Norðurslóð - 27.11.1996, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 27.11.1996, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLOÐ NORÐURSLOÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555 Tölvuumbrot: Hjörleifur Hjartarson og Þröstur Haraldsson, Reykjavík Prentvinnsla: Dagsprent hf. Akureyri Breyttar aðstæður í sjávarútvegi Óvenju miklar breytingar eiga sér nú stað hjá fyrir- tækjum um land allt sem starfa í sjávarútvegi. Hin mikla samvinna milli fyrirtækja sem oft á tíðum hefur leitt til samruna þeirra virðist engan enda taka. Fyrir- tækin eru að verða stærri og með fjölbreyttari rekstur en var áður. Það er mat manna að vegna þess hve sjáv- arútvegur er sveiflukenndur atvinnurekstur muni fyrir- tækin standast betur sveiflurnar ef þau starfa á sem flestum sviðum sjávarútvegs. Þetta þýðir meðal annars að fyrirtækin verða að hafa starfsaðstöðu á fleiri en ein- um stað á landinu til að ná þessum markmiðum. Það hefur verið talsvert áberandi með norðlensk fyr- irtæki að þau hafa haslað sér völl í öðrum landshlutum til að auka fjölbreytnina. Þannig hefur þetta verið t.d. með Samherja hf. og Kaupfélag Eyfirðinga en bæði fyr- irtækin hafa haslað sér völl á Austfjörðum vegna auk- innar áherslu á veiðar uppsjávarfiska. Samherji og KEA hafa með höndum starfsemi á sviði sjávarútvegs á Dalvík og því skiptir talsverðu máli fyrir þetta svæði hvernig mál þróast hjá þessum fyrirtækjum. Samherjamenn hafa nú ákveðið að sameina í eitt fé- lag undir nafni Samherja hf. rekstur ýmissa fyrirtækja sem eru í eigu þeirra. Eitt þessara félaga er Söltunarfé- lag Dalvíkur hf. Innan skamms verður það sameinað Samherja og lýkur þá sögu þessa félags sem stofnað var árið 1944. En um leið hefst nýr kafli undir merkjum Samherja og skulum við vona að hann verði ekki síður heilladrjúgur þessu byggðarlagi en Söltunarfélagið hef- ur verið. Með kaupum sínum á SFD varð Samherji hf. stór aðili í rækjuiðnaðinum á Islandi og hefur síðan fært verulega út kvíarnar í þeirri grein. Dalvíkurhöfn hefur á síðustu árum verið með mestan landaðan rækjuafla einstakra hafna á landinu enda hafa úthafsrækjuveiðar og -vinnsla skipað stóran sess í atvinnusögu Dalvíkur í yfir tuttugu ár. Það skiptir því byggðarlagið miklu að sú formbreyting sem er að verða hjá Samherjamönnum nú takist vel og verði til að efla þennan þátt. Kaupfélag Eyfirðinga hefur nú ákveðið að færa sjáv- arútvegsstarfsemi sína í eitt félag, en í dag er fiskvinnsl- an að mestu á vegum kaupfélagsins sjálfs en útgerðin í sérstökum félögum. Útgerðarfélag Dalvíkinga hf. er nú að fullu í eigu KEA og er ákveðið að aðrar eignir kaup- félagsins á sviði sjávarútvegs verði færðar inn í það fé- lag. Þetta þýðir að miðstöð starfseminnar verður á Dal- vík. I sjálfu sér er það rökrétt því raunin hefur verið sú að Dalvík hefur verið slík miðstöð í sjávarútvegsstarf- semi kaupfélagsins í áratugi. Það er hins vegar ástæða til að fagna því að þessi ákvörðun liggur nú fyrir og setja fram þá frómu ósk að hún verði öllum til góðs. Á undanförnum áratugum hefur alltaf annað slagið verið rætt um að sjávarútvegsstarfsemi KEA væri betur sett í einu fyrirtæki en um það hefur gjarnan verið deilt. Nú haga aðstæður því þannig að ákvörðunin sem nú ligg- ur fyrir er í góðu samræmi við þróun sem er í gangi um allt land og ekki líklegt að um hana verði mikið deilt. Til viðbótar því sem er að gerast hjá Samherja hf. og Kauptelagi Eyfirðinga hafa verið fréttir af því að Bliki hf. á Dalvík og G. Ben sf. á Árskógssandi verði hugsan- lega sameinuð um næstu áramót. Hér er um að ræða fyrirtæki sem rekin hafa verið í formi fjölskyldufyrir- tækja og bæði gengið vel. Miðað við fjárfestingaáform sem eru uppi hjá fyrirtækjunum báðum og sagt hefur verið frá hér í blaðinu er greinilegt að sameiningin er hugsuð til að sækja fram í rekstrinum og er það vel. Miðað við sem að framan er rakið sést svo ekki verð- ur um villst að hin mikla gerjun sem hefur verið hjá fyr- irtækjum í sjávarútvegi á Islandi á undanförnum árum hefur ekki farið fram hjá Dalvík. Vonandi leiðir þessi gerjun til styrkari starfsemi fyrirtækjanna hér og að atvinnulífið nái að styrkjast. J.A. Gísli Jónsson: Nöfn Svarfdæla og nágranna þeirra 1703-1855 (og að nokkru leyti fyrr og síðar) - 2. hluti Magnhildur virðist vera fornger- manskt valkyrjuheiti. Um síðari liðinn er fyrr skrifað, og er þetta þá „sterk valkyrja“. Þetta nafn var al- gengt í Danmörku á miðöldum í halaklipptri gerð Magnliild. Hér á landi hefur það tíðkast a.m.k. frá 15. öld, en lengi vel ákaflega sjald- gæft. Fyrmeir loddi það nokkuð við Eyjafjarðarsýslu. Árið 1703 var Magnhildur Jónsdóttir 55 ára ómagi á Svarfaðardalshreppi. Heldur hefur þetta nafn styrkt stöðu sína síðustu árin, a.m.k. 24 í þjóðskránni 1990. Fyrr var minnst á nafnið Brotefa. Helga Árnadóttir húsfreyja á Sauðanesi og bóndi hennar Sig- urður Einarsson, virðast hafa sóst nokkuð eftir fátíðum nöfnum, því að þau áttu auk Brotefu, Seming og Snjófríði, að vísu líka Árna og hina ómissandi Guðrúnu. Nafnlaus kona í peysufötuin. (Teikning Sigurðar Guðmundssonar frá 1866.) Semingur er fjörgamalt nafn, en af óvísum uppruna. Þó kalla flestir að það sé orðið til úr eldra Sœm- ingur og þá dregið af Sámur= dökkur. Væri þá Semingur e.t.v. maður af Sáms-ættinni. En aðrir segja sem svo að það geti alveg eins verið maður af Sama-kyni. Slíkir menn voru stundum nefndir semsveinar. Semingur hefur alltaf verið fá- títt, strjál dæmi í gömlum sögum og skjölunt og þrír á öllu landinu 1703 auk Semings Sigurðssonar á Sauðanesi. Nafnið lifði með naumindum út 19. öldina, en ekki lengur, enda hefur ekki þótt gott að konur ættu barn „með S(s)emingi“. Orðið snjór er til í tveimur öðrum gerðum: snær og snjár. Það er varla hægt að kalla þetta þrjú orð. Og hvað þá um kvenheitin Snjá- fríður, Snjófríður og Snæfríður. Eru þetta þrjú nöfn eða eitt? Eg veit það ekki. Hitt veit ég að Snjólaug. sem líka er þá til sem Snjálaug eða Snælaug, átti eftir að verða mikið nafn með Svarfdælum og á Ár- skógsströnd sem betur sést síðar. Fremur er það fornlegt að Þóra og Þuríður séu meðal algengustu kvenheita eins og var í Svarfaðar- dal 1703. Flestir halda að þama eimi eftir af gamalli trú á goðmagn sem nefnt hafi verið Þór, enda halda menn að Þuríður sé orðið til úr *Þórfríðr=„\ina Þórs“ eða „vernduð af Þór“ eða eitthvað því- líkt. Bæði nöfnin, Þóra og Þuríður, hafa verið afskaplega algeng og dável haldið velli, þó Þóra mun betur. Þuríður er ekki lengur í hópi algengustu nafna, þykir líklega of langt. II. Þá er öldin skelfilega loks liðin og komið ár 1801. Nú skal aftur telja allan landsins lýð, efir Bóluna, glerungsvetur marga og loks Móð- una miklu með þeim býsnum sem henni fylgdu. Á landinu öllu hafði fólki nokkuð fækkað sem von var. Eyfirðingum í heild sinni hafði hins vegar lítillega fjölgað. Þeir þrumdu löngum af sér harðindin nteð sjósókn sinni og fiskifangi, og varð það þó með stórum og sárum mannskaða oft og tíðum. Það sést að einhverju leyti á misskiptingu kynja, þegar fólkið var talið. Ibú- um þess svæðis, sem hér er kann- að, hafði ljölgað á verstu öld Is- lands úr 657 1 719, en í þeim hópi voru konur 406. Nú var ekki talið eftir hreppum eins og 1703 og þurfamenn ekki í einum hópi. Nú töldu prestar í sóknum sínum, og þetta kom út 1801: Ufsasókn 96, sr. Gunnar Pálsson taldi; Tjarnarsókn 117, sr. Gísli Magnússon taldi; Urðasókn 182, sr. Gísli taldi þar einnig; Vall(n)asókn 176, sr. Þórður Jóns- son taldi, og Stœrra-Arskógssókn 148, sr. Helgi Benediktsson taldi. Nöfnum kvenna hafði nú fjölg- að lítillega, voru 79, en karlanöfn- um hafði aftur á móti fækkað, voru 65. Er þetta athyglisvert á þeim tíma, því að þá var fjölbreytni yfir- leitt meiri í heitum karla, þótt síðar snerist það við. Nokkuð höfðu nöfn í B-flokki sótt á. Voru það einkunt hebresk nöfn eða grísk, þau sem hófust á Ben, El, Jó og Krist. Ben í hebr- esku merkir sonur, E1 og Jó hvort tveggja guð, gríska orðið Kristos merkir hinn smurði og er þýðing úr hebresku Messías (Messiah). Þá skulum við líta á algengustu nöfnin á svæðinu: A. Konur: 1) Guðrún 77 2) Sigríður 48 3) Helga 23 4) Margrét 21 5) Ingibjörg 18 6) Solveig 13 7-8) Anna 11 7-8) Þórunn 11 9) Steinunn 10 Hér er athyglisverðast að A- flokksnöfnin Þóra og Þuríður hafa horfið af toppnum, en B-flokks- nöfnin Anna og Margrét eru í sókn. B. Karlar: 1) Jón 100 2) Sigurður 19 3-4) Bjöm 11 3-4) Guðmundur 11 Bilið frá Jóni niður í næstu nöfn er furðulegt. Sigurður átti brátt eftir að sækja myndarlega í sig veðrið, en Guðmundur lét undan síga, og fleiri nöfn sem voru algeng á land- inu öllu, eins og Einar og Olafur, áttu takmarkaðri hylli að fagna í Svarfaðardal. En sókn Sigfúsar var hafin að marki. Það nafn var ekki til á þessum slóðum 1703. Sjáum svo landið allt 1801: A. Konur B. Karlar 1. Guðrún 4460 1. Jón 4560 2. Sigríður 1965 2. Guðmundur 1409 3. Margrét 1282 3. Sigurður 1003 4. Ingibjörg 1262 4. Ólafur 815 5. Kristín 1031 5. Bjami 801 6. Helga 996 6. Magnús 757 7. Þuríður 531 7. Einar 698 8. Guðríður 508 8. Ámi 539 9. Guðný 459 9. Þorsteinn 523 10. Þórunn 473 10. Gísli 510 11. Valgerður 454 11. Bjöm 400 12. Ólöf 446 12. Þórður 384 13. Halldóra 442 13. Eiríkur 315 14. Steinunn 418 14. Halldór 301 15. Þorbjörg 398 15. Páll 292 Og Færeyjar að gamni. Ljótt var ástandið þar, frá sjónarmiði norrænna nafna. „Tjúgu mest nýttu „Tjúgu mest nýttu mannanúvn 1801“. kvinnunövn 1801“. 1. Jógvan 406 1. Anna 552 2. Jákup 262 2. Katrin 292 3. Ólavur 203 3. Marin 290 4. Hanus 182 4. Elsupa 281 5. Jóannes 177 5. Malan 238 6. Páll 162 6. Sunniva 194 7. Pætur 131 7. Súsanna 182 8. Dánjal 101 8. Maria 139 9. Mikkjal 88 9. Lísbita 132 10. Tummas 84 10. Suffía 110 11. Nikklas 82 11. Sigga 76 12. Símun 61 12. Elin 70 13. Andras 59 13. Kristin 62 14. Kristjan 55 14. Margreta 47 15. Janus 48 15. Billa 43 16. Jóhann 44 16. Birita 40 17. Sámal 40 17. Jóhanna 35 18. Rasmus 39 18. Rakul 28 19. Magnus 36 19. Giljanna 27 20. Heini 35 20. Sára 26 Þessu næst fáein einstök nöfn, svo að þetta séu ekki eintómar nafnaromsur og staðtölur. Benjamín er hebreskt heiti. Svo hét yngri sonur Jakobs og Rakelar. Hún vildi láta sveininn heita Ben- óní, sem merkir „sorgarsonur“, enda var hún banvæn af barns- burðinum, en Jakob breytti þessu í Benjamín, og er merking síðari hluta orðsins ekki alljós, en þó víslega allt annað en sorg. Gamlir menn muna vel og jafn- vel kunna hið hárómantíska kvæði Gísla Brynjólfssonar, Grátur Jak- obs yfir Rakel. Mikið hafði Jakob til hennar unnið. Nafnið Benjamín var tekið upp hérlendis á 18. öld, og gleyptu Norðlendingar við þvf eins og margri annarri erlendri nýbreytni. Fyrsta örugga dæmið er Benjamín Oddsson sem var 56 ára gamall 1801, til heimilis að Skálpagerði í Öngulsstaðahreppi. Þá voru nafnar hans á öllu landinu 43, að miklum meiri hluta Þingeyingar og Eyfirð- ingar. Meðal þeirra voru Benjamín Kolbeinsson tvítugur á Völlum og Benjamín Ásmundsson fjögurra ára á Klaufabrekkum. Mönnum með þessu nafni fjölg- aði hægt og tóku þeir senn að dreif- ast um landið. Nú eru í þjóð- skránni tæplega eitt hundrað. Framhald í nœsta blaði

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.