Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 11
Helgarblað 14.–17. október 2016 Fréttir 11 Lúpínuseyði Gamla góða lúpínuseyðið sem Ævar Jóhannesson framleiddi og gaf fólki í um aldarfjórðung. Uppskriftin er sú sama, en nú er búið að bæta við; engifer, sítrónusafa, stevíu og sítrónusýru og bragðið því talsvert betra og áhrifin sömuleiðis. Lúpínuseyðið hefur gert mörgum gott. Í ævi­ minningum Ævars og á heimasíðu okkar, www.lupinuseydi.is er að finna magnaðar sögur af fólki sem hefur haft gott af því að drekka seyðið. Hvönnin Ætihvönn er ein merkasta lækninga jurt Íslandssögunnar en hvönnin hefur verið notuð allt frá landnámi. Rannsóknir á Raunvísindastofnun hafa sýnt að í hvönn eru efni sem verka á bakteríur, veirur, sveppi og jafnvel á krabbameinsfrumur auk efna sem virðast örva ónæmiskerfið. Ætihvönn hefur verið notuð við meltingartruflunum svo sem krampa og vindi í meltingarfærum og gegn kvilla í lifur. Hvönnin hefur verið talin góð til að losa slím úr öndunarfærum og verið notuð við bronkítis og brjósthimnubólgu og öðrum lungnakvillum. Hvönnin er enn­ fremur talin virka vel gegn tíðu þvagláti, blöðrubólgu, hálsbólgu, kvefi og flensu. Lúpínuseyði með engifer, sítrónu og stevíu Hvönn með engifer, sítrónu, spínati, myntu og stevíu Hvönn með engifer, sítrónu, túrmerik, peru og stevíu Hvönn með engifer, sítrónu, bláberjum og stevíu Drekktu í þig íslenska náttúru þér til heilsubótar *Sölustaðir: Hagkaup, Bónus, Heilsuhúsið, Fjarðarkaup, Melabúðin, 10-11 Austurstræti og Lágmúla, Blómaval, Hlíðarkaup, Vöruval Einnig fæst minni útgáfa af drykkjunum með enskum miða í: Nettó – Mjódd, Reykjanesbæ, Borgarnesi, Akureyri, Egilsstöðum, Höfn, Selfossi Strax – Laugarvatni, Flúðum, Mývatni Krambúðinni – Reykjavík og Húsavík Icewear – Laugavegi og Hafnarstræti Svarti Haukur ehf s. 517 0110 www.lupinuseydi.is svartihaukur@svartihaukur.is alfarið aftur til Íslands í vor til að styðja við bakið á tvíburunum en annar þeirra glímir við alvarleg geð- ræn vandamál. „Sonur minn er búinn að vera mjög veikur. Og eins og allir foreldrar myndu gera fyrir börnin sín þá flutti ég með fjölskylduna til Íslands til að vera nær honum og systur hans.“ Fjölskylda á hrakhólum Carlos sem þekkir Ísland vel var bú- inn undir að það gæti tekið tíma að koma sér fyrir. Hann óraði þó ekki fyr- ir því hversu erfitt það yrði að koma traustu þaki yfir fjölskylduna. Frá því að fjölskyldan kom til Ís- lands í maí eru hún búin að flytja samtals sex sinnum. Það eina sem þeim hefur boðist hingað til eru íbúð- ir í skammtímaleigu á uppsprengdu verði. „Við erum mjög náin. Ég og konan mín gerum allt saman og börnin okk- ar eru það dýrmætasta sem við eig- um. Eftir tæpa sex mánuði stækkar fjölskyldan, sem er mikil blessun en á sama tíma var þungunin alls ekki skipulögð. Það hefur hjálpað okkur mikið hvað við getum treyst hvort á annað.“ Í örvæntingu sinni, þegar þau misstu síðustu íbúð og voru við það að lenda á götunni með börnin, leit- aði Carlos til kaþólsku kirkjunnar. Hann fékk ábendingu frá kunningja sínum um að kaþólska kirkjan ætti stórt hús við Öldugötu í Reykjavík og þar gætu þau mögulega fengið inni tímabundið. Carlos setti sig í samband við séra Patrick Breen sem, í samráði við nunnurnar sem búa í húsinu, útveg- aði fjölskyldunni tvö stór herbergi í kjallaranum. Á efri hæðum hússins, þar sem eru sex svefnherbergi, þrjú baðherbergi, eldhús og tvær stofur, búa alla jafna nunnur sem koma tímabundið til Ís- lands sem og annað starfsfólk kirkj- unnar sem hefur ekki fasta búsetu á Íslandi. Nunnurnar sem höfðu dvalið í húsinu fóru allar úr landi í gær og í gær var von á einstaklingi sem mun dvelja í húsinu. Þær upplýsingar stangast þó á við frásögn biskupsins sem segir að von sé á fjölskyldu í hús- ið. Erfið staða Carlos segir að séra Patrick hafi ítrek- að sagt að kirkjan hefði fullan skilning á erfiðri stöðu fjölskyldunnar og að þau gætu verið róleg þar til þau væru komin með íbúð. Að sögn Carlos sagði Patrick þetta síðast við þau síðastliðinn laugardag en Carlos hefur verið í reglulegu sam- bandi við séra Patrick frá því að fjöl- skyldan flutti inn fyrir þremur vikum. „Við vorum himinlifandi þegar séra Patrick sagði að við mættum flytja í húsið. Við bjuggumst alls ekki við því að húsið væri svona stórt en við fengum tvö stór herbergi í kjallar- anum. Eitt fyrir börnin og annað fyrir okkur.“ Carlos segir að þau hafi haft hægt um sig og fylgt öllum húsreglum. Þeim kom vel saman við nunnurnar en héldu sig þó að mestu í kjallaranum. „Ég er búinn að vera á fullu að leita að íbúð þar sem það er engin óska- staða fyrir fjölskylduföður að bjóða eiginkonunni og börnunum okkar upp á að búa í tveimur svefnherbergj- um og að læðast um gólf af virðingu við systurnar á efri hæðinni.“ Svo virðist sem séra Patrick hafi ekki gert biskupinum almennilega grein fyrir því hversu lengi fjölskyldan þyrfti að dvelja í húsinu en líkt og áður segir hafði Davíð biskup samband við Carlos á þriðjudaginn og sagði hon- um að fjölskyldan þyrfti að vera kom- in út í síðasta lagi á fimmtudag. Líkt og gefur að skilja varð Carlos mjög brugðið og reyndi hann ítrekað að hafa samband aftur við biskupinn til að útskýra betur stöðuna sem hann og fjölskylda hans eru í. „Ég hélt að hann hefði misskilið af hverju við værum í húsinu og hélt að hann myndi sýna okkur miskunn en svo var ekki.“ Segir biskupinn ekki starfi sínu vaxinn Carlos fékk loksins fund með biskup- inum að morgni miðvikudags og seg- ir að Davíð hafi á hrokafullan hátt gert grín að því að fjölskyldan myndi enda á götunni. Þá segir Carlos að biskup- inn hefði hótað því að sparka þeim út sjálfur ef þau yrðu ekki farin fyrir föstudag. „Þegar ég gekk inn á skrifstofu biskupsins tók ég í höndina á honum og settist niður. Biskupinn sagðist hafa lesið skilaboðin frá mér en að þau kæmu miskunn ekkert við. Við þyrftum einfaldlega að yfirgefa húsið. Hann leyfði mér ekki að útskýra mál- ið neitt frekar og þegar ég spurði hann hvort hann væri til í að endurskoða ákvörðunina sagði hann einfaldlega nei, stóð upp og sagði að ef við yrðum ekki farin fyrir föstudag myndi hann sjálfur koma og henda okkur út.“ Carlos segist hafa orðið mjög undrandi yfir framgöngu biskupsins. „Hann er auðvitað bara manneskja en ekki guðleg vera. Allt sem ég trúði á og virðing mín fyrir kaþólsku kirkj- unni hvarf þarna eins og dögg fyrir sólu. Ég var svo niðurlægður. Þegar ég kom aftur á Öldugötuna eftir fund- inn settist ég niður með nunnun- um til að segja þeim frá fundinum. Þær skilja heldur ekkert af hverju við þurfum að fara úr húsinu svo snögg- lega þar sem sambúðin gekk mjög vel. Þetta var svo yfirþyrmandi að ég fór að hágráta við eldhúsborðið.“ Carlos segir að maður sem ber svo litla virðingu fyrir fólki eigi alls ekki að vera svo hátt settur innan kirkjunn- ar. „Ef maður getur ekki farið eftir því sem maður predikar þá er maður ekki starfi sínu vaxinn,“ segir hann og bæt- ir við: „Ég get ekki stjórnað því hvernig annað fólk kemur fram við mig. Einungis því hvernig ég kem fram við annað fólk.“ „Eins og slanga sem stingur þig“ Davíð Tencer segir í samtali við DV að Carlos hafi misnotað góðvild hans og kaþólsku kirkjunnar. „Hann kom til okkar og bað um hjálp í nokkra daga. Við vildum að- stoða svo við gáfum þeim leyfi til að vera hjá systrunum. Þremur vikum síðar voru þau ekki enn búin að finna neinn samastað.“ Davíð telur að hremmingar fjöl- skyldunnar sé henni sjálfri að kenna og spyr hvernig staðan væri ef all- ir sem eru húsnæðislausir leituðu til kaþólsku kirkjunnar. Þá sér Davíð ekkert athugavert við að þau hafi fengið tvo daga til að yfir gefa húsið þar sem þau hefðu þá þegar dvalið í húsinu of lengi. „Ef ég væri hann þá hefði ég byrj- að að leita mér að íbúð þremur vik- um fyrr.“ Þá bendir Davíð ítrekað á að Reykjavíkurborg og Rauði krossinn eigi að aðstoða fjölskyldur á hrak- hólum en ekki kaþólska kirkjan. Í góðmennsku sinni hafi hún þó gert undantekningu. „Við leyfðum honum að vera í nokkra daga, en ekki í nokkrar vikur, mánuði eða ár.“ Davíð segir jafnframt að það hafi verið löngu ákveðið að fjölskylda sem kemur til landsins á föstudag, á veg- um kirkjunnar, fengi húsið að láni og systurnar sem hafa dvalið þar upp á síðkastið væru farnar úr landi. „Ég get ekki leigt hús sem önnur fjölskylda býr í,“ segir Davíð. Þá segir Davíð Carlos vera óheiðar- legan mann og hann hafi engan áhuga á að hjálpa honum frekar. „Það er erfitt fyrir mig að óska honum góðs,“ segir hann og bætir við: „Carlos er eins og slanga sem stingur þig.“ n „Leigu- markað- urinn er eins og dýragarður. Sama hvernig íbúðir við skoðum og bjóðum í þá erum við aldrei valin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.