Norðurslóð - 26.04.1988, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 26.04.1988, Blaðsíða 6
Tímamót Hjónavígsla. 14. apríl voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Jón Sigvaldi Hreinsson og Vilborg Guðrún Friðriksdóttir. Heimili þeirra er aö Böggvisbraut 25, Dalvík. JHI3 Hér á dögunum var „Noröur- slóö“ stödd á fremsta bænum í dalnum. Þaö var hörkufrost og skafrenningur og vcgurinn illfær litlum bílum. Sem nú gesturinn situr yfir kaffibollanum viö eld- húsborðið er óvænt ekið bíl í hlaðiö. Þaö er R-bíll traustlegur og búinn snjókeöjum á öllum hjólum. Hver getur þetta vcrið? segir bóndi. Svariö birtist strax í líki manns, sem snaraði sér út úr bílnum með plastpoka í höndum og arkaði upp að útidyrum og hringdi bjöllunni. Bóndi fór til dyra og kastar kveðju á komu- mann að sveitasið. Komumaður veifar pokunum að bónda og seg- ir formálalaust: „Má ekki bjóða þér vinnufatnað og vinnuvettl- inga?" Þarna var þá á ferðinni einn hinna fórnfúsu farandsala, sem höfuðborgin sendir okkur út á landsbyggðina til að tryggja hag okkar í verslunarmálum. Þetta cr nýjasta dæmið unt heimsókn þessarar hvimleiðu stéttar, sem viröist vera býsna fjölmenn. Flestir eru þeir þó á sumrin „meðan allar götur eru greiðar" eins og þar stendur. En þessi brýst hingað norður mitt í vetrar- ríkinu og treðst m.a.s. fram í dal- abotna f von um að afskekkt sveitafólkið gíni við vörunni. Mikil er sú þjónustulund. Það er staðreynd að verslun í dreifbýli, alvöruverslun, á í vök að verjast. Varla hjálpa þessi aðskotadýr upp á sakirnar. En meðal annarra orða: Er þetta lögleg verslunarstarfsemi og hvernig skyldi söluskatturinn af henni skila sér í kassann til Jóns? Séð niður Skíðudal. F.v. Vuldiinar Bru|<uson. I rna Björnsdóttir og Gunnsteinn Þor- gilsson. Ljósm. K.G. Sumardugurinn tyrsti 1988. Tjarnarkirkja bak við snjófjall. Ljósm. HEI* Skákþing 1988 Skákþing Norðlendinga 1988 var háð á Dalvík dagana 21.- 24. apríl sl. Keppt var í þrem flokkum, opnum flokki, ungl- ingaflokki og barnaflokki. Keppendur voru alls 55 manns, 22 í opnum flokki, 16 í unglingaflokki og 17 í barna- flokki. I opnum flokki voru tefldar 7 umferðir eftir Monrad kerfi, en 9 í hinum. Efstur í opnum flokki og þar með Skákmeistari Norð- lendinga varð Arnar Þorsteins- son Ak. sem hlaut 6 vinninga, 2. varð Gylfi Þórhallsson Ak. með 5'/2 vinning. 3. Smári Ólafsson UMSE með 5 vinninga. Jafnir í 4.-6. sæti uröu Rúnar Búason Dl. Ingimar Jónsson Dl. og Jón Árni Jónsson Ak. í unglingaflokki varð efstur Magnús Tcitsson Ak. með 8'/2 vinning. 2. Rúnar Sigurpálsson Ak. með 8 vinninga, og jafnir í 3.-4. sæti Sigurður Gunnarsson Blönduósi og Örvar Arngríms- son Ak. í barnaflokki sigraði Þórleifur Karlsson Ak. með 8'/á vinning, 2. varö Ásmundur Stefánsson Sval- barðseyri með 7'/2 vinning, 3. varö Páll Þórsson Ak. einnig með IVi vinning. í opnum flokki tefldi Arnfríð- ur Friðriksdóttir Dl. og hlaut hún titilinn skákmeistari Norðlend- inga í kvennaflokki. Á sunnudag fór svo fram hrað- skákmót Norðlendinga, og var keppt í tveim flokkum, opnum flokki og unglingaflokki. Efstur í opnum flokki og hraðskákmeist- ari Norðlendinga, varð Rúnar Sigurpálsson, hann hlaut 12*/2 vinning af 18 mögulegum. Jafnir að vinningum í ööru sæti urðu Ingimar Jónsson Dl. og Þór Val- týsson Ak. nteð 12 vinninga. I unglingaflokki sigraði Örvar Arngrímsson Ak. sem hlaut 17 vinninga af 19 mögulegum. í 2.- 3. sætu uröu Sigurður Gunnars- son og Páll Þórsson með 16 vinn- inga. Skákstjórar voru Albert Sig- urðsson Ak. og Jón Stefánsson Dl. Mótsslit voru í Víkurröst á sunnudagskvöld og verðlaun afhent í hófi sem Bæjarstjórn Dalvíkur bauð til. Hugsað djupt. F.v. Aðalsteinn Grímsson, Smári Ólafsson. Fréttahomið Aflabrögö netabáta hafa verið rýr á vetrarvertíðinni. Stærri bátarnir hafa farið suður með Austfjörðum til að leita á feng- sælli mið en hér hafa verið í ná- grenninu. Bliki, Sænes og Haf- steinn fóru á mið Hornafjarðar- báta og komu með 40 til 60 tonn hver eftir nokkra útilegu. Smærri bátarnir hafa eitthvað sótt lengra til líka, bæði austur að Langanesi og vestur í Húnaflóa. Hins vegar hafa togararnir aflaö mjög vel i vetur og hefur talsvert gengið á þorskkvóta þeirra. Nokkur síðustu ár helur af- koma í saltfiskverkun verið mjög góð. Nú hefur orðið verð- lækkun á saltfiski i Portúgal í bili. Afskipanir á saltfiski eru nú einn- ig hægari en verið hefur. svo heldur hefur hallað undan fæti í þessari grein. Hins vegar stendur saltfiskverkun ekkcrt mjög illa mun betur en frystingin. Nú er að fara í hönd aðal verkunartíminn fyrir skreið á Ítalíu og eru menn bara bjartsýnir með verö á skreiðinni þar. Skreiðarverkun Norðmanna gekk illa í ár svo framboð frá þeim verður ekki mikið öfugt við saltfiskinn. Mikið framboð frá Norðmönnum hefur valdið verðfallinu á honum. tflutningur á skreið til Ítalíu hefur verið mjög mikill frá Dalvík. Skreiðarverkun hefur líklega verið mest hér af einstök- um stað á landinu. Yfir helming- ur allrar skreiðar til ftalíu kom frá Dalvík eitt árið. Það er stað- reynd sem ekki heyrist oft, að meðal skreiðarkaupenda á Ítalíu eru verkendur á Dalvík og hér við Eyjafjörð virtustu fram- leiðendur á landinu. Menn þakka hagstæðri veðráttu á vorin að hvernig tekst til um verkun. Ey- firsk vorveðrátta virðist henta skreiðarverkun vel. Vafalaust ræður miklu líka mikil verkkunn- átta þeirra sem þetta stunda og einstök natni. Á sumum liggur það orð að þeir klappi daglega hverjum fiski og séu allan sólar- hringinn í hjöllunum og sofi þar meira að segja. Byggingarlóðir eru og verða alltaf mis eftirsóttar, því ræður bæði staðsetning og hvort dýrt er að byggja á lóðinni. Vegna þessa eru ein og ein óút- hlutuð lóð við annars fullbyggðar götur. Ein slík hefur verið við Sunnubraut. Nú hefur þessari lóð verið úthlutað undir einbýlishús. Þá úthlutaði byggingarnefnd á síðasta fundi sínum Viðari hf. tveim lóðum við Lokastíg undir parhús. íbúðabyggingar verða sjáanlega meiri í sumar en í fyrra. Voru þær þó meiri þá en nokkru sinni fyrr. Viðar hf. afhenti Dalvíkurbæ leiguíbúðir þær sem bærinn keypti í fjölbýlishúsinu við Loka- stíg. Samkvæmt samningi átti að afhenda íbúðirnar 1. apríl sl. Afliendingin fór fram 31. mars og var meðal annars öll bæjarstjórn- in viðstödd. Hilmar Daníelsson afhenti Trausta Þorsteinssyni forseta bæjarstjórnar lykla að íbúðunum. í máli þeirra kom fram gagnkvæm ánægja með við- skipti og samanskipti Dalvíkur- bæjar og Viðars hf. íbúðirnar sem bærinn keypti eru þrjár tveggja herbergja. Nokkur togstreita hefur verið í kerfinu um sjálfstæði skip- stjórnarbrautarinnar við Dalvík- urskóla. Það var hugmynd sumra að próf yrðu gerð af kennurum Stýrimannaskólans í Reykjavík og nemendur sem útskrifast héð- an í fyrsta sinn í vor með full skipstjórnarréttindi á öll fiskiskip teldust útskrifast frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík. Nú er þetta deilumál útkljáð á þann hátt að nemendur munu útskrif- ast frá Dalvíkurskóla og fá sín prófskírteini frá honum sem að sjálfsögðu verða jafn rétthá og frá öðrum. Kennarar hér við skólann munu ganga frá og semja sín próf, svo segja má að fullu sjálfstæði sé náð. Ítalíuskreiö á Hálsárskriöu.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.