Ófeigur - 01.03.1908, Blaðsíða 4

Ófeigur - 01.03.1908, Blaðsíða 4
4 ina um verzlunarskýrslurnar í sama formi ðg Ófeig, og hafði skrifað Febr. á uppkastið, en ritgerðin kom ekki út, eins og menn vita, fyrri en í Septemberheftinu, og þá mikið breytt. Fyrsta handritið lenti svo hjá deildarstjóranum í Ægisdeild, meðfram fyrir athuga- leysi; en kunnugt var honum, að þetta var uppkast. Frá honum lenti það svo til kaupmanna, hvernig sem því hefir verið varið, og lengra hefir það víst aldrei komist, því að eg hefi haldið spurnum fyrir um, hvort það hafi borist deildarmönnum, og ekki getað orðið þess var, en A. K. hefir víst séð um, að þeir fengju allir að sjá flugrit hans. Hvort handrit mitt er enn í höndum kaupmanna, veit eg ekki, en liitt er víst, að A. K. sagði eg að handrit það, er hann notaði, væri uppkast eitt, sem eg hefði breytt. A. K. hefir því með flugriti sínu ráðist á hand- rit, sem aldrei hefir komið fyrir augu kaupfélags- manna, hvað þá almennings, en hann hefir svo að segja lmuplað. Petta mundi hvarvetna (nema má ske af vissum mönnum í þessu tilfelli) vera álitin óærleg ritmenska, sem jafnvel gæti varðað við lög,*) en að minsta kosti aflaði ekki heiðurs þeim er henni beita. Jafnvel Ófeigur sá, sem gengur meðal kaup- félagsmanna, er einungis til í handriti, og er «prívat» eign K. I3., sem enginn á með að hagnýta, utanfé- lags og opinberlega, leyfislaust. Pó veit eg ekki betur, en að einhverjir _ kaupmenn hér hafi haldið *) Sbr. lög nr. 13 frá 20. okt. 1905 um rithöfundarétt og prentfrelsi.

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.