Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 30.08.2017, Blaðsíða 36
36 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR SKÓLAMATAR- KJÖTSÚPAN Skólamataralestin leggur í hann frá Iðavöllum kl. 18:15 skolamatur.is I Sími 420 2500 skolamatur@skolamatur.is I Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær Þú finnur okkur á Kjötsúpan er á föstudaginn frá kl. 19-21 SK L T R- KJ TS P Skólamataralestin leg ur í han frá Iðavöllum kl. 18:15 skolamatur.is I Sími 420 2500 skolamatur@skolamatur.is I Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær Þú finnur okkur á Kjötsúpan er á föstudagin frá kl. 19-21 ■ Elísabet Ásberg verður með einka- sýningu í Gryfjunni í Duus húsum á Ljósanótt en hún er þekkt fyrir notkun sína á málmi í verkum sín- um. Sem dæmi smíðar hún silfur skúlptúra sem hún notar í verk sín. Verk hennar eru stór og smá og not- ast hún við mikið flæði og orku. „Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en eru okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfraveröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra,“ segir Elísabet og bætir við að verkin sín hafi ætíð verið tengd vatnsflæðinu og óendan- leika, eins og hringrás lífsins. Núna sé fókusinn á verurnar sem búi í hafinu. „Þetta er minn huglægi sjávarheimur. Þegar ég hef sýnt í mínum gamla heimabæ hefur mér ætíð verið vel tekið. Sá stuðningur hefur verið mér ómetanlegur og ég vil nota tækifærið að þakka kærlega fyrir mig,“ segir Elísabet að lokum. Sýningin opnar fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18, ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum. Hún verður opin frá 12 til 18 yfir Ljósanæturhelgina, en verður svo áfram opin til 15. október. Fókusinn á verurnar í hafinu ●● Elísabet●Ásberg●með●einkasýninguna●Gyttur●í●Duus●húsum●á●Ljósanótt ■ Föruneytið er hljómsveit frá Sandgerði sem skipar þá Hlyn Þór Valsson, söngur og gítar, Ólaf Þór Ólafsson, gítar og söngur, Pálmar Guðmundsson, bassi og Ólaf Ingólfsson, trommur. „Paddy’s er heima- völlurinn okkar“ Föruneytið hefur verið að spila saman í fimmtán ár og það er alltaf nóg að gera. Þetta byrjaði allt saman haustið 2004 þegar Hlynur Þór og Óli Þór byrjuðu að spila saman og syngja sem Hob- bitarnir, nafn sem þeir nota ennþá þegar þeir koma tveir fram. Það leið ekki á löngu þar til bassaleikarinn Pálmar og trommarinn Óli bættust í hópinn og fékk hópurinn heitið Föru- neytið. Á þessum þrettán árum hafa þeir spilað við alls konar tilefni en þó mest á Suðurnesjum þegar fólk kemur saman til að skemmta sér, allt frá litlum veislum í heimahúsum til stærstu árshátíða. „Það er alveg nóg að gera hjá okkur þessa dagana og við munum meðal annars spila á bryggjuballinu á Ljósa- nótt og ætlum einnig að taka lagið á Paddy´s á laugardagskvöldinu eftir flugeldasýninguna, sem er heima- völlur Föruneytisins,“ segir Óli Þór. Síðan má einnig geta þess að Föru- neytið hefur tengingar um öll Suður- nesin, Hlynur er Keflvíkingur sem býr í Sandgerði, Ólafur Þór er Sand- gerðingur sem býr í Sandgerði, Pálmar er Sandgerðingur sem býr í Keflavík og Ólafur Ingólfs er Njarðvíkingur sem býr í Höfnum. Bryggjuballið verður á föstudags- kvöldið kl 19:30 við smábátahöfnina, þar sem Föruneytið kemur fram ásamt öðrum vel völdum listamönnum. Föruneytið á tónleikum í Frumleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Ljósmynd: Gunnar Gestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.