélagi? Ég vil hugarfarsbreytingu ís- lensku þjóðarinnar, minni efn- ishyggju og minni græðgi, meiri mannúð, samvinnu og traust. Þá kemur jafnréttið af sjálfu sér. Ég vil að konur taki meiri þátt í að stjóma þvi samfélagi sem þær lifa i. Ég vil að þær þori, geti og vilji og að þeirra sjónarmið fái að njóta sín. 'm. 5. sseti Sigurborg Hilmarsdóttir Laugarvatni Fædd á Eskifirði 10. júní 1946 og ólst upp þar. Maki: Kristján Eiríksson. Böm: Steinn 16 ára, Eiríkur 14 ára, Sigrún 5 ára. Störf: íslenskukennari við Menntaskólann að Laugar- vatni síðan 1977. Hvers vegna tekur þú þátt í framboði Kvennalistans á Suðurlandi? Oft var þörf en nú er nauðsyn að koma sjónarmiðum kvenna á framfæri. Launamunur karla og kvenna .viðhelst og vex í skjóli svokallaðrar þjóð- arsáttar og hörmungamar sem dunið hafa yfir heims- byggðina í vetur sýna að þeir sem hafa líf og gæfu jarðar- bama í hendi sér hafa ekkert lært. Hveiju viit þú helst breyta í íslensku samfélagi? Tekj uskiptingunni. Hvaða spumingu viltu svara að lokum? „Hver er mesta ógæfa í ís- lenskum menntamálum í seinni tíð“? Það er setning bráðabirgða- laganna 3. ágúst síðastliðinn. NÚ ER DÖMUFRÍ ÞIH ER AÐ VEUA 4

x

Pilsaþytur á Suðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur á Suðurlandi
https://timarit.is/publication/1247

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.