Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 34
Ef ég í raun og veru kom einhverju í verk á meðan ég var þarna eystra þá tel ég að nýja sjúkrahúsálman liají skipt mestu. Enginn vafi var á því að það sem kallað hafði verið Nightingale-valdið var staðreynd. Florence var orðin alls ráðandi í því neyðarástandi sem ríkti. Hún varð kletturinn sem aðrir studdu sig við, sú eina sem gat komið einhverju skipulagi á öngþveitið. Þetta rann upp fyrir æ fleiri og til liennar leituðu læknar, liðsforingjar og svokallaðir yfirinenn á öllum stigum í birgðahaldinu. Meira að segja yfirmaður heilhrigð- isráðuneytisins, sem á sínum tíma hafði verið ein- dreginn mótstöðumaður hennar, varð að beygja sig og viðurkenna að „konur sjá livar skórinn kreppir þar sem karlar mundu ekki láta sér koma til hugar að einhverju væri ábótavant. Þær eru næmar á hluti sem körlum yfirsjást algjörlega,“ sagði liann. Síðan bætir hann við, að vísu með semingi: „Það verður að segjast að för ungfrú Nightingale til Skutari var afar mikilvæg.“ IVJeðal hermannanna var hún dáð nánast sem yfirnáttúruleg vera: „Ef hún hefði verið í fylk- ingarbrjósti hefðum við náð Sevastopol á okkar vald á einni viku,“ sögðu þeir. Florence hafði auga á þúsundum atriða, ef ekki hundruðum þúsunda, í smáu og stóru sem nota þurfti, gerði gangskör að útvegun þess sem vantaði, skipulagði störfin og stjórnaði þeim. A hverri nóttu, eftir að hún hafði gengið marga kílómetra um allt sjúkrahúsið frá einum beði til annars, settist hún við nokkurs konar skrifborð, lítið og óstöðugt húsgagn bak við forhengi í ísköldu turnherberginu. Þar mátti sjá ljós frá litlum lampa fram undir morgun. Hennar fyrsta verk var að þíða blekið því það fraus eins og allt sem frosið gat í fimhulkuldanum. Glæða svo eld- inn í viðarkolum í glóðarkeri til að hlýja ískalda fætur sína og taka síðan til við að gera endalausa lista yfir það sem vantaði eða þurfti úrbóta við. Smátt og smátt varð ég eins konar „smásali“ í öllu milli himins og jarðar. Það var ekkert smáræði sem þurfti að nota af skyrtum, sokkum, hnífum og göfflum, þvottaskálum, borðum og bekkjum, kálmeti og gulrótum, skurð- borðum, handklæðum og púðum til að styðja við þar sem hendur eða fætur höfðu verið limaðir af og ann- að í þá veru. Eða lyf til aflúsunar! Ef lýsnar í Skutari hefðu haft með sér samtök og skipulagt sig hefðu þœr getað borið öll rúmin, sem í röð voru um átta kílómetrar, héðan og heim í hermálaráðuneytið í White Hall í Lundúnaborg. Vistarvera Florence var kölluð Babelsturn. Þang- að streymdi hjúkrunarfólk, umsjónarmenn, starfs- fólk úr eldhúsi, læknar og liðsforingjar; Tyrkir, Grikkir, Frakkar og Italar til að fá svör við ólíklegstu spurningum og bera frain kröfur. Eg vissi til dœmis ekki hvort ég átti að hlœja eða gráta þegar tyrkneskur sendimaður varð að ná tali af mér til að spyrja hvort ég hefði til ráðstöfunar einhverja þœgilega og þybbna hjúkrunarkonu sem myndi falla vel inn í kvennabúr soldánsins. Eða: Afsakið frú, en gætuð þér útvegað mér skrif- pappír með sorgarrönd? Eða: Sjúklingur nr. 3149 ])olir ekki kjötseyði, haldið þér að hann haji gott af að fá egg? Og þegar systir Margrét kom til mín og sagði að lnin hefði ekki vitað að höfuðfatið, sem tillieyrði ein- kennisbúningnum, myndi verða svona óklæðilegt, hún væri efins um að luin risi undir því að ganga ineð húfuna og líklega væri best að hún færi aftur heim. Við óðum blóðflekkinn upp á miðja kálfa og oft þegar ytri aðstœður knýja fólk til hins ýtrasta segir það og gerir undarlegustu hluti. Systir Margrét var kyrr á sínum stað þrátt fyrir einkennisbúninginn og reyndist dugandi í starfi. Þegar allt þetta fólk, sem streymdi inn td hennar, hafði fengið úrlausn sinna mála hóf Florence að skrifa einhverja af þeim endalausu skýrslum sem senda varð yfirvöldunum í Englandi. Hér er tekið eitt lítið sýnishorn af þvUíkri skýrslu, skrifuð 14. desem- ber 1855: 1. Tilbúið er nú til nota eldhús þar sem matreitt er handa sjúklingum sem eru á sérfœði. 2. Umtalsverð hreingerning á sjúkrarými með skúringarburstum, veggir hvítkalkaðir. 3. 2000 skyrtur þvegnar, í heitu vatni - takið eftir því! Og afhentar. 4. Opnuð deild fyrir fœðingar, fram að þessu höfum við tekið á móti 36 börnum. 5. Daglegt eftirlit með opnum sárum og beinbrotum. 6. Sjúkrarými fyrir 800 manns sett í stand. Þetta er ef til vill bjartsýnisskýrsla frá „kven- foringjanum“ eins og farið var að kalla hana. Nýir bardagar og ósigrar voru fram undan en einnig nýjar vonir og sigrar fyrir þá sem ekki gefast upp. Framliald í nœsta blaði. 98 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.