Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Page 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Page 25
 • VIÐTAL „Vorum þaulsætnar á alþingi" Trjáræktir i Önundarfiröi. hjúkrunarmenntun okkar. Hjúkrunarkvennaskóli Islands, sem var stofnaður 1931, varð aldrei gamall, hann var síungur og fylgdist með þróun erlendis. Flutningur hjúkrunarfræðinnar yfir í námsbraut í hjúkrunarfræðum við HI var liður í þeirri þróun. hegar ég lít til baka hefur mér alltaf fundist áhugavert og skemmtilegt það sem ég er að fást við hverju sinni. Eg hef enn þá nóg að gera, stunda heilsurækt, er í hópi kvenna í KFUK sem heimsækir aldraðar félagskonur." „María er mjög menntuð kona," segja Lilja Osk- arsdóttir og Stefanía Sigurjónsdóttir. „Sérstaklega þegar litið er til þeirra möguleika til framhalds- menntunar fyrir hjúkrunarfræðinga sem voru fyr- ir hendi á árunum um og eftir miðja síðustu öld. Þá hóf hún af sínum alkunna áhuga og dugnaði að leita sér framhaldsmenntunar og reynslu bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. 1 minningunni er María litríkur persónuleiki, skapstór, einstaklega glaðvær og stutt í hláturinn og áttum við við hana mjög gott samstarf. Enn þann dag í dag hefur hún brennandi áhuga á málefnum stéttarinnar og fylgist mjög vel með allri umræðu í tengslum við fagið. Hún ber með sér svipmót, andblæ og dugnað sannra Vestfirð- inga. Góður maður, sem hitti Marfu fyrir skömmu, sagði að hún væri elsti unglingur sem hann hefði hitt,“ segja þær Lilja og Stefanía. Og María Gísladóttir bætir við: „Eg hef kynnst Maríu bæði í leik og starfi. Eg mundi lýsa henni sem eldhuga, mikilli til- finningamanneskju og tryggum vin.“ María Finnsdóttir var, eins og áður sagði, gerð að heiðursfé- laga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á fulltrúaþingi sem haldið var 15. til 16. maí 2003. Við rifjum að lokum upp ljóð- línurnar sem hún flutti við það tækifæri úr ljóðinu „Hjúkrun“ eftir Guðmund Inga Kristjánsson úr ljóðabókinni „Sólfar' en það hljóðar svo: Sjúkur var ég. Brjóstið og þrautir þess þjáðu mig eins og bogar með örvum sínum. Þú varst yfir mér vakandi, hýr og hress. Hönd þín eins og skjöldur á augum mínum. Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004 öfum til jpgJhiúuin ii S&smurss), J-Wuir vtj Ln CíjJíi Sijjf: ii sírnnúur aj j íjJJíj þjvnus'u. i-Vúium iansjzJ rajsÉjiú aj iúiusn j3Jaj/J3l:u I:ral3rj upipiJýsJrjyíjr ar ■jú nnnzj h 'jniijVúu vkltur ^ _ —j, _ 'jJ'jj'jJ.asptejJBÍ mm 2

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.