Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1984, Blaðsíða 15

Norðurslóð - 14.12.1984, Blaðsíða 15
írið Svarfaðardalur yggvason, London starí'aði hjá, hélt ég kvöld- námskeið fyrir hljóðí'æraleikara. Smám saman óx þetta starf' þannig að árið 1958 var komin nokkuð stór hljómsveit, sem ég stjórnaði og kallaðist hún „The Jóhann Tryggvason Orchestra. ,,Kór var starfandi með hljóm- sveitinni. Við héldum marga konserta á þessum árum og ýmsir einleikarar léku með t.d. Askenasy. Allt var þetta áhuga- fólk, og margir ágætir músikant- ar. En þegar stef'nan hennar Margrétar Thatchers í menn- ingarmálum fór að ráða ríkjum, var tekið fyrir styrki til svona áhugamennsku og hljómsveitin varð að hætta, að vísu ekki aðeins þessi heldurýmsaraðrar. Þú sagöir sögu, sem lengist hœfileikum Doclýar ú tónlistar- sviðinu, þeir hœj'ileikar komu snemma J'ram hjú henni? Já, tveggja ára byrjaði hún að spila, og þriggja ára spilaði hún í barnatíma í útvarpinu. Þegartil London kom varð hún fullgildur nemandi í Royal Academy of Music sjö ára. Ferill hennarvar um margt sérstakur. Átján ára útskrif aðist hún með gull- medalíu, en þá þegar hafði hún haldið yf'ir 500 konserta á íslandi og víða í Bretlandi. Ég get minnst á tvo konserta sem haldnir voru við talsvert mis- jaf'nar aðstæður. Annar var í Tree Trade Hall í Manchester. Þar var hún einleikari með synfoníuhljómsveit sem hin frægi hljómsveitarstjóri John Barberolli stjórnaði. Þá var hún ellefu ára. Þessi konsert vakti mikla athygli. Hinn konsertinn var í Ungó á Dalvík. Þar var gamla píanóið notað sem konsertflygill. En hvað með J'rekara núm hennar? Ef'tir að hún útskrifaöist hér bauð ágæt vinkona okkar að kosta hana til frekara náms, hvar sem hún vildi. Fyrir valinu varð skóli í Moskvu, sem var og raunar er enn sá besti fyrir píanóleikara. Þar kynntist hún Valdimar Askenasy. Fyrst bjuggu þau í Rússlandi og eignast þar sitt fyrsta barn. Með miklum eftirgangsmunum féngu þau síðar að flytja til London og fóru ekki til Rússlands af'tur. Það ríkti mikil spenna bæði fyrir þau og okkur meðan ekki var ljóst hvort þau fengju öll að koma. Við vorum að vísu vön því, að Dódý væri miðpunktur ijölskyldulífs okkar en þarna gengu hlutirnir iengra en við vildum. Það var hreint ótrúlegt hvað f'réttamenn hér voru aðgangs- harðir við okkur. Þessu máli fylgdi pólitísk spenna sem var mjög ógeðfelld. Þegar hér var komið sögu var Dódý hœtt að spila, og orðin húsmóðir, var ekki újall Jýrir ykkur að hún héli ekki új'ram? Sjálfsagt snerti þetta mann tilfinningalega, ef þú villt stilla þessu rómantískt upp. Fyrir mér er þetta allt mjög raunveru- legt, og mér lætur betur að hugsa þetta þannig. Hún er hætt að spila, en ekki hætt í músik. Hennar líl' snýst allt um músik. Þú kallar hana húsmóður og auðvitað er hún það, en líka miklu meira. Hennar nám og kunnátta endurspeglast í list Valdimars því hún er hans ráðgjafi og gagnrýnandi. Hvar eru börnin ykkar búsett núna'? Dódý býr með fjölskyldu sinni í Luzern í Sviss, en þau eru mjög mikið á f'erðalögum. Sól- veig er þar líka. Hún var’gift breskum manni og þau bjuggu um tíma í Reykjavík. Síðan skildu þau, og hún l'lutti til Sviss, en maðurinn varð eftir heima á íslandi, þar sem hann býr enn. Tryggvi býr í Norwich, og vinnur þar við háskóla sem sér- fræðingur í upptökum. Stef’án, sem hef'ur háskóla- próf' í tölvufræðum, vinnur nú í Dubay, en var áður í Kuwait. Sigrún, sem nú býr í Reykja- % k V % ■MÉÉÉI feHKi " Þórunn Jóhannsdóttir við hljóðfærið tólf ára gömul. Getut { Lonion 'éV 'to0“ n i,n. X ' °S lem baWn'.v v«ru mtnv ien\ Mustc, Xcut ®l 'concerto ' n Mimatme ev ^ * Ale0vdtesu-a und'u ]umov seinni lrljotn- aeSl ^eC hddnir voru » r, ^enr pórunni H.». "'"^a sumu Von- beifiur, 'su s p^ony °r' :« Londou ■ Ernest einnig und \ London Þeir. sem \ e* \-ta bezt, otvy °rchfeSlr sú lrljómsveit t úáar tao u s.nna> 0g er til e[nXel Z\Y.W viðurV-enn- bess vegna oiartósniUing- L hinn unga ^ Or öldinni okkar 1931-1950. Árið 1948 bls. 272. vík, bjó einu sinni á Dalvík, þegar maður hennar Einar Arnalds kenndi þar. Yngst er svo Kolbrún, en hún er fjögurra barna móðir og býr hér í London. Nú býr einungis eitt barna ykkar hér í London, en ú tíma- bili voru þrjúr dœturnar ú íslandi. Datl ykkur aldrei í hug aðJlytja heim'? Nei, í rauninni aldrei. Satt best að segja hefur manni liðið vel hér. Þrátt fyrir allt er London þannig í sveit sett að börnin og barnabörnin koma hér oft við. Er stórborgarlijið kannski svona ejiirsóknarvert, eða hvernig er það í samanburði við Svarjaðardalinn'? Ja, nú er stórt spurt, og verður svarið líklega lítið. Öll veröldin getur verið Svarfaðar- dalur, þar getur þú fundið flest tilbrigði lífsins. Stærra umhverfi veitir til- brigðununt meira svigrúm svo „Nei, það er ekki stórborgin sem heillar mig, síður en svo. Heldur lífið. Lífið sem vex og skapar og þróast. “ ölgur koma betur Iram, til ills eða góðs eftir aðstæðum. En svo er á hitt að líta að raunverulega býr maður í smá umhverfj þótt í stórborg sé, en einhvern veginn er það svo, að mig varðar meira um hvað erað gerast í heiminum almennt en í mínu næsta nágrenni. Það er þú ekki ti/viljun að þú ilengdist ekki í Svar/aóardal eða Reykjavík? Ja, ég veit ekki hvað skal segja. Fjallahringurinn í Svarf- aðardal þarl ekki að þrengjaað þér frekar en þú villt, en ósjálf- rátt verðurþú uppteknari af því, sern er að gerast í srnáu sam- félagi, en þú endilega vilt og það takmarkar þig alltaf eitt- livað. Allavega hvað mig varðar, meira en ég vildi. Hins vegar voru menn í Reykjavík, eins og í öðrurn smá- borgum alltaf að reyna að gera eitthvað sem þeir héldu að væri stórt, en í rauninni gátu ekki. Er stórborgin þú algóð? Guð hjálpi okkur, nei. Það er nú eitthvað annað. Þar finnur þú það ömurlegasta af öllu, þar koma öfgarnar fram. Ég átti við, að þegar smá- borgirnar eru að stæla stór- borgirnar verður einfaldlega til afskræmi. Nei, það er ekki stórborgin sent heillar mig, síður en svo. Heldur lílið. Lífið sem vex og skapar og þróast. Hejðir þú þú ekki verið betur settur sem bóndi íSvarjaðardal? Sjá gróöurinn vaxa og elta helvítis rollurnar? Ég á nú frekar við þróun mannsandans en gróðursins, alla vega ekki tækniþróunina sem ntér finnst hefta lífið frekar en hjálpa því. Auðvitað líður mér vel, þegar ég kem í Svarfaðardal og skrepp suður í Græntóna ognýt fegurð- arinnar. Fólkið er afskaplega elsk-ulegt og margir garnlir sveitungar eru mér minnis- stæðir, ekki síst þeir sem voru hjá mér í kórunum. En það breytir ekki því sem ég sagöi áðan um það í hvers konar umhverfi ég vil helst búa. Norðurslóð þakkar viðtalið og sendir þeim hjónunum svarf- dælskar jólakveðjur. Um leið komum við á fram- færi frá þeim kærum kveðjum til vina og kunningja. J.A. Klara og Jóhann í heimsókn á Ytra-Hvarfi 1966. Tryggvi faðir Jóhanns er með þcim á myndinni. Jóhann varð fimmtugur 20. janúar það ár. NORÐURSLÓÐ - 15

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.