Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 12
með inj. Charbacholin til að geta það. Þetta gekk nú samt allt slysalaust. Ég var ekki eini hjúkrunarneminn á þessum árum sem varð að axla ábyrgð umfram getu, þetta var svona á mörgum stöðum þar sem við vorum. Hjúkrunarkonurnar tóku bakvaktina á næturvaktinni en nemarnir vöktu. Allt gekk þetta með Guðs hjálp. „Barnið er að koma!“ Svo var það eitt sinn sem oftar að ég var á næturvakt, var nú orðin dálítið sjóuð þá. Það hafði komið inn kona á kvöldvaktinni til að fæða. Verkirnir höfðu dottið niður, svo ákveðið var að leyfa henni að hvílast og sofa um nóttina, enda allt eðlilegt. í þá daga bjuggu hjúkrunarkonurnar og Ijósmæðurnar í húsi við hliðina á sjúkrahúsinu svo Ijósmóðirin sagði við mig að ef eitthvað breyttist þá skyldi ég láta hana strax vita. Um nóttina var hringt á fæðingarstofunni og ég fór þangað, hafði kíkt þar inn nokkrum sinnum en konan steinsvaf. Ég hélt því að hún væri vöknuð og langaði í eitthvað að drekka. Hún horfði hins vegar á mig með augun á stilkum: „Barnið er að koma“. Þetta var fjölbyrja og vissi því sínu viti. Þá kom sér nú vel fyrir mig að hafa aðstoðað Ijósmóðurina sem gangastúlka vestur á Þatreksfirði, því ég hafði séð hvernig hún bar sig að. Ég lét bara hringja áfram til þess að sú sem var með mér á vaktinni myndi koma, setti konuna á bakið og sá að allt var í fullum gangi. Mamma hafði alltaf sagt við mig að það sem skipti meginmáli væri að gefa útvíkkuninni tíma, hún var svo mikið á móti því að klippa, en hafði sagt að mikilvægt væri að halda vel við spöngina svo konan rifnaði síður. Stelpan kom í dyrnar með kríthvít augun og ég sagði: „Hlauptu út og náðu í Ijósmóðurina". Þegar Ijósmóðirin kom var barnið komið í heiminn. Ég stríddi síðan Ijósmóðurinni á því hvers vegna ég væri ekki skráð fyrst sem Ijósmóðir að barninu og síðan hún. En ég komst ekkert á pappírinn!" Sigþrúður vann markvisst að sameiningu hinna tveggja félaga sem um tíma voru starfandi á fslandi. Fyrrverandi formenn félaganna á ráðstefnu SSN í Kaupmannahöfn, frá vinstri Ásta Möller, Vigdís Ingólfsdóttir og Sigþrúður Ingimundardóttir. Hún rífjar upp nemaárin á heimavistinni en nemarnir bjuggu þar í 90 herbergjum. „Okkur sem komum utan af landí fannst þetta algjör lúxus, það voru nú ekki amaleg herbergín á vistinni þá,“ segir hún og hún bætir við að þær hafi rætt um það í minjanefndinni sem hún á sæti í, að það þurfi að koma upp á safni fullbúnu her- bergi eins og var á heimavistinni, „Þetta voru húsgögn frá Gamla kompaníinu, þau eru ennþá í notkun, okkur fannst þetta alveg æðislegt! En stelpurnar sem bjuggu hérna í bænum, sérstaklega þær sem voru trúlofaðar, vildu auðvitað ekki vera inni á heímavist. Sumar gátu sleppt því, ef heimavistin var orðin fullsetin þá gátu þær verið heima." 10 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.