Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 49
Tafla 4. Vinnustundafjöldi Meðaltal SD Fjöldi svara Svar vantar Fjöldi vinnustunda á viku 38,5 9,7 202 17(7,7%) Almennir hjúkrunar- fræðingar 35,0 9,8 96 10 ( 9,4%) Aðstoðardeildarstjóri 40,1 9,3 30 1 ( 3,3%) Deildarstjóri 43,0 8,1 41 1 ( 2,3%) Aðrir stjórnendur 42,0 7,6 25 2 ( 7,5%) Fjöldi yfirvinnustunda á viku 5,8 5,5 196 23 (10,5%) Fjöldi stunda á dag við beina umönnun 4,7 2,4 172 47 (21,5%) Fjöldi bakvakta á viku 1,9 1,3 43 12(21,8%) Fjöldi yfirvinnustunda fór hækkandi með auknu starfs- hlutfalli. Þannig unnu þeir sem voru í 75% starfi eða minna fjórar yfirvinnustundir en þeir sem unnu fullt starf við hjúkrun unnu að meðaltali 7,5 yfirvinnustundir á viku. Þessar niðurstöður sýna að meðalvinnuvika þeirra sem eru í fullu starfi er 47,5 stundir. Mismunur á meðalfjölda yfir- vinnustunda eftir starfshlutfalli er marktækur (einhliða dreifigreining; F=4,63; df=3/188; p<0,01). 128 þátttakendur töldu undirmannað á sínum vinnu- stað og 55 álitu svo ekki vera. Sterk fylgni reyndist vera á milli þessarar breytu og fjölda yfirvinnustunda (t-próf; t-gildi 3,22; p<0,01). Þannig unnu þeir, sem töldu undirmannað á sínum vinnustað, 6,65 yfirvinnustundir á viku en þeir sem ekki töldu undirmannað unnu 4,09 yfirvinnustundir. Staða, fjöldi barna undir 20 ára og það hvort þátttak- andinn var eina fyrirvinna heimilisins hafði áhrif á hversu hátt starfshlutfall þátttakendurnir vinna. Þannig voru u.þ.b. 60% deildarstjóra í 100% starfi samanborið við rúman fjórðung (27,4%) almennra hjúkrunarfræðinga (sjá töflu 5). Marktækur munur var á starfshlutfalli miðað við fjölda barna undir 20 ára aldri (einhliða dreifigreining; F=14,41; df=3/170; p<0,001). Þátttakendur, sem voru í 100% starfi, áttu að meðaltali 1,1 barn yngra en 20 ára en þeir sem voru í minna en 50% starfi áttu að meðaltali 2,1 barn yngra en 20 ára. Þeir sem voru eina fyrirvinna heimilisins voru marktækt líklegri til að vera í 100% starfi samanborið við þá sem voru ekki eina fyrirvinnan (72,3% á móti 33,1%; kí-kvaðratpróf; x2 = 25,9; df=3; p<0,001). Matarhlé Tæpur fjórðungur þátttakenda (22,8%) sagðist sjaldan eða aldrei geta tekið sér umsamið matarhlé í vinnutímanum, en þriðjungur (33,3%) sagðist nær alltaf geta tekið umsaminn matartíma. Um 10% þátttakenda fara út af deildinni eða vinnustaðnum til að taka sér matarhlé en 64,4% fara sjaldan eða aldrei út af deildinni til að taka sér matarhlé. Ekki er nein tölfræðileg fylgni á milli bakgrunnsbreyta og þess hvort þátttakendur sáu sér fært að taka umsamið matarhlé, en marktæk fylgni er á milli vinnustaðar og þess hvort þátttakendur komust út af deildinni eða vinnustaðnum til að taka sér matarhlé. Þeir sem starfa á sjúkrahúsum fóru sjaldnar af deild í matarhléi heldur en þeir sem vinna á hjúkr- unar- og dvalarheimilum og utan sjúkrahúsa (sjá töflu 6). Mönnun deilda og fjöldi aukarúma hafði áhrif á hvort þátttakendur sáu sér fært að taka umsamið matarhlé í vinnutímanum (kí-kvaðratpróf, x2=14,72; p<0,05). Þar sem ekki vantaði í neina stöðu hjúkrunarfræðings sáu tveir af hverjum þremur (66,1%) þátttakendum sér oft eða nær alltaf fært að taka umsamið matarhlé samanborið við þriðjung (32,4%) á vinnustöðum þar sem vantaði í 5 til 6 stöður hjúkrunarfræðinga. Þar sem vantaði í 5 til 6 stöður hjúkrunarfræðinga sáu 44,1% þátttakenda sér sjaldan eða aldrei fært að taka sér umsamið matarhlé samanborið við 17,9% þar sem allar stöður hjúkrunarfræðinga voru full- skipaðar. Á deildum þar sem þátttakendur sáu sér oft eða nær alltaf fært að taka umsamið matarhlé í vinnutímanum voru að meðaltali meira en helmingi færri aukarúm sett upp vikuna áður en spurningalistanum var svarað en á deildum þar sem þátttakendur sáu sér stundum, sjaldan eða aldri fært að taka matarhlé. Einhliða dreifigreining sýnir að þessi mismunur er tölfræðilega marktækur (F=3,40; df=2/122; p<0,05). Tafla 5. Tengsl milli stöðu og starfshlutfalls (N=204) Starfshlutfall Almennir hjúkrunarfr. Aðstoðar- deildarstj. Deildarstj. Aðrir stjórnendur t df=9 50% starf eða minna 16 (15,1%) 2 (6,5%) 0 3(12,0%) 60% - 75% starf 28 (26,4%) 1 (3,2%) 3 (7,1%) 3 (12,0%) 80% - 90% starf 33 (31,1%) 13 (41,9%) 14 (33,3%) 7 (28,0%) 100% starf 29 (27,4%) 15 (48,4%) 25 (59,5%) 12 (48,0%) 29,16*** Samtals 106 (100%) 31 (100%) 42 (100%) 25 (100%) ***p<0,001, kí-kvaðratpróf 289 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.