Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 9
FRA FELAGINU Hjúkrunarþing 2004 - Kostnaður fólks á landsbyggðinni hefur aukist vegna þess hve sérfræðiþjónusta er að verða staðbundin. - Kostnaður sjúklinga eykst gjarnan þegar þjón- ustan er flutt á hagkvæmara þjónustustig, t.d. af legudeild á göngudeild. - Boðleiðir í heilbrigðiskerfinu eru óljósar njót- endum, þær þarf að skýra til að fólk hafi ein- hverja yfirsýn. - Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar/félagið beiti sér fyrir samræmingu í gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu. - Tryggja þarf að komur til hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð verði metnar sem hluti þess sem telst til söfnunar í afsláttarkort einstakl- inga hjá Tryggingastofnun ríkisins. Að loknu kaffihléi tóku við pallborðsumræður. Við pallborðið sátu fyrirlesarar ásamt EIsu B. Friðfinnsdóttur og Margréti Sverrisdóttur. Elsa B. Friðfinnsdóttir þakkaði ágæt erindi sem haldin voru á þinginu sem tengdust vel efnislega eins og fram kom í niðurstöðum hópastarfsins. Hún sagði frá málþingi sem Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga og Fæknafélag Islands munu halda 26. nóvember um öryggi sjúklinga. Einnig væri starfandi hópur sem ætlaði að setja fram viðmið um hversu mörgum sjúklingum hver hjúkrunar- fræðingur getur sinnt, einkum á bráðaþjónustu og öldrunarþjónustu. Starfshópinn skipa þrír fulltrúar frá F.í.h., tveir fulltrúar frá Landspítala-háskóla- sjúkrahúsi og einn fulltrúi landlæknisembættis- ins. Markmið hópsins er að setja fram staðla um mönnun og öryggi sem gætu fengið viðurkenningu stjórnvalda. Margrét Sverrisdóttir þakkaði fyrir ve! skipulagt og gagnlegt þing. Hún sagðist hafa sér- stakan áhuga á kostnaði sjúklinga og full ástæða væri til að óttast að gjöld verði hækkuð frá því sem nú er. Rannsókn dr. Rúnars Vilhjálmssonar væri áhugaverð og athyglisvert að sjá hvaða hópar bera þyngstu byrðarnar í heilbrigðiskerfinu í dag og hverjir það eru sem veigra sér við að leita eftir þjónustunni. 42% af heildartekjum ríkisins færu til heilbrigðismála í dag svo miklu skipti hvernig þeim fjármunum væri varið. Margrét sagði hjúkrunar- fræðinga vel menntaða stétt og hún treysti þeim best til að standa vörð um hagsmuni sjúklinga. Fyrirspurn kom úr sal varðandi niðurgreiðslur sérfræðinga, þannig er t.d. þjónusta geðlækna niðurgreidd en ekki þjónusta sálfræðinga. Rúnar Mikil örtröö var í skráningu á þingiö, hér má m.a. sjá fyrrverandi heilbrigöisráöherra, Ingibjörgu Pálmadóttur svaraði því til að sérhæfing starfsstétta nýttist ekki alltaf jafn vel og kostur væri. Hann benti á að heilbrigðiskerfið væri gott kerfi þar sem það væri félagslegt kerfi og allir ættu jafnan rétt á þjónustunni en eflaust væri hægt að nýta betur þá fjármuni sem fara til heilbrigðismála, það væri til að mynda hægt að koma í veg fyrir ónauðsynlegar endurinnlagnir, nýta starfsfólk betur, auka heimatengda þjónustu og sérhæfða heimahjúkrun og bæta upplýsingaflæði svo nokkur atriði væru nefnd. Elsa sagði það á ábyrgð stjórnvalda að forgangsraða verkefnum innan heilbrigð- isþjónustunnar og Margrét var sammála því en bætti við að iagfólk hefði oft bestar upplýsingar um hvar þörfin væri mest hverju sinni. Sigrún Gerður óskaði félaginu til hamingju með afmælið og vakti athygli á hjúkrun í dreifbýli, ólíkar kröfur væru gerðar til hjúkrunarfræðinga sem ynnu í dreifbýlinu og spurði hvort félagið ætlaði að koma á símenntun fyrir hjúkrunarfræð- inga í dreifbýlinu. Elsa svaraði því til að starfshópur hefði verið starfandi fyrir nokkrum árum um landsbyggðarhjúkrun og m.a. hefðu verið skoðaðir möguleikar á „nurse practitioner" námi. Þessi starfshópur skilaði tillögum til landlæknis fyrir 4 árum. Arangur af því starfi var að námstími læknanema í héraði var Iengdur. Félagið hefði svo fengið Guðrúnu Kristófersdóttur til að vinna skýrslu fyrir félagið sem kynnt var í Tímariti hjúkr- unarfræðinga. Veikleikar við „nurse practitioner“ námið hefðu aðallega verið að margir hjúkrunarfræðingar veltu fyrir sér hvers vegna þeir ættu að taka við verkefnum sem læknar hefðu sinnt áður í stað þess að byggja á hugmyndafræði hjúkrunar. Hún sagði einnig að meistaranám í hjúkrun hefði verið gagn- rýnt fyrir að vera ekki nægilega klínískt. Félagið væri nú búið að fjárfesta í fjarfundabúnaði og því yrðu fundir fagdeilda og ýmis námskeið send út um landið á næstunni. Tímarit hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 80. árg. 2004'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.