Feykir


Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 44/2012 Hvernig hefurðu það? Takk, ég hef það fínt. Hvernig nemandi varstu? -Nokkuð baldinn. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? -Þegar ég fór í bíó um kvöldið á fyrstu myndina sem ég komst inná bannaða 14 ára og veislugestir leituðu um allt af fermingarbarninu til að kveðja það. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? -Kúreki. Hvað hræðistu mest? -Að verða svangur, eiturslöngur og lítið dýr í útrýmingarhættu sem heitir Górilluhamar. ABBA eða Rolling Stones? -ABBA. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? -Dansað á dekki með Fjörefni. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? -Prumpulagið með Dr. Gunna. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? -Matreiðsluþáttum, sakamálaþátt- um og náttúrulífsþáttum. Besta bíómyndin? -Little Shop of Horror (Litla hryllings-búðin) tónlistin er svo góð. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? -Að pissa standandi. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? -Er góður í flestu, t.d. eru fáir sem toppa kjötsúpuna hjá mér eða steikta fiskinn. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamið- ann? -Majónes. Hvað er í morgunmatinn? -Hafra- grautur með súru slátri og dass af kanilhunangi. Hvernig er eggið best? -Spælt báðu megin. Uppáhalds málsháttur? -Kemst þó hægt fari. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? -Viggó Viðutan. Hver er uppáhalds bókin þín? -Allar matreiðslubækur, núna er það Nigella með hraði. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...til Jamaíka. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? -Hvað ég borða mikið. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? -Óstundvísi og tillits- leysi. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? -Huddersfield FC, ég vor- kenndi þeim, því það hélt enginn með þeim. Hvaða íþróttamanni hefurðu mest- ar mætur á? -Magga Bess og svo er golfarinn Örn Sölvi alltaf góður. ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Þorgeir Gunnars NAFN: Þorgeir Gunnarsson. ÁRGANGUR: Sá albesti, 1964. FJÖLSKYLDUHAGIR: Bý með sambýliskonu, tengdamóður og stjúpdóttur. Átti fyrir soninn Sigurð Helga með Ingu á Fitjum. BÚSETA: Hef búið á Grímsstöðum í Mývatnssveit í 22 ár. HVERRA MANNA ERTU: Sonur Lillu Nikk og Gunna Helga. STARF / NÁM: Áhugahænsnabóndi og lífskúnstner. BIFREIÐ: Toyota Hilux. HESTÖFL: Já. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Að verða betri maður m.a. með því að leiða og skapa en ekki skapa leiða. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera og af hverju? -Einhver mikilsvirtur ráðamaður. Því þá yrði heimurinn betri. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? -Foreldrar mínir. Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? -Eldspýtur, hana og hænu. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? -Nú er ég léttur. Ég hef undanfarin ár unnið að bæjarmálum á Akranesi, sú reynsla er dýrmæt og hefur opnað augu mín fyrir því að breytinga er þörf og við getum breytt. Það tók mig þó töluverðan tíma að taka ákvörðun um hvort ég ætti að gefa kost á mér í 3. sæti á lista Framsóknar- flokksins fyrir komandi Alþing- iskosningar. Stjórnmálin þurfa fólk sem er virkilega búið að berjast fyrir sínu og hefur reynt það á eigin skinni hversu erfitt það er að láta hlutina ganga á Íslandi í dag. Ég fann fyrir miklum stuðningi úr ýmsum áttum sem hvatti mig til að taka þessa ákvörðun. Almennar aðgerðir í skuldamálum Ég vil sjá fram á aðgerðir á skuldavanda heimilanna og það eru til leiðir í þeim málum. Við verðum að ráðast í almennar aðgerðir í skuldamálum, líkt og Framsóknarflokkurinn hefur lagt til. Það er réttlætismál að Af hverju ég? leiðrétta íbúðarlán einstaklinga eða færa höfuðstól lána aftur um ákveðinn tíma, fyrir þann tíma áður en verðbólgan át upp stóran hluta af eignum landsmanna. Líklega hugsar einhver, hvar á að fá peninga til að framkvæma þessa hluti? Við verðum að forgangsraða málum aðeins öðruvísi en gert er í dag. Við verðum að horfast í augu við það að þetta ástand gengur ekki lengur. Það bætist stöðugt í þann hóp sem þarf fjárhagsaðstoð frá sveitarfél- ögum, og það kostar þjóðfélagið gríðarlegar fjárhæðir. Blásum lífi í atvinnumálin Atvinnumál eru eitt mikil- vægasta mál þjóðarinnar, og ég vil leggja mitt af mörkum við að efla atvinnuuppbyggingu í landinu. Það verður að koma stórum verkefnum af stað í t.d. byggingariðnaði og koma þannig lífi í iðnaðinn á Íslandi á ný. Það þarf að bæta umgjörð lítilla og meðalstórra fyrirtækja, og síðan þurfum við að nýta auðlindir okkar til atvinnu- uppbyggingar. Við höfum þurft að horfa á eftir alltof mörgu góðu fólki fara úr landi því það eru ekki næg atvinnutækifæri á Íslandi. Alþingi þarf að vinna með atvinnulífinu, en ekki á móti því. Erum við ekki öll sammála um að við viljum fá fólkið okkar heim, þar sem það skilar ýmsum tekjum af launum sínum inn í þjóðarbúið á ný. Stöndum vörð um þá sem eiga í vök að verjast Það verður að standa vörð um þá sem standa ekki jafnfætis almenningi í þjóðfélaginu og tryggja stöðu þeirra. Það á félagslega kerfið að gera en þar er víða pottur brotinn. Það eru alltof margir sem lenda á milli í kerfinu. Það eru margir sem hafa ágætar tekjur en ná engan veginn endum saman, en eru komnir yfir öll viðmiðunar- mörk sem snúa að félagsaðstoð. Tekjur þeirra duga hinsvegar rétt fyrir því að borga af stökkbreyttum lánum og varla það. Þetta sama fólk á ekki rétt á fjárhagsaðstoð því kerfið eins og það virkar núna, skoðar tekjuhliðina, en tekur ekki mið af skuldastöðu. Félagslega kerfið þarf að vera hvetjandi þannig að fólk sjái hag sinn í að vinna í stað þess að gefast upp. Málefni lánsmanna – LÍN Menntun er langtímafjárfesting, og því verður að tryggja stöðu námsmanna með almennum aðgerðum. Af hverju er kerfið eins og það er? Af hverju skerðast námslán ef fólk reynir að vinna á fullu yfir sumarið eða reynir að vinna með skóla yfir veturinn til að reyna bjarga sér? Það eru margir sem taka námslán sem ná ekki endum saman á lánunum og reyna því að bjarga sér með vinnu með skóla, en það kemur í hausinn á þeim með skertum námslánum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það eiga ekki allir fjárhagslegt bakland og þurfa því eingöngu að treysta á sig sjálf, og sumir treysta sér ekki í nám vegna þessa. Viljum við ekki hvetja fólk til að mennta sig, óháð stétt og stöðu? Gerum okkur grein fyrir því að Lánasjóðurinn er ekki styrktar- sjóður, fólk borgar lánin til baka. Þessi mál eru mér ofarlega í huga auk fjölda annarra. Ísland er land tækifæranna, og ég er tilbúin í að leggja mikla vinnu í að finna lausnir á þessum og svo mörgum öðrum málum. Það geri ég ekki ein. Það gerist með samvinnu við það góða fólk sem ég mun vinna með í aðdraganda Alþingiskosninga, og síðan með samstarfi við þá aðila sem vilja sjá breytingar á íslensku samfélagi. Elsa Lára Arnardóttir, grunnskólakennari við Brekkubæjarskóla á Akranesi. Gefur kost á sér í 3. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. AÐSENT ELSA LÁRA ARNARDÓTTIR SKRIFAR

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.