Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 48
Bókakynningar Handbók í aöferðafræði og rannsóknum í heilbrigðis- vísindum Ritstjórar Sigríöur Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson. Þetta nýja yfirlitsrit inniheldur ekki eingöngu lýsingar á helstu rannsókn- araðferðum sem notaðar eru í heilbrigðisvísindum í dag, heldur eru í rit- inu einnig lýsingar á mikilvægum undirbúningsskrefum sem lúta að gerð rannsóknaráætlana, s.s. gagnasöfnun, úrtaksgerö, tölfræði og áreiöanleika mælitækja, ásamt köflum um rannsóknarsiðfræði. Ritgerðahöfundarnir 26 eru allir þekktir fræðimenn hver á sínu sviði hér á landi og er ritverkið alfarið miðað viö íslenskar aðstæður. í ritsafninu eru öll hugtök færö yfir á íslensku og einnig er aö finna yfirgripsmikla atriöisorðaskrá. Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Forysta og tilfinningagreind Stjórnandi sem nær góðum árangri er gæddur tilfinningagreind sem bæði er meðfædd og áunnin. Meginkostur góðra stjórnenda er að kalla fram það besta sem býr í starfsmönnum þeirra og efla með þeim vinnugleöi og áhugahvöt. Daniel Goleman er höfundurTilfinningargreindarsem út kom á íslensku fýrir nokkrum árum en í bókinni sem hér er á ferö er sýnt hvern- ig þessi mikilvægi eölisþáttur kemuröllum að notum sem hafa mannafor- ráð, enda er hún víða notuð við kennslu í stjórnunarfræðum. Útgefandi: SJÓNMÁL DANI UL CIOI.UAAAN FORY5TA Megrun með Dr. Phil Óteljandi megrunarkúrar veita fyrirheit um skjóta og fyrirhafnarlausa megrun. Því miður er lausnin ekki svo auðfengin. Allir þekkja Dr. Phil af sjónvarpsþáttum þarsem margvísleg persónuleg vandamál eru til meðferðar, ekki síst offita. Dr. Phil starfaði meö offitusjúklingum um þrjátíu ára skeiö. Þessi metsölubók þar sem hann segir sannleikann um megrun og fituvandamál er metsölubók austan hafs og vestan. Eitt kjörorð Dr. Phil er að vandamál sé ekki hægt að leysa nema horfast í augu við þau. Hann hjálpar lesandanum að átta sig á vand- anum til þess að ráðast síðan gegn honum. Útgefandi: SJÓNMÁL Hvað mikið er nóg? í bókinni „Hvað mikiö er nóg?" skýra uppeldisfræðingarnir Jean lllsey Clarke, Connie Dawson og David Bredehoft hvernig ofdekur, ofnæring og ofgnótt án skynsamlegra marka hindrar börnin í að öðlast mikilvæga færni til aö læra það sem þau þurfa til að geta þrifist sem hamingjusamt og heilbrigt fulloröið fólk. Hvað mikið er nóg? veitir innsýn og stuðning til að geta alið upp börnin á ástríkan og áhrifaríkan hátt þannig að börnin geti lifað hamingjusömu lifi. Útgefandi: ÓB-ráðgjöf. Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.