Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 98
Jarðarber og basil er skemmti­leg blanda og með jógúrtís verður úr því ferskur sumar­desert. Íslensku jarðarberin eru mjög góð og líka íslenskt basil,“ segir Danis Grbic, mat­ reiðslumaður á Grillinu á Sögu. Hann var kokkur ársins 2016 og heldur titlinum enn, því keppni um hann var frestað þar til í sept­ ember í ár, og æfir nú af kappi fyrir Norðurlandakeppni sem haldin verður 8.  júní. Hann kveðst hafa lært á Grillinu og verið þar undan­ farin ár. Danis flutti hingað til lands sem króatískur flóttamaður árið 1997, ellefu ára að aldri og talar íslensk­ una eins og innfæddur. Hann hefur gert sig gildandi í fótbolta, segist reyndar ekkert hafa spilað af viti síðustu fimm ár en verið að þjálfa lið sem ýmist hafi verið í 3. eða 4. deild síðasta áratug. „Ég bjó á Ísa­ firði í nokkur ár eftir að ég flutti til Íslands og stofnaði liðið ásamt félaga mínum þar, aðallega upp á gamanið,“ segir hann. En við snúum okkur að matnum og tekið skal fram að uppskriftirnar eru fyrir sex til átta manns. Fyrst er það eftirrétturinn hans Denis: JarðarberJa- og basil- desert 1 askja fersk íslensk jarðarber 50 ml ylliblómasíróp – fæst í betri matvöruverslunum, Søstrene Grene og IKEA 20 g ferskur sítrónusafi Skerið jarðarberin í sneiðar, setjið þau í skál og veltið þeim upp úr ylliblómasírópinu og sítrónusaf­ anum. basil marens 125 g sykur 50 g vatn 75 g eggjahvítur ½ askja af íslensku basil, fínt söxuðu Setjið sykurinn og vatnið saman í pott og hitið upp í 121°C. Setjið eggjahvíturnar í hrærivélarskál og þeytið þær á miðlungshraða. Hellið sykursírópinu varlega út í eggjahvít­ urnar þegar það hefur náð 121°C og aukið jafnframt við hraðann á hrærivélinni. Hrærið þar til blandan hefur kólnað niður, bætið þá saxaða basilinu varlega saman við með sleif. Smyrjið marensdeiginu þunnt á sílikonmottu eða bökunarpappír og þurrkið í ofni á 90°C í um það bil klukkustund. basilolía 1 hluti góð olía, til dæmis kald­ pressuð repjuolía 1 hluti íslenskt basil Blandið hráefninu saman í blandara þar til fer að rjúka upp úr skálinni. Olían á þá að hafa náð um 70°C. Sigtið síðan olíuna í gegnum síuklút og þá er hún klár. Jógúrt- og hvít- súkkulaðiís 245 ml mjólk 50 g sykur 168 g gott hvítt súkkulaði 470 g hreint eða grískt jógúrt 3 blöð matar­ lím Leggið matar­ límið í bleyti í um 10 mínútur. Sjóðið saman mjólk og sykur í litlum potti þar til sykurinn leysist upp. Setjið hvítt súkkulaði í skál og bræðið það yfir vatnsbaði. Bætið síðan matarlíminu saman við sykursírópið og hrærið aðeins í þar til allt matarlímið leysist upp. Hellið sykursírópinu yfir súkkulaðið og vinnið það saman með sleif eða töfrasprota þar til súkkulaðið nær glans áferð. Hrær­ ið því næst jógúrtinu saman við með písk. Setjið ísinn í kæli í tvo til þrjá tíma áður er hann er frystur. Ef ísinn er frystur á hefð­ bundinn hátt er hann settur í stálskál og í frysti. Þá þarf að hræra rösklega í honum með písk á hálftíma fresti, fjórum til fimm sinnum eða oftar. Að því loknu er hægt að setja ísinn í mat­ vinnsluvél og vinna hann aðeins. Þetta er gert til að jafna ískristall­ ana í honum svo að ísinn verði silkimjúkur. Ísinn er síðan settur aftur í frysti. Þeir sem eiga ísvél fara eftir leið­ beiningum fram­ leiðanda. Jarðar­ berja­ og basil desert. FréttAblAðIð/ ErnIr Denis kokkur og Axel vínþjónn glaðbeittir á Grill­ inu. FréttAblAðIð/ErnIr Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Litríkt og létt í sumar Sumarið kallar á ljúfa rétti og svalandi drykki á hátíðlegum stundum. Snilling- arnir Danis Grbic og Axel Aage Schiöth á Grillinu á Sögu luma á góðum hugmyndum. í norðurlandakeppninni er öllum úthlutað ákveðnum aðalhráefnum. svo erum við leidd inn á markað og þar finnum við allt mögulegt meðlæti, við höfum klukkutíma til að ákveða matseðilinn og út frá því eigum við að elda þriggJa rétta matseðil fyrir 12 manns. þetta er leyni- karfa, maður veit ekki hvað maður fær! Danis Grbic, matreiðslumaður Svo er það hinn sumarlegi og áfengislausi kokteill vínþjónsins Axels Age Schiöth: óáfengur sumarspritz 2 stk. ferskt lime 10­12 stk. fersk jarðarber 5­6 stilkar ferskt fáfnisgras ¼ hluti ylliblómaessens ¾ hlutar sódavatn Sneiðið lime og jarðarber niður og látið liggja með fáfnisgrasinu í ylliblómaessensinum í 1 klukku­ stund til að taka í sig bragð og lit úr berjunum. Fyllið glösin af klaka og skreytið með jarðarberjunum, lime­ sneiðunum og fáfnisgrasinu. Hellið sírópinu yfir klakann og toppið að lokum með sódavatni og hrærið létt saman. „Ylliblómaessens fæst í betri mat­ vöruverslunum, meira að segja í IKEA og Søstrene Grene og hlutföllin til blöndunar eru gefin upp á flösk­ unum,“ segir Axel. „Svo er ekkert mál að skvetta vodka eða ljósu rommi út í þennan drykk fyrir þá sem vilja!“ 6 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R42 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C F -5 A 2 0 1 C C F -5 8 E 4 1 C C F -5 7 A 8 1 C C F -5 6 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.