Feykir


Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 44/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Forsetahjónin á ferð um Norðurland Heimsóttu sauðfjár- bændur og skóla Forseti Íslands Ólafur Ragnar og frú Dorrit heimsóttu Norðurland í upphafi viku og ræddu við sauðfjárbændur í Þingeyjarsýslu, Skagafirði og Húnaþingi sem glímt hafa við afleiðingar veðuráhlaupsins í vetrarbyrjun og háð hafa harða baráttu við að ná fé úr fönn. Tilgangurinn var að sýna þeim samstöðu vegna hamfaranna og hófst ferðin á að sækja styrktartónleika á Akureyri á sunnudag. Þaðan var farið til Húsavíkur og í Þingeyjarsýslur þar sem fundað var með stjórnendum björgunaraðgerða en þau hjón áttu einnig stund með þing- eyskum bændum. Á þriðju- daginn var haldið í Skagafjörð- inn og bændur á Brúnastöðum í Fljótunum heimsóttir áður en farið var í Grunnskólann á Sólgörðum. Þar fengu gestirnir fræðslu um starfið í hinum litla sveitarskóla, ræddu við nem- endur og kennara og hlýddu á dagskrá um sögu skólans. Þá var haldið á Sauðárkrók og heilsað upp á nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskólans áður en haldið var í Húnaþing þar sem bændur á Stóru-Giljá í Húnaþingi voru sóttir heim en þeir misstu á annað hundrað Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins haldinn á Sauðárkróki Hlakkar til kosningabaráttunnar Um síðustu helgi fór fram á Sauðárkróki miðstjórnar- fundur Framsóknarflokksins og var vel mætt þrátt fyrir slæmt veður og ófærð. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son formaður flokksins ávarpaði samkomuna og gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði að henni hefði ekki tekist að nýta þá einstöku möguleika sem Íslendingar höfðu til að vinna á skuldavandanum og eyða kreppunni við upphaf kjörtímabilsins. Sagði formaðurinn m.a. að þótt tillögur framsóknarmanna til úrbóta á undanförnum árum hafi ekki hlotið brautargengi hjá ríkisstjórninni hafi þær engu að síður smátt og smátt sannað gildi sitt eftir því sem tíminn liði og menn fái betri mynd af raunveruleikanum. Þá minnti Sigmundur á að Íslendingar mættu ekki gleyma að þótt efnahagsástandið sé erfitt um þessar mundir þá sé Ísland ríkt af auðlindum og tækifærum, ríkt af þekkingu og mannauði og ríkt af fólki sem er LEIÐARI Forsetinn og ESB Forseti Íslands var á ferð um Norðurland í vikunni, eins og greint er frá annars staðar á síðunni, og staldraði m.a. við í FNV á Sauðárkróki. Þar fór hann orðum um hve Fjöl- brautaskólanum hefði tekist vel til í mörgum málum og m.a. með sóknarfæri á nýju námsframboði og nefndi plast- bátasmíðina sem dæmi. Hann talaði um nauðsyn þess að styðja við og byggja upp góða skóla úti á landi og hefur greinilega áhuga á landsbyggðarmálum og byggðaþróun enda forseti alls Íslands. Hann var spurður út í afstöðu sína til ESB og svaraði því til, ef ég get dregið svarið í stutta setningu og túlkað rétt, að Ísland hefði ekkert þar inn að gera. Hann hefði ekkert á móti sambandinu sem slíku og myndi vilja þar inn ef hann væri forseti Lettlands eða Litháens svo dæmi væri tekið af löndum sem hugsanlega hagnast á inngöngu. Þetta er svo sem ekki ný afstaða hjá forsetanum en mér finnst það samt umhugsunarvert að enn skulu íslensk stjórnvöld vera á blússandi ferð að hliði ESB þegar allt virðist leika á reiðiskjálfi innan þess. Helstu nágrannar okkar Íslendinga hafa ekki gerst aðilar að ESB og nú berast fréttir af nágrönnum okkar í Bretaveldi að meirihluti þeirra telja hag sínum betur borgið utan ESB og vilja segja sig úr því. Líklega er það meira mál en svo að dugi eitt uppsagnarbréf. En Íslendingar eru forvitnir að eðlisfari og sjálfsagt vilja flestir sjá samningana þótt fæstir sjái inngöngu Íslands fyrir sér í náinni framtíð. Páll Friðriksson ritstjóri Töfrakonur hanna og selja lopapeysur Jólagjöf laxveiði- mannsins Ef einhver er að velta fyrir sér jólagjöf laxveiðimannsins þá er hún fundin því á markað eru komnar skemmtilegar lopapeysur sem ættu að falla að smekk hans því munstrið er lógó Laxasetursins á Blönduósi. Það eru Töfrakonur/Magic Women ehf. sem hanna og selja peysurnar. Það er Jóhanna Helga töfra- kona á Brandsstöðum sem útfærði munstrið á lopann og prjónar peysurnar og sér hún um allan þann þátt í fyrirtækinu, segir Birgitta Halldórsdóttir töfrakona. -Þetta er býsna skemmtilegt verkefni og vonandi verða veiðimenn og aðrir landsmenn áhugasamir um þetta nýja munstur. /PF Ingileif Oddsdóttir skólameistari FNV, Dorrit og Ólafur Ragnar fjár í kjölfar óveðursins í sept- ember. Rætt var um vanda bænda í Húnaþingi, lærdóma sem draga má af viðbrögðum við veðurofsanum og fann- ferginu ásamt nauðsyn þess að gera ítarlegar áætlanir um sam- stillingu hinna ýmsu aðila sem þurfa að koma að slíkum björg- unar- og hjálparverkefnum í framtíðinni. -Þessi ferð sem hófst á sunnudaginn er að stórum hluta helguð heimsóknum til sauð- fjárbænda og glímu þeirra við vetrarhörkurnar en höfum einnig notað tækifærið til þess að heimsækja nokkra skóla bæði grunnskóla til sveita, litla sveitaskóla sem kannski eru ekki oft heimsóttir og svo Fjölbrautaskólann á Laugum og svo þennan hér á Sauðárkróki, sagði Ólafur er blaðamaður náði tali af honum eftir að þau hjón höfðu átt ágæta stund með nemendum FNV. -Okkur hefur gefist tækifæri til að hitta og ræða við ungt fólk bæði um framtíðina og þeirra nám. Svo má segja að vetur konungur hafi fylgt okkur í þessari ferð, fannferginu og snjókomunni á Norðurlandi, og má segja kannski í léttum dúr fyrir gamlan Vestfirðing að þá sé það á vissan hátt gaman að koma aftur í vetrarríkið sem er frekar sjaldgæft fyrir sunnan. /PF tilbúið að gefa vinnu sína og tíma til að vinna saman að því að bæta samfélagið. Umfram allt sagðist Sig- mundur Davíð hlakka til að fá tækifæri til að fylgjast með áhrifum þess þegar skynsemis- stefna framsóknarmanna færi að setja mark sitt á þróun samfélagsins m.a. þegar byrjað yrði á að leggja vegina, byggja brýrnar, bora göngin, reisa virkj- anirnar, gera við skipin, rækta upp gömlu túnin, stofna nýju sprotafyrirtækin, bæta hafnirnar og bora eftir olíunni. /PF Blönduósingur í BOXINU Arnar Helgi stóð sig vel BOXIÐ – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna fór fram í Háskólanum í Reykjavík fyrir skömmu þar sem átta skólar tóku þátt í æsispennandi keppni sem lauk með sigri Menntaskólans í Reykjavík. Blönduósingurinn Arnar Helgi Ágústsson var í liði Tækniskólans sem varð í öðru sæti. Keppnin fólst í þrautabraut með sjö stöðvum og fóru liðin, sem hvert voru skipuð fimm einstaklingum, á milli brauta og leystu ólíkar þrautir á hverjum stað. Þrautirnar reyndu bæði á hugvit og verklag en þær voru útbúnar af fyrirtækjum úr ólíkum greinum iðnaðarins í samstarfi við fræðimenn Há- skólans í Reykjavík. Á vef Samtaka Iðnaðarins segir að keppnin hafi tekist vel í alla staði og bæði þátttakendur og áhorfendur skemmtu sér vel. Eins og áður sagði var Blönduósingurinn Arnar Helgi Ágústsson í liði Tækniskólans en foreldrar hans eru Guðrún Benediktsdóttir sem vinnur í Blönduskóla og Ágúst Þór Bragason yfirmaður tækni- deildar Blönduósbæjar og for- seti bæjarstjórnar. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.