Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Heill mán-uður erliðinn frá því að Sádi- Arabar og Egyptar ásamt stjórnvöldum í Barein og Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum til- kynntu að þau hygðust skera á öll tengsl við Persa- flóaríkið Katar. Sagt var að þetta væri vegna þess að stjórnvöld þar hefðu hallað sér um of að Írönum, helstu andstæðingum Sádi-Araba í valdatafli því sem nú á sér stað í Mið-Austurlöndum. Fleiri múslimaríki hafa slegist í hópinn, en fátt bendir til að lausn sé í sjón- máli. Í miðjum þessum stormi kom það nokkuð á óvart þegar konungsfjölskylda Sádi-Arabíu tilkynnti það í lok júní, að ákveðið hefði verið að svipta krónprins landsins, Muhammad bin Nayef, öllum titlum sínum, og færa völd hans í hendur Mohammed bin Salman, elsta syni Salmans kon- ungs. Virtist sem þar væri Salman konungur að reyna að breyta erfðaröð landsins þannig að sinn ættleggur fengi þar forgang, frekar en að elsta barnabarn Ibns Saud, stofnanda ríkisins, fengi krúnuna líkt og búist var við. Bin Salman var áður varnarmálaráðherra lands- ins, og ber sem slíkur helstu ábyrgðina á stríðsrekstri Sádi-Araba í Jemen, sem dregist hefur á langinn. Þá mun bin Salman, stuttu áð- ur en hann var gerður að krónprins, hafa verið einn helsti talsmaður þess innan ríkisstjórnar landsins, að viðskiptabann yrði sett á Katar og stjórnvöldum þar settir ýmsir úrslitakostir, á meðan bin Nayef talaði fyr- ir sáttum. Mun það hafa átt sinn þátt í því að ákveðið var að skipta honum út. Nokkur ólga virðist ríkja innan Sádí-Arabíu vegna málsins, og berast nú fregn- ir af því, að bin Nayef og fleiri meðlimir konungsfjöl- skyldunnar hafi verið settir í nokkurs konar stofufang- elsi, til þess að koma í veg fyrir að hann og fylgismenn hans geti stungið saman nefjum og haft áhrif á fram- gang mála. Vakna um leið ýmsar spurningar um það hvort hin mikla deila við Katar sé, að minnsta kosti að ein- hverju leyti, knú- in áfram af innanlands- stjórnmálum Sádi-Arabíu. Alltént virðist sem við- brögð Sádi-Araba og bandamanna þeirra séu nokkuð yfirdrifin, þar sem rót deilunnar mun upp- haflega hafa verið frétt, sem síðar var borin til baka, um að emírinn af Katar hefði gefið Írönum fullmikið undir fótinn. Það, ásamt ósönnuðum ásökunum um að stjórnvöld í Katar styðji við bakið á öfgahópum, leiddi til þess að settar voru fram kröfur í þrettán liðum, sem nánast voru óaðgengi- legar. Meðal þeirra voru kröfur um að dregið yrði úr sam- skiptum Katara við Írana og að tyrkneskri herstöð yrði lokað. Þá fylgdi einnig krafa um að arabísku sjón- varpsstöðinni Al Jazeera yrði lokað, en fréttaflutn- ingur hennar hefur verið óþægilegur fyrir stjórnvöld í Persaflóaríkjunum, á sama tíma og stjórnvöld í Katar hafa verið tekin silkihönsk- um og hagsmuna þeirra gætt. Einnig hefur verið fundið að því að stöðin hafi ýtt undir arabíska vorið, sem flestir eru sammála um að hafi fljótt snúist yfir í vetrarhörkur, og hafi stuðl- að að öfgum í arabaheim- inum. Katar hefur nú hafnað kröfunum, og óvíst er um framhaldið. Ein afleiðing deilunnar er hins vegar sú, að Íranar, sem deilan snýst að einhverju leyti um, geta varpað öndinni léttar, þegar helstu nágrannaríkin við Persaflóa eru komin í hár saman, á sama tíma og Bandaríkjamenn voru að reyna að byggja upp sam- stöðu meðal þessara sömu ríkja gegn Írönum. Deilan við Katar gæti því endað með þeirri þver- sagnakenndu niðurstöðu að Íranar næðu að auka ítök sín við Persaflóa og í Írak, á meðan Sádi-Arabar hefðu lítið upp úr krafsinu. Nema ef til vill það, sem kann að þykja nokkurs virði, að tryggja rétta erfðaröð í konungdæminu fyrir sitj- andi valdhafa. Katar-deilan kemur upp í miðri valda- togstreitunni í Sádi-Arabíu} Býr meira að baki? F yrir ekki svo löngu varð uppi fótur og fit meðal tónlistarmanna í net- heimum. Upphafið mátti rekja til þess að varaformaður ungra Pír- ata á Íslandi ákvað að tjá sig á netinu. Í röðum Pírata má finna fólk sem hefur lag á því að vekja athygli með skrifum sínum. Ef ég fengi lítið brot af þeirri athygli út á mín skrif væri ég sjálfsagt byrjaður að troða mér fram fyrir röð í Hagamelsísnum. Varaformaðurinn lýsti meðal annars skoð- unum sínum á nafntoguðum Íslendingum í kjölfarið á hringlandahætti nemendafélagsins í Versló, um hverjir væru þess verðugir að troða upp rétt á meðan nemendurnir litu upp úr bók- unum (ef slíkt er þá ennþá notað við kennslu). Varaformaðurinn fullyrti að Ingólfur Þórar- insson og Egill Einarsson væru eitthvað sem hann kallaði „creeps“. Opnaði hann sig einnig um heilsu- farsvandamál og lýsti því að hann verkjaði í líkamann yfir því að einhvers staðar kynni einhverjum að þykja tónlist Ingólfs góð. Mögulega er þar um nýja áskorun fyrir læknavísindin að ræða en úr urðu ritdeildur á Facebook. Annar tón- listarmaður, Svavar Knútur, lækaði færsluna. Ingólfi sárnaði það augljóslega og skammaði Svavar fyrir. Þriðji tónlistarmaðurinn, Hreimur Örn Heimisson, blandaði sér í deiluna og tók til varna fyrir Ingólf. Atburðarásin var á þessa leið í afar stuttu máli og sjálf- sagt hafa ófáir netverjar skemmt sér yfir henni. Tvennt vakti fyrst og fremst athygli mína. Annars vegar þegar Svavar sagðist ekki endilega læka alla færsluna heldur hefði færslan verðskuldað lækið þar sem sumt í henni hefði verið fyndið að hans mati. Ingólfur sagði læk-hnappinn geta verið mjög kröftugan þegar þekktir ein- staklingar ættu í hlut. Þetta tvennt finnst mér áhugavert. Á maður að læka færslu ef manni líkar sumt í henni en annað ekki? Eða er eðlilegra að setja læk við færslu ef maður er ánægður með hana í heild? Í þessum efnum virðist enginn leiðarvísir vera til. Fyrir utan hyggjuvitið auðvitað en ekki hefur það nú fleytt manni langt. Ég rek mig stundum á þetta á flandri um Facebook. Fólk deilir grein þar sem mér líka 90% innihaldsins en ég hef mig ekki í að splæsa í læk þar sem eitt atriði eða svo fer í taugarnar á mér. Heimspekingar samtímans brjóta sjálfsagt heilann um samskipti fólks á netinu. Um stund er spurningin um hver sé tilgangur lífsins ef til vill lögð til hliðar og frekar spurt hver sé tilgangur læksins. Spurningin um hvort fegurðin skapi hamingjuna víkur líklega fyrir spurningunni um hvort prófílmyndin skapi hamingjuna. Ef Seinfeld-þættirnir væru enn starfandi gæti ég séð fyrir mér að Larry David og Jerry Seinfeld myndu skrifa epískan þátt um það hvenær eðlilegt sé að læka færslu á Facebook og hvenær ekki. En ég er ekki nógu hæfileika- ríkur til þess. kris@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Hvenær lækar maður færslu? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Stjórnvöld í Norður-Kóreuhalda því nú fram að ríkið séorðið kjarnorkuveldi, meðgetu til þess að senda lang- drægar eldflaugar búnar kjarnaodd- um hvert sem er á jörðinni. Þessi þróun mála hefur valdið töluverðum titringi í alþjóðasamfélaginu og í gær var haldinn neyðarfundur í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna að ósk Bandaríkjamanna. Kommúnistaríkið Norður- Kórea er eitt helsta ógnarríki ver- aldar. Skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2014 vakti mikinn óhug, en í henni má finna fjölmargar frásagnir af kerfis- bundnum mannréttindabrotum yfir- valda í Pyongyang, frá norðurkór- eskum borgurum sem hafa náð að flýja ógnarstjórnina. Hörmuleg einangrunarstefna Ríkið var stofnað árið 1948 með stuðningi Sovétríkjanna, eftir þriggja ára hersetu Sovétmanna á norðanverðum Kóreuskaga. Skag- anum var skipt upp á milli Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna eftir að Japanir, sem áður höfðu yfirráð á skaganum, voru sigraðir í síðari heimsstyrjöld. Kim-Il Sung var fyrsti leiðtogi landsins og hann mótaði þá hug- myndafræði sem ríkið hefur fylgt allt til þessa dags. Stefnan kallast juche á kóreskri tungu og felur í sér að rík- ið verði sjálfu sér nægt um nauðsynj- ar. Þannig verði velferð borgara tryggð í sósíalísku skipulagi. Þessi einangrunarstefna hefur leitt af sér margskonar hörmungar fyrir almenna borgara. Árið 1996 er talið að þrjár milljónir íbúa hafi látist úr hungri í kjölfar flóða og upp- skerubrests. Árið 1994 lést Kim Il-Sung og þá tók sonur hans, Kim Jong-il, við æðstu stjórn landsins. Hann hélt áfram að framfylgja stefnu föður síns, ekki síst hvað uppbyggingu her- afla ríkisins varðar. Á tíunda áratug síðustu aldar var ríkið ítrekað ávítt fyrir brot á kjarnorkusáttmálum. Kínverjar hafa löngum stutt yfirvöld í Norður-Kóreu og verið þeirra helstu bandamenn. Á undan- förnum árum hafa samskipti ríkj- anna þó orðið stirðari og kínversk yf- irvöld hafa ítrekað lýst sig andvíg frekari kjarnorkutilraunum ná- granna sinna í suðri. Kínverjar vilja forðast ófrið Forseti Kína, Xi Jinping, hefur aldrei hitt núverandi leiðtoga Norð- ur-Kóreu, Kim Jong-un, sem tók við stjórn ríkisins eftir andlát föður síns, Kim Jong-il, í árslok 2011. Xi er eini forseti Kínverja sem hefur ekki hitt leiðtoga Norður-Kóreu. Kínverjar vilja þó nú sem fyrr tryggja stöðugleika í Norður-Kóreu, enda má leiða líkum að því að straumur flóttamanna myndi liggja norður yfir landamærin fari allt í bál og brand á Kóreuskaga. Íbúar í Norður-Kóreu eru um 25 milljónir talsins. Kim Jong-un hefur ekki hikað við að koma nánum samstarfs- mönnum sínum fyrir kattarnef og herskáar yfirlýsingar hans gagnvart þeim sem hann álítur óvini ríkisins, aðallega Bandaríkjunum, valda reglulega fjaðrafoki. Hann þykir óútreiknanlegri en faðir hans og afi og því ekki að undra að alþjóðasamfélagið fylgist náið með kjarnorkuvæðingu einræðis- ríkisins. Töluverður titringur vegna Norður-Kóreu Ljósmynd/AFP Kim Jong-un Leiðtogi Norður-Kóreu fagnar eldflaugaskoti á þriðjudag. Kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu hafa vakið hörð viðbrögð. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra telur ástæðu til að hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála í málefnum Norður-Kóreu. „Spennan hefur vaxið á þessu ári vegna þessara ítrekuðu tilrauna stjórn- valda í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar, sem gætu flutt kjarnavopn. Við höfum vitaskuld fordæmt þessar tilraunir og munum gera það áfram,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Morgun- blaðið. Utanríkisráðherra telur nauðsynlegt að Kína, helsta viðskiptaland Norður-Kóreu, sendi stjórn- völdum í Pyongyang skýr skilaboð. „Ef einhvern tímann hefur verið þörf á því að Kínverjar láti til sín taka í þessum málum þá er það núna.“ VIÐBRÖGÐ RÁÐHERRA Guðlaugur Þór Kínverjar láti til sín taka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.