Norðurslóð - 26.04.1988, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 26.04.1988, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiósla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Dagsprent Öfiigsnúið búskaparlag Hér kemur lítil saga af sveitungum vorum Bakkabræðr- um. I»eir áttu nokkrar kýr og lifðu af mjólkurfram- leiðslu eins og svarfdælskir bændur gera enn í dag. Ein kýrin þeirra, Ljómalind var mikill kostagripur. Nytin úr lienni einni var jafnmikil og úr öllum hinum saman- lögð. En það einkennilega var, að þeim bræðrum þótti ekkert sérstaklega vænt um þessa ágætiskú, þvert á móti hálfsveltu þeir hana og gáfu henni ekki fóður í neinu samræmi við nytina. Aftur á móti dekruðu þeir við hinar kýrnar með fóðri og aðhlynningu, jafnvel því meir sem þær voru nytja- minni, enda voru þær bæði feitar og sællegar. En Ljómalind, sem alltaf mjólkaði fulla nyt, horaðist niður og Ijókkaði dag frá degi. Einn morguninn þegar þeir koniu í fjósið lá hún í básnum með höfuðið niðri í jötunni og gat með engu móti staðið á fætur, hvað sem þeir reyndu til að örva hana til dáða. Þeir bræður litu hver á annan og sögðu: „Gísli - Eiríkur - Helgi, bölvuð kýrin er bara að drepast. Hvernig getur staðið á þessu?“ Sagan er ekki lengri og vitum við ekki framhaldið, en hræddir erum við um, að hún hafi endað með skelf- ingu. En það hörmulega er, að þetta öfugsnúna búskapar- lag viðgengst enn á voru ástkæra landi. Og nú er þaö sjálft þjóöarbúiö sem er rekiö á þennan hátt. Það er alkunna að fáir eða engir eiga jafnmikið undir utanrík- isviðskiptum og við íslendingar. Alkunn sannindi eru það líka, að forsenda fyrir traustri utanríkisverslun er öllug útflutningsstarfsemi. Og staðreynd er það einnig að meöal útflutningsgreina er vinnsla fiskafuröa jafn- þung á metum og öll önnur útflutningsstafsemi saman- lögð, þótt smærri greinar leggi einnig lóð á vogarskál- ina svo sem ullariönaöur, loðdýrarækt og margt fleira. Samt haga stjórnvöld málum þannig með gengis- skráningu, vaxtapólitík og fleiru, að útflutningsstarf- semin er rekin með miklum halla, enda þótt launum við hana sé haldið í lágmarki. Svo er nú komið, samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar, að meðalfrystihús á Islandi er rekið með 10% halla, og sumar aðrar útflutn- ingsgreinar með ennþá lakari útkomu. Þetta er uppi- staða atvinnulífs í dreifhýli öðru fremur. Aftur á móti blómstrar margs konar önnur starfsemi sem aldrei fyrr, innflutningsverslun, banka- og þjón- ustustarfsemi ýmiss konar, sem helst er stunduö á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingar þessa búskaparlags láta ekki á sér standa. Útflutningsstarfsemi dreyfbýlisins á í vök að verjast, heldur naumast höfði, og fólk flykkist að kjöt- kötlunum fyrir sunnan. Þessi saga getur líka endað með skelfingu ef ekki verður breytt um búskaparlag, og það strax. HEÞ. Fljótuhjörninn frægi. Settur upp uf Steingrími. Dagbók Jóhanns á Hvarfi - Anno 1891 - 1. janúar. Messað á Urðum, fór fólk héðan til kirkju, ég var heima og hvíldi mig í rúminu yfir daginn eftir vökur og þreytu. Kom Ólafur, gengu ekki kýrkaup þar fremra. 2. janúar. Fór með Ólafi í Tjarn- argarðshorn, þar keyptist kýr fyr- ir 100 kr. Borguð í gulli. Seld Hýra með 10 merkum. Sent í Syðra-Hvarf að fá Arngrím, lagði hann á stað með Hýru inn í Hall- gilsstaði, en Jón á Jarðbrú með kúna úr Tjarnargarðshorni og Ólafur líka. 3. janúar. Færði jafnaðarreikning Sparisjóðs og skrifaði í nokkrar viðskiptabækur. 7. janúar. Fórum við Nonni með Syðra-Hvarfs feðgunt út að Völl- um til að ráðfærast og tilgjöra viðgerð kirkjunnar að innan. 8. janúar. Fór Sólveig og Nonni að Brekku að sækja kvígu þá er ég keypti. Verð 28 kr. Hún 32 vikna. Kom Arngrímur (A. Por- kelsson, bróðir Þorsteins sálna- skálds) heim frá Hallgilsstöðum, færði mér 50 kr. ]A verð, hitt eftirlátið til Ólafs og Jórunnar af okkur. 11. janúar. Fór Stefanía á Klængshóli ofan til kaupstaðar- ferðár. Fór Nonni ofan frá Syðra- Hvarfi til að teikna hvelfingu í Vallakirkju. 12. janúar. Kom Rögnvaldur Skáldalæk (R. Kvíabekk síðar) í nótt og sótti mig til að líta á kú. 13. janúar. Kúnni fór batnandi. Fengu stíflur gang. 17. janúar. Fór út að Hofsá að bón Þorkcls, (Þorkell var blindur) til að lesa reikning hans og skrifa bréf fyrir hann. 21. janúar. Kom séra Tomas úr húsvitjun, var í nótt á Sveinsstöð- um. 27. janúar. Fóru drengir til rjúpna, fengu 22, er þá alls búið að skjóta hér 876 rjúpur. 2. febrúar. Fundur í Árgerði. Ráðið að Jón á Hreiöarsstöðum og Jóhann á Böggv. færu yfir að Höfða með vörupöntunarlista. 3. febrúar. Söngæfing á Völlum fóru 5 frá Hvarfi. 9. febrúar. Byrjað að bera lifur í hey sauða. 11. fcbrúar. Byrjað að vefa. 19. febrúar. Ólafur fór að Tungu- felli til kennslu og Tryggvi (9 ára) litli minn líka til aö njóta tilsagn- ar þar. 27. febrúar. Kontu menn úr Hrís- ey, fylgt á hestum yfir ána, voru vestur á leið með vaðmál í pressu (að Viðvík). 2. mars. Kom Jón á Hreiðars- stöðum í dag. Gerðum upp reikninga fyrir tillag okkar viö fiskibátsútaldið sem við seldum í vetur Guðjóni á Skáldalæk (G. Skjaldarvík, Dalvík. Kona Ingi- björg). 6. mars. Þeir sömu 4 hríðtepptir í nótt. Verða aftur í nótt komandi. 7. mars. Rofbjartur. Páll fylgdi Gunnu og Önnu út að Brautar- hóli (kona hans og dóttir eru í Garðakoti). Enti Jón viö vefinn (Jón Hofi, Hjarðarholti síðast). 9. apríl. Kom Stefán í Hofsárkoti heim úr kaupstað og hér suður- eftir strax sagði hann komna á land 800 höfrunga við Laxamýri (Á Kaldbaksvík og Saltvík) og 200 á Bakka á Tjörnesi. Lítill ís til hafs en varð vart undan Eski- l'irði og talsvert á Seyðisfiröi. Fóru menn á nótabát héðan til Laxamýrar. Komu þeir á nóta- bátum nteð nálægt 20 höfrunga frá Laxantýri og á Hólsbátnum það sem hann bar. Sendi ég Nonna ofaneftir að fala höfr- unga. í fyrrakvöld lánaði ég 15 kr. í peningum þeim hér út á bæj- urn sem fóru að sækja höfrung. Fór Páll ofan á Sand að sækja höfrung sem Nonni keypti. Líka keypt salt. Fórum við hjón gang- andi að jarðarför Páls Syðra- Holti (Jónsson bóndi þar langafi Páls ættfróða). Sveinn og Leifi fengu 4 kr. fyrir öll hrafnseggin (þau voru 5). 5. maí. Sigurður á Urðunt hvað hafa farið vestur með veturgamla sauði sem hann keypti hér í dal fyrir Borgfirðinga, verð 12-14 kr. Áður sótti Þorgils á Kambi í Deildardal ær og gemlinga á Árskógsströnd og nokkra hingað í dalinn. Rak vestur alls 95 kind- ur allt borgað í peningum ær 15- 16 kr. Héðan úr sveit 60 fjár. 6. maí. Lét Nonna fara að efna niður í kistu handa Gísla í Gröf sem hann vill hafa tilbúna handa sér. 12. Jóhann og Baldvin á Böggvis- stööum fóru upp í Héðinsfjörð, Baldvin með 3 seli og Jóhann 2. Fleiri fengu sel. Gunnlaugur Árgerði, Jón Stefánsson, Jón Ingvörum. Fékk blöð að sunnan og vestan. Stefán stoppaði lengi og við lásum blöðin. Frost og snjór í mestallri norður-álfu næstliðinn vetur frusu menn og í hel á ýmsum stöðum og fé fennti í Grikklandi ásamt urðu þar snjóskriður að tjóni á mönnum og húsum. 15. E nn unnið að smíðum i Skriðukoti. (Jóhannes og Kristín að flytja fljótlega.) 26. maí. Kom Jóhannes í Skriðu- koti með brúna hryssu vestan að, 5 vetra á 60 kr. 28. maí. Allir í landi. Sóttum við kapisu út á Möl og settum í Jóhannsbúð á Sandinum. Komu nteð síldina kl. 1. Fóru allir að beita. 29. maí. Smátt, þó góður hlutur. 31. niaí. Hvass austan. Lágunt við í búð. Messað á Upsum og Völlum. Gústi fór í kirkju. 3. júní. Settar niður kartöflur. 10. júní. Fréttist síldarfengur við Sandinn. Fór ég ofan kl. 8, lenti á Jóhannsbát, afli góður. 12. júní. Kippað og seilað á báta. Chr. Hafstein kom á Sandinn. 21. júní. Páll fór á stað í grenja- leit ásamt Jóni á Syðra-Hvarfi upp í hraun. 24. júní. Síld fékkst við Sandinn, fóru sumir ofan frá vegabót. 1. júlí. Fór ég og 2 stúlkur ofan að þvo út fisk. 2. júlí. Kom Lovísa og Snorri á Oddeyri á leið vestur að Hólum (Snorri að smíða). 10. júlí. Fóru Vallahjón vestur á Sauðárkrók, (prestshjónin). Liggur Lukkan og skip Faktora hér við Sandinn, komnir utan af Ólafsfirði. Þessi vertíð hefir verið hvað afla áhrærir, einhver sú besta sem veri hefir til nokkurra ára. 11. júlí. Sólveig fór ofan á Sand og lagði í Lukkuna 52 pund ull og til faktora það sem eftir var, tók- unt þar ýmislegt. Fórum heint að kvöldi og Nonni með okkur eftir 5 vikna vertíð án þess að koma heim. 13. júlí. Fór ég með Jóni á Hvarfi út að Völlunt, þar kom prófastur. Álitin kirkja og bækur kallsins, börn yfirheyrð. Fórum hingað og gisti prófastur hér. Var sunnan gola og þurkað frá hádegi. Bólstrað og tekið í föng. 14. júlí. Fór með prófasti fram að Melum. 18. júlí. Fóru rnargir ofan að sjó að þvo fisk. Fórunt við Nonni ofan fluttum við fram í skip fisk okkar sem þur var 448 mál, 23 undirmál fluttum það blauta á stakkstæði. 23. júlí. Vantaði 6 ær í gær, þorði ekki að láta drengi ganga í hnjúk- inn fyrir hruni. 31. júlí. Fór ofan á Sand að vigta saltfisk minn. Gisti í Háagerði. 14. ágúst. Kom Júlíus í Sand- gerði frá Urðum og sló fyrir mig. 17. ágúst. Fór Júlíus eftir að hafa verið 3 virka daga sem öll dags- verk eru af mér óborguð, hann óskar að fá veturgamla kind í haust. 7. september. Tekinn grunnstað- ur yndir þinghúsið á Ytra-Tungu- koti. Páll frá mér við það. Fór Nonni og ég ofan á Sand. komst hann á Jóhanns bát, var fjöldi manns ofan komnir svo ekki rúmaðist á báta. Réri ég hjá Guðjóni. 16. september. Markaður á Hofsrétt. Skotskir fjárkaupmenn buðu 12,50-13 kr. í sauðinn, vildu ekki veturgamalt (svo ekki samdist). 21. september. Kom læknir í Háagerði. 22. september. Komið að sækja mig úr Háagerði til að vera hjá Jóhanni veikurn fór læknir frá honum kl. 10. 23. september. Vakti yfir Jóhanni, þrautir ákafar. líf- himnu- og garnabólga. Kom séra Kristján kl. 4 og bjóst við að vera hjá mér næstu nótt. 24. september. í nótt kl. 4V5 sál- aðist Jóhann bóndi í Háagerði 49 ára gamall í höndum okkar séra Kristjáns úr þrautasjúkdómi inn- vortis. Um miðjan dag bárum við hann fram og fórunt svo báðir heimleiðis. 25. september. Var ég heima las- inn af svefnleysi og þreytu. 26. september. Fór Páll ofan með hesta og Sólveig í Háagerði. 29. septcmber. Fór fólk héðan í veislu að Urðum, giftist Jóhannes og Oddný, (síðar á Syðra-Hvarfi) ég var kyrr heima til kl. 2 og bjó Pál á stað með sauð til Júla í Sandgerði. 6. október. Kontu Tungufells- hjón og Halldór á Melunt. Fór með þeinr að útför Jóhanns sál. Fór ég í Karlsá og gisti þar. En Sólveig gisti í Háagerði ekkjunni til fróunar, og svo að gera ýmis- legt. 7. október. Fórum við hjónin frá Háagerði kl. 12 á h. og fram að Völlum, svo út að Hamri í brúð- kaupsveislu Guðjóns og Ingi- bjargar þar (síðast Svæði) kom- um heim kl. 3 um nótt. 12. október. Kom Halldór á Mel- um til niðurjöfnunar. 13. október. Niðurjöfnun mestu lokið að kvöldi en Baldvin og Jón á Hvarfi voru hér kyrrir og skrif- uðu útsvarsseðla. í fyrsta sinn brúkaðir hér í hrepp prentaðir útsvarsseðlar, flýtti það mikið fyrir verkurn. 18. nóvember. Kom Stefán með prjóna sína og tafði þetta kvöld. 29. nóvember. Messað á Völlum. Kom Jón á Jarðbrú (faðir Krist- ínar á Bakka) bað okkur hjónin að koma í skírnarveislu, átti að skíra barn Vilhjálms og Kristín- ar. (Sigríður). Korn Einar í Brekkukoti færði okkur Sólveigu blöð. Kom messufólk með blöð: Austra, Norðurland og Þjóðvilj- ann. 15. desember. í gær fóru þeir hér af austurbæjum ofan á Hamars- báta til kaupstaðarferðar. Síld rnikil á Eyjafirði og Gufuskip O. Wathnes frá Seyðisfirði er hér að sækja síld og síldar úthaldsmenn Framhald á bls. 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.