Norðurslóð - 27.11.1996, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 27.11.1996, Blaðsíða 6
Svarfdælsk byggð & bær TímamóT Skírnir 26. október var Hafþór skírður í Tjarnarkirkju. Foreldrar hans eru Hulda Þórsdóttir og Júlíus Viðarsson (Jónssonar), Dalbraut 5, Dal- vík. 30. október var Arnar Snær skírður að Ásvegi 4, Dalvík. Foreldrar hans eru Jósefína Harpa Hrönn Zophoníasdóttir og Páll Sigurþór Jónsson (Finnssonar), Helgamagrastræti 19, Akureyri. 16. nóvember var Skúli Lórenz skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Hólmfríður Guðrún Skúladóttir (Lórenzsonar) og Tryggvi Kristjánsson (Olafssonar), Skíðabraut 15, Dalvík. Afmæli Þann 21. nóv- ember varð Anna Jóhannesdóttir, Hóli, Upsaströnd, 75 ára. Þann 30. nóv- ember verður 85 ára Pálmi Jóhannsson, Norðurslóð árnar Odda, Dalvík. heilla. Andlát 3. nóvember lést á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, Rósa Laufey Kristinsdóttir frá Árhóli. Rósa fæddist 2. ágúst árið 1921 í Árhóli á Upsaströnd, elst af þremur dætrum Kristins Jónassonar frá Árhóli og Maríu Sigfúsdóttur sem ættuð var innan af Árskógsströnd. Yngri Rósu voru tvíburasysturnar Kristín Soffía sem býr á Hofsósi og Karítas Snjólaug sem lést fyrir þremur árum. Fósturbróðir þeirra er Njáll Skarphéðinsson frá Siglufirði. Rósa átti heimili í Árhóli allt þar til hún flutti á Dalbæ fyrir þremur árum. Bjó hún þar með Karítas systur sinni. Á yngri árum vann hún við ráðskonustörf nokkuð víða, einnig við fiskvinnslu en síðast vann hún í Kaupfélaginu á Dalvík. Hún var alls staðar vel liðin, glaðlynd og hress í bragði og kostaði einnig kapps um að gera gott úr öllu andstreymi og mótbyr. Rósa var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 16. nóvember og jarðsett í Upsakirkjugarði. Þann 21. nóvember lést á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, Kristín Jóhannsdóttir, áður til heimilis að Bjarkarbraut 15, Dalvík. Henn- ar verður minnst síðar. Messur og aðventusamkomur 1. desember, fyrsta sunnudag í aðventu, verður fjölskyldumessa í Dalvíkurkirkju kl. 11. Stund fyrir bömin verður í safnaðarheim- ilinu síðari hluta messunnar. 8. desember verður barnamessa í Dalvíkurkirkju kl. 11. Aðventu- kvöld verður í Dalvíkurkirkju kl. 20.30. 13. desember verður aðventukvöld í Urðakirkju kl. 21. 15. desember verður barnamessa í Dalvíkurkirkju kl. 11. Jóla- söngvar við kertaljós. Aðventustund verður að Dalbæ síðar sama dag. Bliki hf. kaupir bát - Liður í fjárfestingaráformum fyrirtækisins Bliki hf. hefur keypt skipið Trausta ÁR 313 sem er 150 brl að stærð. Trausti ÁR var smíð- aður á Akureyri 1971. Kaupin á skipinu eru liður í fjárfestingar- áformum fyrirtækisins sem sagt var frá í síðasta blaði Norður- slóðar. Bliki hefur gert samning um kaup á frystitogara frá Græn- landi og hyggjast þeir selja Blika EA úr landi en þar sem nýja skipið er talsvert stærra en Bliki þurfa þeir að úrelda tleiri skip en hann og er Trausti ÁR ætl- aður til þess. Talsverðar líkur eru á að Bliki EA verði seldur til Noregs og hafa menn komið þaðan til að skoða skipið. Með Trausta ÁR fylgir 315 þorskígildistonna kvóti sem flyst ásamt kvóta Blika EA á nýja skip- ið ef allt gengur eftir. Eins og sagt hefur verið frá áður hafa staðið yfir þreifingar á milli Blika hf. og G. Ben sf. á Ár- skógssandi um sameiningu þessara fyrirtækja. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækjanna hefur ekki enn verið gengið frá þessum málum. Það virðast hins vegar flestir ganga út frá því sem vísu að af sameining- unni verði og segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að niðurstaða muni liggja fyrir ekki síðar en um ára- mót. J.A. FréttahorN Atvinnuástand á Dalvílc er með besta móti um þessar nrundir enda mikið að gera bæði í fisk- vinnslu og byggingariðnaðinum. I frystihúsinu er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Það sama er að segja um Sæplast og í öðrum fyrir- tækjum er sömuleiðis rífandi at- vinna. 8 manns voru á atvinnuleys- isskrá í október en voru 15 á sama tíma í fyrra. Að meðaltali hafa 6 verið á atvinnuleysisskrá fyrstu 10 mánuði ársins en voru 22 að með- altali í fyrra. Nýja Sæplasthúsið er að klárast og hefst starfsemi þar um mánaðamót eins og áætlað var. Aftur á móti gengur hægar með skrifstofuhúsnæðið þar sem hörku- frost og kuldatíð hefur komið í veg fyrir steypuvinnu. Byggingarnefnd skóla hefur staðið í viðræðum við Hauk Haraldsson og Fanneyju Hauks- dóttur um hönnun á fyrirhuguðum skólamannvirkjum. Ljóst er að endurskoða þarf þær byggingar- áætlanir sem fyrir hendi eru. Þær þykja of kostnaðarsamar og er nú verið að skoða hvernig nýta megi gamla skólann sem best og hvern- ig hátta skuli nýbyggingum. Hönn- unarvinna fer líklega fljólega af stað og má vænta þess að hafist verði handa næsta sumar. En þrátt fyrir uppgangstíma til lands og sjávar og mikla upp- sveiflu í byggingariðnaði vill nú svo til að ekki hefur verið byrjað á einu einasta fbúðarhúsi á Dalvík á þessu ári. Skíðavertíðin er hafin fyrir nokkru. Lyftur í Böggvisstaða- fjalli fóru í gang þegar skammt var liðið á nóvembermánuð. Þar er nú kominn ágætis skíðasnjór og hafa margir tekið fram skíði sín og skroppið í fjallið undanfamar helg- ar. Dagur íslenskrar tungu var haldinn um land allt á fæðing- ardegi Jónasar Hallgrímssonar þann 16. nóvember. I bókasafni Dalvík- ur var flutt dagskrá í tilefni dagsins í samvinnu bókasafnsins og Dal- víkurskóla. Nemendur 6. bekkjar undir stjóm Heimis Kristinssonar lásu úr verkum Jónasar, Halldór Blöndal flutti hugleiðingu og Tjamarkvartettinn söng lög við ljóð skáldsins, m.a. nýtt lag sem Atli Heimir Sveinsson samdi af þessu tilefni. Fjölmenni var við samkomuna og var mál manna að einstaklega vel hefði til tekist. Eink- um var þáttur bamanna fallegur og vel af hendi leystur. Á myndinni hér að ofan má sjá frá vinstri Bjama Þórisson, Baldvin Ólafs- son, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Ivar Pétursson og Katrínu Sif Ingvars- dóttur að leiklesa söguna „Grasa- ferð“ eftir Jónas. Á næstunni verður hafist handa við endurbætur á Sunnuhvoli og er ábyggilegt að niargur gleðst yfir því. Sunnuhvoll seldur Afkomandi hyggst gera húsið í stand hið fvrsta - Húsið ekki eins illa farið og menn óttuðust Júlíus Baldursson málara- meistari í Keflavík hefur gert kaupsamning um húsið Sunnu- hvol (Hafnarbraut 18) á Dal- vík. Sunnuhvoll er eitt elsta hús í bænum, byggt 1911 af Júlíusi Björnssyni útgerðarmanni sem lengst af bjó þar. Húsið er tvílyft reisulegt timb- urhús en hefur staðið autt að und- anfömu og legið undir skemntd- um. Munu eflaust margir bæjar- búar fagna þvf að nú eigi að fara lappa upp þennan öldung rneðal bygginga í bænum. Kaupandi hússins, Júlíus Bald- ursson, er raunar sonarsonur Júlí- usar þess sem byggði húsið. Sagði hann í samtali við blaðið að alla tíð hefði einhver dýrðar- ljómi verið tengdur nafni Sunnu- hvols í sfnum huga. Sumarbú- staður foreldra hans var til að mynda skírður Sunnuhvoll eftir gamla húsinu. Hann er því afskaplega lukku- legur mað það að hafa eignast þetta nafntogaða hús og hyggst hefjast handa fljótlega við að koma því í stand. Hann segir það illa farið en þó ekki eins slæmt og hann hefði óttast. Reyndar er Júlíus enginn ný- græðingur í endurbyggingu gam- alla húsa. Að sögn hefur hann fengist töluvert við það um dag- ana og starfaði m.a. í 10 ár í Bandaríkjunum sem verkstjóri hjá fyrirtæki á þessu sviði. Hann sagðist reikna með að þau hjónin kæmu norður einhvern tíma eftir áramót og hyggðust þau vera um kyrrt í það minnsta nreðan á framkvæmdum stæði. Hvort þau kæmu til þess að setjast að til frambúðar væri enn ekki ráðið en vissulega kærni það til greina. hjhj

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.