Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • miðvikudagur 30. ágúst 2017 • 34. tölublað • 38. árgangur Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA ■ Fasteignafélagið 235 Fasteignir hefur sett 8 íbúðir á Ásbrú í sölu. Íbúðirnar eru sérstaklega hugsaðar fyrir fjölskyldufólk og fyrstu íbúðar- kaupendur og eru á afar hagstæðum kjörum eða frá 22 milljónum króna. Áætlað er að 235 Fasteignir muni selja fleiri íbúðir á svæðinu á næstu mánuðum. Í fyrsta kasti er um er að ræða átta íbúðir, einn stigagang í þriggja hæða húsi. Íbúðirnar eru frá 89 m2 að stærð og er ásett verð frá 22 milljónum króna. Verð íbúða er því töluvert lægra en gengur og gerist í Reykjanesbæ og mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu. „Við leggjum mikla áherslu á að selja fjölskyldufólki eða fyrstu íbúðar- kaupendum en ekki stórum félögum sem starfa á leigumarkaði,“ segir Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri 235 Fasteigna. „Eftirspurn eftir íbúðarhús- næði á Suðurnesjum er mikil og mun aukast á næstu árum. Á þessu svæði hefur vöxturinn verið hvað mestur á landinu síðustu ár sem sér ekki fyrir endann á. Framtíðin er svo sannarlega björt á Suðurnesjum.“ Mikil eftirspurn er eftir húsnæði á Suðurnesjum. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að íbúum á svæðinu eigi eftir að fjölga um 55% á næstu árum og að þeir verði tæplega 35 þúsund árið 2030. Mikill atvinnuppbygging hefur verið á Suðurnesjum síðustu ár og þar starfa mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. „Spár gera ráð fyrir að þúsundir starfa muni verða til á svæðinu á næstu árum og því er mikilvægt að hér verði til gott og fjölskylduvænt hverfi þar sem næga atvinnu er að fá,“ segir Ingi. „Samgöngur við höfuðborgar- svæðið eru með besta móti, nálægð við alþjóðaflugvöll og öll þjónusta á svæðinu til fyrirmyndar.“ Gríðarleg uppbygging hefur verið á Ásbrú síðustu ár og nú búa um 2.700 manns á svæðinu – mest fjölskyldu- fólk. Fyrr í mánuðinum fékk Reykja- nesbær húsnæði undir leikskóla að gjöf frá fasteignafélögunum 235 Fasteignum og Heimavöllum. Fyrir- hugaður leikskóli er í næsta húsi við íbúðirnar sem nú fara á sölu við Skógarbraut. Fyrir á svæðinu eru tveir leikskólar og einn grunnskóli með um 250 nemendur. Íbúðirnar að Skógarbraut 919 verða opnar og til sýnis um næstu helgi, sunnudaginn 3. september, frá 14.00 til 16.00. Reykjanesbær opnar bókhaldið ■ Reykjanesbær mun opna bókhald sitt á netinu föstudaginn 1. septem- ber nk. Gögn verða sótt beint í bók- haldskerfi bæjarins og kallast það „Opið bókhald Reykjanesbæjar“ sem er unnið í samvinnu við ráð- gjafasvið KPMG á Íslandi. Hægt verður að sjá heildarveltu lánar- drottna sem og viðskipti hverrar stofn- unar hjá viðkomandi lánardrottni á ákveðnu tímabili. Ekki verður hægt að skoða einstaka reikninga. Opið bókhald hjá Reykjanesbæ er byggt á sama grunni og opið bókhald Garðabæjar. Íbúðir fyrir fjölskyldufólk og fyrstu íbúðarkaupendur í sölu á Ásbrú Stungu kjöti í bakpoka ■ Óvenju mikið hefur verið um hnupl úr verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Í vikunni var til- kynnt um tvo aðila sem höfðu tekið kjötvörur að verðmæti rúmlega 6000 kr. í verslun og stungið í bakpoka. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglu- stöð. Í vikunni hafði lögreglan einnig afskipti af tveimur öðrum ein- staklingum sem höfðu hnuplað matvöru úr annari verslun að and- virði rúmlega 10.000 kr. Áður höfðu tvö þjófnaðarmál komið upp. Í öðru tilvikinu var um að ræða vörur að andvirði tæplega 15.000 kr. og í hinu varning fyrir ríflega 6000 kr. Fæddist hjá foreldrum í baðkarinu heima Gleði og sorg í sama pakkanum 2014„Það eru ekki allir jafn heppnir og égað fá að enda á tveimur strikum“ DAGSKRÁIN Í MIÐOPNU #vikurfrettir VF í beinni ■ Sjónvarp Víkurfrétta verður með beinar útsendingar frá nokkrum viðburðum Ljósanætur á fésbókar- síðu Víkurfrétta. Fylgist vel með á Facebook og á vf.is. ■ Víkurfréttir hvetja lesendur til að vera duglega að mynda viðburði á Ljósanótt og setja myndirnar á sam- félagsmiðla eins og Instagram eða Facebook. Þá hvetjum við ykkur til að merkja myndirnar #vikurfrettir. Undirbúningur fyrir átjándu Ljósa- nótt í Reykjanesbæ hefur staðið yfir undanfarið ár. Starfsmennirnir Ey- steinn og Sævar hjá þjónustumiðstöð bæjarins voru í vikunni að koma fyrir flaggstöngum víða í bæjarfélaginu. VF smellti mynd af þeim köppum þegar þeir voru á strandleiðinni í miðbæ Reykjanesbæjar. Keflavíkurbjarg í bak- sýn bíður þess að vera lýst upp á nýjan leik en það verður að venju á laugar- dagskvöld á sama tíma og flugeldasýn- ing skreytir himininn. VF-mynd/pket.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.